Fréttablaðið - 08.03.2003, Page 6
8. mars 2003 LAUGARDAGUR
VIÐSKIPTI Vika er síðan Fréttablað-
ið sagði frá því að skelfing hefði
ríkt í herbúðum stórfyrirtækisins
Baugs í kjölfar þess að Hreinn
Loftsson, stjórnarformaður fyrir-
tækisins, kom heim eftir fund
með Davíð Oddssyni forsætisráð-
herra í Lundúnum og sagðist telja
að þess væri að vænta að reynt
yrði að koma höggi á Baug. Þetta
byggði Hreinn á samtali hans og
Davíðs á hótelherbergi ráðherr-
ans. Hreinn bar að ráðherrann
hefði þar lýst því að aðaleigendur
Baugs, feðgarnir Jón Ásgeir Jó-
hannesson og Jóhannes Jónsson,
ættu í vafasömu bralli með Jóni
nokkrum Gerhard sem ræki fyrir-
tækið Nordica í Flórídafylki í
Bandaríkjunum. Í frétt Frétta-
blaðsins var því lýst að Hreinn
Loftsson spurðist fyrir um það
meðal stjórnenda Baugs hvaða
maður þessi Jón Gerhard væri og
hver tengsl Baugs og Nordica
væru. Hann fékk þau svör að
Nordica væri fyrirtæki sem
keypti inn vörur fyrir Baug í
Bandaríkjunum og að forráða-
maðurinn væri Jón Gerald Sullen-
berger. Fréttablaðið vitnaði
einnig til fundargerðar frá stjórn-
arfundi í Baugi í febrúar árið 2002
þar sem óttinn sveif yfir vötnum.
Fram hefur komið hjá einstök-
um stjórnarmönnum í fjölmiðlum,
svo sem Guðfinnu Bjarnadóttur,
rektor Háskólans í Reykjavík, að
óttinn við aðgerðir forsætisráð-
herra hafi ekki snúist um annað
en það sem Davíð Oddsson sagði á
Alþingi, þar sem hann gaf sterk-
lega til kynna að til greina kæmi
að skipta Baugi upp í því ljósi að
60 prósenta hlutdeild á matvöru-
markaði væri alltof há. Þetta er
afar einkennileg staðhæfing í því
ljósi að Tryggvi Jónsson, aðstoð-
arforstjóri Baugs, talaði á undan
Guðfinnu og gerði þá sérstaklega
grein fyrir Nordica, sem hann
sagði að ætti í litlum viðskiptum
við Baug. Engin rök eru til þess að
Tryggvi færi að ræða sérstaklega
um Nordica á fundinum af öðrum
ástæðum en þeim að búið var að
reifa það nafn í tengslum við
meintar hótanir forsætisráðherra.
Þorgeir Baldursson, forstjóri
Prentsmiðjunnar Odda, tók til
máls á eftir Guðfinnu og lýsti því
að valdamikið fólk í viðskiptalíf-
inu hefði áhyggjur af framgöngu
forsætisráðherra. Stjórnarmenn-
irnir Jón Ásgeir Jóhannesson, Jó-
hannes Jónsson og Hreinn Lofts-
son hafa síðan staðfest það opin-
berlega að óttinn við aðgerðir for-
sætisráðherra hafi komið í kjölfar
þess að Hreinn lýsti Lundúna-
fundinum og orðum forsætisráð-
herra um Nordica og Baugsfeðga.
Varnarræða um mútur
Eftir að fréttin birtist á laugar-
dag þagði forsætisráðherra í tvo
sólarhringa. Síðan kom hann fram
í útvarpsviðtali og hjó þar á báðar
hendur í varnarræðu sinni. Um
kvöldið mætti Davíð í spjallþætt-
ina Ísland í dag og Kastljós, þar
sem hann bar til baka að hann
hefði minnst á Jón Gerhard Sull-
enberger. Reyndar hafði Sullen-
berger sjálfur verið kallaður til
vitnis um það í fréttatímum ríkis-
fjölmiðlanna á sunnudagskvöld að
Davíð hefði ekki haft hugmynd
um tilvist hans!
En Lundúnafundurinn hélt
áfram að vera aðalmál fjölmiðla
og margir hjuggu eftir því í varn-
arræðum forsætisráðherra að
hann sagði Hrein Loftsson hafa
sagt sér á einkafundinum í
London að Jón Ásgeir Jóhannes-
son, forstjóri Baugs, hefði ýjað að
því að múta sjálfum forsætisráð-
herra með 300 milljónum króna.
