Fréttablaðið - 08.03.2003, Side 11

Fréttablaðið - 08.03.2003, Side 11
11LAUGARDAGUR 8. mars 2003 ÍÞRÓTTIR UM HELGINA LAUGARDAGUR 12.15 Sýn Skoski boltinn. Bein útsending frá leik erkifjendanna Celtic og Rangers. 12.25 Sjónvarpið Formúla 1. Upptaka frá tíma- töku. 14.00 Reykjaneshöllin Keflavík og Stjarnan eigast við í deildarbikarkeppni karla í fót- bolta. 14.25 Sjónvarpið Þýski fótboltinn. Bein útsend- ing frá leik í þýsku úrvalsdeild- inni. 14.30 Ásgarður Stjarnan og Fram eigast við Esso-deild kvenna í handbolta. 14.45 Stöð 2 Enski boltinn - Bein útsending frá leik Ipswich Town og Stoke. 16.00 Reykjaneshöllin Þróttur R. og Grindavík eigast við í deildarbikarkeppni karla í fótbolta. 16.00 Höllin Akureyri Þórsarar taka á móti Vals- mönnum í Esso-deild karla í handbolta. 16.00 KA-heimilið KA/Þór og Valur eigast við Esso-deild kvenna í handbolta. 16.20 Sjónvarpið Íslandsmótið í handbolta. Bein útsending frá leik í Esso-deild karla. 16.30 Austurberg ÍR-ingar taka á móti Selfyssing- um í Esso-deild karla í hand- bolta. 16.30 Víkin Víkingur tekur á móti Haukum í Esso-deild kvenna í handbolta. 17.00 Sýn Enski boltinn. Bein útsending frá leik Arsenal og Chelsea. 20.00 Sýn Bein útsending frá hnefaleika- keppni í Hannover í Þýska- landi. Á meðal þeirra sem mætast eru þungavigtarkapp- arnir Wladimir Klitschko og Corrie Sanders. 21.00 Skjár 1 Ísland mætir Dönum í boxi. 2.35 Sjónvarpið Formúla 1. Bein útsending frá kappakstrinum í Melbourne í Ástralíu. SUNNUDAGUR 11.15 Sýn Enski boltinn. Bein útsending frá leik Sheffield United og Leeds. 12.55 Sjónvarpið Upptaka frá kappakstrinum sem fram fór í nótt. 13.40 Sýn Enski boltinn. Bein útsending frá leik Watford og Burnley. 15.55 Sýn Enski boltinn. Bein útsending frá leik Southampton og Wol- verhampton Wanderers. 18.00 Sýn NBA. Bein útsending frá leik New York Knicks og Wash- ington Wizards í NBA-deildinni í körfubolta. 18.30 Fífan FH-ingar mæta Víkingum í deildarbikarkeppni karla í fót- bolta. 20.00 Egilshöll KR og ÍA eigast við í deildar- bikarkeppni karla í fótbolta. 20.30 Sýn NBA. Bein útsending frá leik Los Angeles Lakers og Phila- delphia 76ers. Steve Finnan, leikmaður Fulham: Á leið til Liverpool? FÓTBOLTI Liverpool er á höttunum eftir Íranum Steve Finnan, hægri bakverði Fulham. Talið er að fé- lagaskiptin geti átt sér stað í sumar. Finnan, sem er 26 ára, hefur staðið sig vel með Fulham á leiktíðinni. Einnig er talið að Damien Duff, leikmaður Blackburn, sé á óskalista Gerard Houllier, knatt- spyrnustjóra Liverpool. Houllier vill sókndjarfara Liverpool-lið og eru þessi hugsanlegu félaga- skipti hluti af þeim fyrirætlun- um. ■ Íslendingaliðið Stoke hefurfengið Mark Crossley, mark- vörð Middlesbrough, að láni í annað sinn á stuttum tíma. Um eins mánaðar langan samning er að ræða. Crossley, sem er 33 ára, kemur beint inn í byrjunarlið Stoke gegn Ipswich í dag. Úlfar Hinriksson hefur veriðráðinn þjálfari U-21 landsliðs kvenna næstu tvö árin. Hann verður einnig aðstoðarmaður Helenu Ólafsdóttir, þjálfara A- landsliðs kvenna. FÓTBOLTINBA-deildin: Enn tapar New Jersey KÖRFUBOLTI Tim Duncan og Tony Parker skoruðu 21 stig hvor fyrir San Antonio Spurs, sem vann New Jersey með 92 stigum gegn 78 í NBA-deildinni í fyrrinótt. Lið New Jersey hefur leikið illa upp á síðkastið og var þetta fimmta tap liðsins í síðustu sex leikjum. Jason Kidd, leikmaður New Jersey, sem talið er að fari til San Antonio í sumar eftir að samning- ur hans rennur út, skoraði aðeins 11 stig fyrir lið sitt. Allen Iverson skoraði 36 stig þegar Philadelphia 76ers vann Portland Trailblazers 88:60. ■ KIDD Jason Kidd átti slakan leik með New Jersey Nets í fyrrinótt.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.