Fréttablaðið - 08.03.2003, Qupperneq 12
12 8. mars 2003 LAUGARDAGUR
Guðjón Arnar Kristjánsson, eðaAddi Kitta Gauj, eins og hann
er kallaður af vinum og fjölskyldu,
er fæddur 5. júlí á sjálfu lýðveldis-
árinu. Hann er Vestfirðingur í húð
og hár og þó að hann starfi nú í höf-
uðborginni og búi í Mosfellsbæn-
um ásamt eiginkonu sinni,
Maríönnu Barböru Kristjánsson,
kíkir hann reglulega út um þak-
gluggann til að gá til veðurs eins
og tíðkast úti á landi. Þá horfir
hann á norðurhimininn í átt til
heimahaganna, Hornstranda.
„Nágrannarnir halda eflaust að
ég sé að njósna um þá en það er
öðru nær,“ segir Guðjón og hlær.
Guðjón hóf sjómennsku 14 ára
gamall og varð skipstjóri 24 ára.
Óhætt er að segja að í 20 ár hafi
hann verið ein mesta aflakló lands-
ins. Þegar hann hætti sjómennsk-
unni fékk hann gamalt spilhand-
fang að gjöf frá fyrrum skipverj-
um sínum á togaranum Páli Páls-
syni og á það var ritað á silfur-
skjöld 77.420 tonn. Það var aflinn
sem hann dró að landi.
Guðjón segir að sjómennskan
hafi oft verið strembin en í vor,
rúmu ári áður en hann verður sex-
tugur, fer hann kannski í erfiðasta
túrinn. Hann þarf að fiska mörg
þúsund atkvæði fyrir Frjálslynda
flokkinn til þess að ná manni eða
mönnum á þing.
Kvótakerfið hefur
róandi áhrif
Guðjón er með skrifstofu að
Vonarstræti 12, gegnt Ráðhúsi
Reykjavíkur. Þetta er gamalt hús
og það brakaði vinalega í stiganum
á leiðinni upp á þriðju hæð, þar
sem skipstjórinn er með skrif-
stofu. Dyrnar stóðu opnar og bak
við skrifborðið, sem var þakið
pappírum þannig að hvergi glitti í
sjálft borðið, sat Guðjón við tölvu.
Í fyrstu fannst blaðamanni
Fréttablaðsins þessi litla skrifstofa
ekki hæfa þessum mikla manni, en
hann útskýrði að hún væri eins og
flokkurinn frekar smá, en samt
mjög góð. Hver einasta hirsla var
nýtt og gott betur en það. Á mið-
stöðvarofninum voru meira að
segja geymdar möppur í stöflum.
Blaðamaðurinn hugsaði með sér að
enginn annar en eigandinn sjálfur
rataði um þetta pappírsvölundar-
hús. Á veggjum skrifstofunnar
voru þrjú málverk af Snæ-
fellsjökli, en það sem vakti
kannski mestu athyglina var gam-
alt fréttaviðtal úr Degi sáluga við
Kristján Ragnarsson, fyrrverandi
formann Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna. Fyrirsögnin
var „Kvótakerfið hefur róandi
áhrif“. Guðjón varð brosleitur þeg-
ar hann sá blaðamanninn lesa við-
talið og sagðist ekki hafa getað
staðist freistinguna að hengja
fréttina upp, enda fyrirsögnin
óborganleg. Guðjón og Kristján
elduðu oft grátt silfur saman þegar
Guðjón var formaður Farmanna-
og fiskimannasambandsins.
Kallaður Addi Kitta Gauj
Guðjón fæddist á Ísafirði og er
ættaður af Hornströndum og ólst
upp á Ísafirði ásamt átta systkin-
um. Móðir hans, Jóhanna Jakobs-
dóttir, kom frá Reykjarfirði en
Kristján Sigmundur Guðjónsson,
faðir hans, úr Skjaldabjarnarvík.