Hreinn Loftsson kom þá fram í
fjölmiðlum og sagði að þarna væri
aðeins hálf sagan sögð því hann
hefði verið að vara forsætisráð-
herra við kjaftasögum og nefnt að
sú svarta saga væri í gangi að
Kári Stefánsson og Íslensk erfða-
greining hefðu gefið forsætisráð-
herra 300 milljónir króna til að
tryggja góðvild hans. Í því sam-
hengi hefði Jón Ásgeir sagt í hálf-
kæringi að réttast væri að gera
það sama og borga Davíð 300
milljónir króna til að fá frið fyrir
honum. Jón Ásgeir hefur sagt að
hann muni stefna forsætisráð-
herra fyrir meiðyrði vegna þessa.
Sullenberg kærir
Hrein og Davíð greinir helst á
um það hvort Jón Gerald hafi ver-
ið nefndur. Í ágústmánuði síð-
astliðnum réðst lögreglan til inn-
göngu í Baug á grundvelli kæru
Jóns Geralds, sem þá var skjól-
stæðingur Jón Steinars Gunn-
laugssonar lögmanns. Þá fyrst
segir forsætisráðherra að hann
hafi heyrt minnst á Sullenberger.
En hann hefur þó staðfest að á
Lundúnafundinum hafi hækkun í
hafi borið á góma. Samkvæmt frá-
sögn Davíðs í Kastljósi Sjónvarps-
ins á mánudagskvöldið er stutt í
Jón Gerald Sullenberger og Nord-
ica.
„...Ég hafði heyrt um það að
slíkar vörur, menn flyttu þetta inn
sjálfir, menn skömmtuðu sér
heildsöluverðið. Jafnvel létu fyr-
irtæki í eigin nafni eða sem þeir
ættu í annarra manna nafni, selja
þetta heim, tækju af því háa vexti
og svo framvegis. Og reyndar
vissi maður að slík mál hefðu ver-
ið til afgreiðslu hjá skattinum og
þess háttar...,“ sagði Davíð.
Davíð hefur staðfastlega þrætt
fyrir að hafa nefnt Jón Gerald
Sullenberger eða fyrirtæki hans
Nordica svo sem Hreinn vitnaði
til eftir heimkomuna. Í Kastljós-
viðtalinu sagði Davíð frá óform-
legri verðkönnun sem hann gerði
á vínberjum í Mayfair, einu
dýrasta hverfi London.
„...Steinlaus vínber í þessari
dýru verslun kostuðu 500 eða 600
krónur á meðan þau kostuðu 1.100
krónur í mörkuðum heima. Og ég
spurði kaupmanninn að því hvort
hann væri nýbúinn að lækka eftir
jólin..,“ sagði Davíð að hann hefði
sagt Hreini Loftssyni.
„Ég sagðist hafa heyrt um það
sögur sem mér þættu trúverðugar
og vildi heyra aðeins hljóðið,“
sagði Davíð í viðtalinu við Kast-
ljós en þrætti enn einu sinni fyrir
Sullenberger: „Vandamálið var
það að Sullenberger hafði ég
aldrei heyrt nefndan...,“ sagði
Davíð m.a. en í því samhengi má
nefna að Hreinn sagði að ráðherr-
ann hefði talað um Jón Gerhard.
Eftir stendur að upphafsfréttin
stendur algjörlega óhögguð og
hvergi hefur verið hrakið eitt orð.
Helstu stjórnendur stórfyrirtæk-
isins Baugs óttuðust að Davíð
Oddsson forsætisráðherra myndi
með einhverjum ráðum skaða fyr-
irtækið.
rt@frettabladid.is
VIÐSKIPTI Stjórnarmennirnir Þor-
geir Baldursson, framkvæmda-
stjóri Prentsmiðjunnar Odda hf.,
og Guðfinna S. Bjarnadóttir,
rektor Háskólans í Reykjavík,
sögðu sig í gær úr stjórn Baugs.
Þetta var tilkynnt á aukafundi í
stjórn félagsins.
Þorgeir hættir í kjölfar þess
að Fréttablaðið birti úrdrátt úr
fundargerð stjórnar Baugs frá
því í febrúar 2002 þar sem hann
lýsti því að valdamiklir einstak-
lingar í viðskiptalífinu hefðu
áhyggjur vegna framgöngu Dav-
íðs Oddssonar forsætisráðherra.
Á sama fundi var fært til bókar
að Guðfinna taldi að þrátt fyrir
að forsætisráðherra væri valda-
mikill þá styddi almenningur
Baug.
