Fréttablaðið - 01.03.2003, Side 27

Fréttablaðið - 01.03.2003, Side 27
frá Kolviðarhóli með Húsamúla að Draugatjörn og að Litlu Kaffistofunni. Kjörin ferð fyrir fjölskylduna. Brottför frá BSÍ. Verð kr. 1700/1900.  13.00 Vettvangsfræðsla Fugla- verndarfélags Íslands verður við Hval- eyrarlón, Hafnarfirði. Þar er oft mikið af fuglum á þessum tíma. Hist verður á uppfyllingunni við rennuna inní lónið, bakvið dælustöðina. ■ ■ SÝNINGARLOK  Á Kjarvalsstöðum lýkur samsýningu ungra íslenskra og breskra listamanna. Sýningin ber heitið “then ...hluti 4 - minni forma“.  Síðasti dagur hugmyndasmiðju Ósk- ar Vilhjálmsdóttur í Gallerí Hlemmi. Umræðufundir bæði laugardag og sunnudag.  Samsýning sjö málara í Húsi málar- anna, Eiðistorgi, lýkur í dag. Þar sýna verk sín þau Bragi Ásgeirsson, Einar Há- konarson, Einar Þorláksson, Guðmundur Ármann, Kjartan Guðjónsson, Jóhanna Bogadóttir og Óli G. Jóhannsson. ■ ■ KVIKMYNDIR  15.00 Ballettkvikmynd um Ívan grimma verður í bíósal MÍR að Vatns- stíg 10, að þessu sinni ballettkvikmynd byggð á sýningu Bolshoj-leikhússins í Moskvu við tónlist Sergeijs Prokofievs. ■ ■ TÓNLEIKAR  14.00 Hlíf Sigurjónsdóttir fiðlu- leikari og Anna Málfríður Sigurðardótt- ir píanóleikari leika létta skemmtitónlist fyrir gesti Listasafns Sigurjóns Ólafs- sonar.  16.00 Þorsteinn Gauti Sigurðar- son píanóleikari flytur alþekkt píanólög í tónlistarhúsinu Ými við Skógarhlíð.  16.00 Háskólakórinn og Vox Academica blása til stórtónleika í Lang- holtskirkju með Sigrúnu Hjálmtýsdótt- ur og Sesselju Kristjánsdóttur. Flutt verður hið þekkta og fallega verk Gloria eftir Antoni Vivaldi. ■ ■ ÓPERA  20.00 Íslenska óperan sýnir sjálf- an Macbeth eftir Guiseppe Verdi með Elínu Ósk Óskarsdóttur og Ólafi Kjartani Sigurðarsyni í aðalhlutverkum. ■ ■ LEIKLIST  14.00 Benedikt Búálfur eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson í Loftkastalanum.  14.00 Karíus og Baktus eftir Thor- björn Egner á Litla sviði Þjóðleikhúss- ins.  14.00 Honk! Ljóti andarunginn eftir George Stiles og Anthony Drewe á Stóra sviði Borgarleikhússins.  16.00 Möguleikhúsið við Hlemm sýnir barnaleikritið Heiðarsnældu eftir leikhópinn.  20.00 Á Nýja sviði Borgarleik- hússins verður sýnt spunaleikritið Hann eftir Dalvíkinginn Júlíus Júlíusson. Sjö leikarar Borgarleikhússins taka þátt í verkefninu, en þeir vita ekki hver af öðr- um fyrr en fimm mínútum fyrir sýningu.  20.00 Söngleikurinn Með fullri reisn eftir Terrence McNally og Davit Yazbek á Stóra sviði Þjóðleikhússins.  20.00 Íslenski dansflokkurinn sýnir Lát hjartað ráða för, þrjú ný verk eftir Katrínu Hall, Itzik Galili og Ed Wubbe, á Stóra sviði Borgarleikhúss- ins.  20.00 Hinar einu sönnu Píkusögur eftir Eve Ensler á Þriðju hæð Borgar- leikhússins.  20.00 Hin smyrjandi jómfrú, ein- leikur eftir Charlotte Bøving, sýnt í Iðnó. Tilkynningar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is LAUGARDAGUR 1. mars 2003 Bæjarlind 14-16 | 201 Kópavogi | Sími 564 4400 | Fax 564 4435 | tekk@tekk.is | www.tekk.is H R IN GDU EÐA K O M D U S E M F Y R S T N‡ sending af glæsilegum eikarhúsgögnum frá Ethnicraft bor›stofubor› | bekkir | skápar | hillur | lampar Stiklur úrskemmtireisu Skemmtistaðir segið þið... Sko,ég er fæddur árið 1963 og bú- settur á Akureyri þegar ég hef minn feril í djamminu. Var svo heppinn að kynnast áfenginu snemma. Og þar til ég hafði aldur til að fara á vínveitingastaði sótti ég félagsheimilin grimmt. Allt frá Skúlagarði í austri til Húnavers í vestri. Þetta var alvöru tími,“ seg- ir Ragnar „sót“ Gunnarsson, poppstjarna og rithöfundur. H-100 Svo smeygði maður sér í diskógallann. Frá 18 ára aldri til 25 er það H-100. Mígandi diskó sem dró mig þangað og náttúrlega kerlingarnar gullfallegar. Sjallinn Um 25 ára aldurinn er ég meira kominn yfir í Sjallann. Þórskaffi Ég flyt svo suður 27 ára. Ég var mikið að spila þá, en Þórskaffi var þá vinsælt þar sem Jöklarnir spil- uðu fyrir dansi og troðfylltu þar allt. Amma Lú Þar var ég á góðum díl, söng sex lög á kvöldi og fékk frítt að drekka. Kaffi Reykjavík Þá tekur við Kaffi Reykjavík. Í miðri viku var helst að fá sér nokkra öllara á Vitabarnum, Championskaffi og Wall Street. Ég er svo mikill sportisti, sjáiði til. Næsti bar Sá staður sem ég sæki núna ... tja, það vantar stað! Ég hef ekki þurft að búa við það eins og margir að félagarnir hafi heltst úr lestinni. Iðnir við kolann enn. Jú, núorðið kem ég reglulega til Gumma ríka, á Næsta bar. RAGGI SÓT

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.