„Þetta var bændafólk, sjósókn-
arar, smiðir og fuglatekjumenn í
bland,“ segir Guðjón. „Úr þessu
umhverfi er ég ættaður og ég get
alveg upplýst það að ég finn aldrei
meiri frið en þegar ég kemst norð-
ur á Strandir.“
Eins og áður sagði er Guðjón
kallaður Addi Kitta Gauj af vinum
og fjölskyldu, en hvernig stendur á
því?
„Vestfirðingum er tamt að
tengja menn við ættir þeirra, ým-
ist í móður- eða föðurætt,“ segir
Guðjón. „Ég á til dæmis ágætis
vini fyrir vestan sem eru bræður
en annar er kenndur við móður-
ættina og hinn við föðurættina.
Faðir minn var aldrei kallaður ann-
að en Kitti Gauj og síðan heiti ég
Guðjón Arnar og var kallaður
Addi. Það lá því beint við að ég yrði
kenndur við föður minn og ég er
því aldrei kallaður annað en Addi
Kitta Gauj. Það fór hins vegar í
verra þegar menn fóru að kalla
elsta son minn, Kristján Andra,
Stjána Adda Kitta Gauj,“ segir
Guðjón brosandi. Auk Kristjáns
Andra á hann fjögur önnur börn og
tvö fósturbörn.
Guðjón hneigðist fljótt að sjó-
mennsku eins og áður sagði.
„Ég var harðákveðinn í því þeg-
ar ég var 16 ára gamall að verða
skipstjóri. Ég hef alltaf haft mjög
gaman af því að fylgjast með líf-
ríkinu og náttúrunni og er náttúru-
unnandi að því leyti til. Ég er þó
ekki það mikill náttúruunnandi að
ég vilji stoppa verklegar fram-
kvæmdir eða allavega vil ég leggja
það á vogarskálar. Mér finnst
menn hafa farið svolítið offari í
þessari umhverfisumræðu síðustu
ár og finnst oft skorta á að menn
hafi reynt að draga lærdóm af
þeim framkvæmdum sem þegar
hafa verið gerðar og þeirri um-
ræðu sem átti sér stað í aðdrag-
anda þeirra. Ég veit vel að það er
verið að fórna miklu í náttúrunni
vegna Kárahnjúkavirkjunar, en ég
hef hins vegar ákveðið að styðja þá
framkvæmd.“
Þegar Guðjón var 21 árs stund-
aði hann nám við Stýrimannaskól-
ann í Reykjavík og frá árinu 1968
til 1992 var hann skipstjóri, lengst
af á togaranum Páli Pálssyni ÍS,
sem gerður var út frá Hnífsdal.
„Þetta var yndislegur tími og við
fiskuðum fantavel oft á tíðum.“
Aðspurður segir Guðjón að góð-
ur skipstjóri þurfi að hafa mikla
athyglisgáfu og taka vel eftir því
sem náttúran hafi upp á að bjóða.
Ekki síður þurfi hann að taka eftir
því hvað aðrir geri og vera fljótur
að læra af því. Hann segist ekki
efast um að sú reynsla sem hann
Guðjón Arnar Kristjánsson gefur kost á sér í formannskjöri Frjálslynda flokksins um helgina. Hann er alinn upp á Hornströndum og
byrjaði í sjómennsku 14 ára. Hann á að baki langan feril í verkalýðsbaráttu og veit meira en flestir um kvótakerfið. Honum var ýtt til hliðar
í Sjálfstæðisflokknum og gerðist þingmaður Frjálslynda flokksins 1999.
Þungur róður fram undan
Á SKRIF-
STOFUNNI Í
VONARSTRÆTI
Guðjón hefur
greinilega ýmis-
legt á sinni
könnu. Skrif-
borðið er þakið
pappírum
þannig að
hvergi glittir í
sjálft borðið.
STERKUR Á
VESTFJÖRÐUM
Þrátt fyrir hrakspár náði
Frjálslyndi flokkurinn 18%
fylgi á Vestfjörðum í síðustu
kosningum. Guðjón Arnar
Kristjánsson varð þá í fyrsta
skipti á stjórnmálaferli sínum
kjördæmakjörinn þingmaður.
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/VILH
ELM