Í yfirlýsingu Þorgeirs og Guð-
finnu í gær segir: „Við höfum í
dag sagt okkur úr stjórn Baugur
Group hf. (Baugs). Ástæðan er sá
alvarlegi trúnaðarbrestur sem
orðið hefur innan stjórnarinnar í
kjölfar birtingar Fréttablaðsins
sl. laugardag á trúnaðarupplýs-
ingum stjórnar. Trúnaður og heil-
indi eru forsendur fyrir sam-
starfi manna, hvort sem er í
stjórn fyrirtækja eða á öðrum
vettvangi. Bresti sá trúnaður eru
ekki lengur forsendur fyrir sam-
starfi og því treystum við okkur
ekki til að starfa áfram í stjórn-
inni. Við hörmum þær erfiðu að-
stæður sem upp hafa komið, þær
geta ekki þjónað hagsmunum
neins, allra síst hluthafa Baugs.
Með þessari ákvörðun erum
við ekki að taka afstöðu til neins
annars en þess trúnaðarbrests
sem orðið hefur og þess hvort við
getum sætt okkur við að starfa
við slíkar aðstæður.
Baugur er öflugt fyrirtæki
sem hefur yfir að ráða miklum
fjölda frábærra starfsmanna
bæði hér heima og erlendis. Við
óskum fyrirtækinu og starfs-
mönnum þess velfarnaðar á kom-
andi árum,“ segir í yfirlýsingu
þeirra Guðfinnu og Þorgeirs.
Hreinn Loftsson, stjórnarfor-
maður Baugs, segir söknuð af
þeim úr stjórninni. ■
Frá fokheldu að fullbúnu
Sími 897-7258, www.uppsprettan.is
Þorgeir og Guðfinna:
Hætta í stjórn Baugs
DAVÍÐ ODDSSON
Stjórnarmenn höfðu
áhyggjur vegna
óvildar hans í garð
fyrirtækisins.
HREINN
LOFTSSON
Lýsti því að menn
skyldu vera á verði
vegna Davíðs.
Davíð og Hreinn:
Ólíkar
fullyrðingar
Sammála
Hreinn og Davíð eru sammála um
að þeir hittust í London 26. janúar
2002.
Ósammála
Hreinn heldur því fram að Davíð
hafi nefnt „Jón Gerhard“ og fyr-
irtækið Nordica í sambandi við
sögur um að eitthvað misjafnt
væri á seyði hjá Baugi. Davíð
neitar því að hafa á þessum tíma-
punkti heyrt nafn Jóns Geralds
Sullenberger eða vitað nokkuð
um hann. Hann hafi fyrst heyrt
hann nefndan eftir lögregluað-
gerðir gegn Baugi vegna kæru
hans.
Ósammála
Davíð segir Hrein hafa sagt að
Jón Ásgeir Jóhannesson, for-
stjóri Baugs, hefði sagt við sig að
greiða þyrfti forsætisráðherra
300 milljónir svo hann léti af
ímyndaðri andstöðu við fyrirtæk-
ið. Hreinn segist hafa svarað for-
sætisráðherra, vegna þeirra
sögusagna sem hann bar fram
um Baug, að sögur væru í gangi
um að forsætisráðherra hefði
fengið 300 milljónir frá Íslenskri
erfðagreiningu. Þá hefði hann
sagt að Jón Ásgeir hefði sagt að
réttast væri að láta Davíð hafa
300 milljónir til þess hann léti
Baug í friði. Hann hefði tekið
skýrt fram við Davíð að þessi orð
væru sögð í hálfkæringi.
Ósammála
Davíð segir að Hreinn hafi tjáð
sér að í sambandi við umræður
um að bera fé á forsætisráðherra
hafi Hreinn tjáð sér að á þeirri
stundu hafi hann ákveðið að hætta
sem stjórnarformaður Baugs.
Hreinn segir þetta alrangt. Marg-
ar ástæður hafi legið á bak við þá
ákvörðun sína.
Ósammála
Davíð segir Illuga Gunnarsson
hafa verið viðstaddan fund þeirra
Hreins í London. Illugi staðfestir
frásögn Davíðs. Hreinn segir Ill-
uga hafa snætt með þeim kvöld-
verð, en ekki verið á tveggja til
þriggja tíma löngum fundi þeirra
fyrr um daginn á hótelherbergi
Davíðs, þar sem þau mál sem þá
greinir á um voru rædd.
Ósammála
Hreinn segist hafa tilkynnt Davíð
þegar þeir hittust í London að
hann hygðist segja af sér sem for-
maður framkvæmdanefndar um
einkavæðingu. Davíð segir að af-
sögn Hreins þremur dögum síðar
hafi komið sér á óvart.
Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur svarið af sér Jón Gerald Sullen-
berger en viðurkenndi þó að hafa rætt við Hrein Loftsson um erlend
fyrirtæki sem hækkuðu vöruverð.
Eftirmálar
Lundúnafundar
VÍNBER
Vínberin í London þóttu mun ódýrari
en á Íslandi.
FRÉTTASKÝRING
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI