Fréttablaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 13
13LAUGARDAGUR 8. mars 2003
Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Prag þann
17. mars. Þú bókar 2 flugsæti, en
greiðir aðeins fyrir 1 og getur
kynnst þessari fegurstu borg Evrópu
á einstökum kjörum. Þú getur valið
um úrval góðra hótela í hjarta Prag
og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar
þjónustu fararstjóra Heimsferða í
Prag allan tímann.
2 fyrir 1 til
Prag
17. mars
frá kr. 19.550*
Skógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Verð kr. 19.550*
Flugsæti til Prag, 17. mars, heim 20. mars.
Almennt verð með sköttum.
*Flug og skattar per mann m.v. að tveir
ferðist saman.
Verð kr. 3.900
Verð fyrir mann, m.v. 2 í herbergi á
Pyramida, per nótt m. morgunmat. Völ
um góð 3 og 4 stjörnu hótel.
Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800.
Fegursta borg Evrópu
Munið Mastercard
ferðaávísunina
hafi öðlast sem skipstjóri hafi
nýst honum á vettvangi stjórn-
mála og í verkalýðsbaráttunni.
Guðjón lét snemma til sín taka í
verkalýðsmálum og árið 1975
varð hann formaður skipstjóra-
og stýrimannafélagsins Bylgjunn-
ar og gegndi því starfi til ársins
1984. Árið 1983 var hann kjörinn
forseti Farmanna- og fiskimanna-
sambandsins og því starfi gegndi
hann allt til ársins 1999.
Ýtt til hliðar í
Sjálfstæðisflokknum
Á heimili Guðjóns var mikið
rætt um stjórnmál. Faðir hans var
virkur þátttakandi í bæjarmálum
og skipti sér líka af landsmálapóli-
tík.
„Ég man eftir mér sem ungum
krakka sitjandi á eldhúskolli hlust-
andi á föður minn og bræður hans
rífast um pólitík. Það var svo
merkilegt að þeir gátu aldrei verið
í sama flokki á sama tíma. Ég hef
stundum hugsað um það í seinni tíð
hvort þeir hafi ekki bara komið sér
upp þessum skoðunum til þess að
hafa eitthvað til þess að rökræða
um í skammdeginu.“
Guðjón byrjaði því snemma að
hlusta á stjórnmálaumræðu en fór
ekki að skipta sér af pólitík fyrr en
eftir 1980.
„Ég var lengi vel sammála föð-
ur mínum og gekk í Sjálfstæðis-
flokkinn rétt eftir 1970. Ég hef
hins vegar aldrei náð því að vera
sammála þessum flokki í sjávarút-
vegsmálum og hafði alltaf sér-
stöðu í því máli. Undir það síðasta
var ég orðinn ansi leiður á því
hversu lítið var hlustað á sjónar-
mið okkar sem vorum á annarri
skoðun heldur en flokkslínan í
kvótamálinu.“
Þótt Guðjón hafi gengið í Sjálf-
stæðisflokkinn fór hann í sérfram-
boð ásamt Sigurlaugu Bjarnadótt-
ur og Halldóri Hermannssyni árið
1983. Það náði hins vegar ekki
fylgi og Guðjón gekk aftur í Sjálf-
stæðisflokkinn nokkrum árum síð-
ar. Hann tók þátt í prófkjöri fyrir
kosningarnar 1991 og varð vara-
þingmaður fyrir Matthías Bjarna-
son til 1995. Fyrir kosningarnar
það ár tók hann aftur þátt í próf-
kjöri og hafnaði í 3. sæti en Ólafur
Hannibalsson var færður upp fyr-
ir hann og því þurfti Guðjón að láta
sér varaþingmannssæti duga. Það
sama var uppi á teningnum í próf-
kjörinu fyrir kosningarnar 1999,
Guðjón náði 3. sætinu en ekki var
sátt í flokknum um að hann héldi
því. Guðjón dregur ekki dul á það
að þessi atburðarás hafi orðið til
þess djúp gjá hafi myndast á milli
hans og flokksins.
„Ég tel að mér hafi verið ýtt til
hliðar vegna þess að menn voru
andvígir skoðunum mínum í kvóta-
málinu. Ég var nokkuð óþægur ljár
í þúfu. Auðvitað voru forystumenn
LÍÚ mjög sáttir við það að mér
skyldi hafa verið ýtt til hliðar. Það
held ég að hafi aldrei verið neitt
launungarmál.“
Guðjón segir að auk þess að
hafa verið ýtt til hliðar eftir próf-
kjör og ólíkra áherslna í kvótamál-
inu hafi honum þótt flokkurinn
vera farinn að halla sér of mikið í
átt að frjálshyggju á síðustu árum
og nefnir sem dæmi gælur flokks-
ins við markaðsvæðingu í heil-
brigðis- og menntamálum. Allt
þetta hafi orðið til þess að hann
sagði sig úr flokknum fyrir fjór-
um árum.
Þurfum ekki fleiri
Hornstrandir
Þegar litið er á bakgrunn Guð-
jóns kemur ekki á óvart að sjávar-
útvegsmál skipi stóran sess í lífi
hans.
„Ég lít svo á að sjávarútvegs-
málin í heild sinni séu eitt mesta
byggðamál sem er til umræðu í
þjóðfélaginu,“ segir Guðjón og er
greinilega töluvert niðri fyrir. „Ég
er á þeirri skoðun að verðmæti Ís-
lands til framtíðar byggi ekki síst á
því að halda þessu landi í byggð ef
við ætlum að selja það sem ferða-
mannaland. Til þess þarf bæði að
breyta kvótakerfinu og landbúnað-
arkerfinu. Mér finnst við ekki
þurfa fleiri Hornstrandir til að
rölta um. Þegar við tókum upp
þetta framseljanlega kvótakerfi
árið 1990 myndaði ég mér þá skoð-
un að við værum að fara í algjör-
lega vitlausa átt. Í janúar þetta ár
spáðum við (Farmanna- og fiski-
mannasambandið) því að þetta
myndi valda byggðaröskun, tekju-
skiptingu og ósætti með þjóðinni
og ég hef stundum kallað þetta
tímamótaviðvörun. Þetta hefur allt
gengið eftir en því miður var allt
of mikið af lokuðum eyrum í þessu
þjóðfélagi á þessum tíma.“
Guðjón er enn að berjast við að
opna eyru almennings fyrir þeirri
mismunun sem hann segir að nú-
verandi kvótakerfi leiði af sér. Nú
er hann hins vegar á nýjum vett-
vangi. Fyrir kosningarnar 1999,
þegar Guðjón hafði sagt sig úr
Sjálfstæðisflokknum og ákveðið að
draga sig í hlé frá stjórnmálum,
höfðu forsvarsmenn Frjálslynda
flokksins, undir forystu Sverris
Hermannssonar, samband við
hann og báðu hann að leiða flokk-
inn á Vestfjörðum. Það gerði hann
og þrátt fyrir hrakspár náði flokk-
urinn 18% fylgi á Vestfjörðum og
varð Guðjón kjördæmakjörinn
þingmaður í fyrsta skiptið á sínum
stjórnmálaferli. Sverrir komst á
þing sem uppbótarþingmaður.
Þess ber að geta að þegar Guðjón
tók við formennsku í Bylgjunni
árið 1975 tók hann við af Halldóri
Hermannssyni, bróður Sverris.
„Það veit enginn sína ævina fyrr
en öll er,“ segir Guðjón, en líklegt
er að hann taki við formennsku í
Frjálslynda flokknum af Sverri nú
um helgina.
Guðjón segir að sér hafi gengið
vel að vinna með Sverri en að-
spurður hvort þeir séu líkir að ein-
hverju leyti segir hann: „Tja, eigi
veit ég það nú. Sverrir er náttúr-
lega af eldri skóla en ég og hann er
karl sem hefur oft fengið að ráða
miklu. Sem forseti í Farmanna- og
fiskismannasambandinu lagði ég
aftur á móti mikla áherslu á sam-
starf og samstöðu. Ég er því ekk-
ert viss um að ég og Sverrir höfum
alveg sömu stjórnunaráherslurnar,
en það er bara eins og það er. Menn
eru misjafnir.“
Ótti við ímyndaða hönd
Guðjón er bjartsýnn á gengi
Frjálslynda flokksins í kosningun-
um í vor þrátt fyrir mikla skoðana-
kannanabrælu. Hann segir að
flokkurinn muni ekki lifa það ef
hann nái ekki manni inn á þing, en
hann óttist það ekki.
„Eitt er víst og það er að skoð-
anakannanir byggja ekki á full-
komnum vísindum. Okkur var eng-
um manni spáð fyrir þingkosning-
arnar 1999 og ekki heldur fyrir
borgarstjórnarkosningarnar í
fyrra, en annað kom nú í ljós. Við
verðum auðvitað vör við það í
flokknum að margir sem styðja
okkur vilja ekkert vera að segja
frá því. Ég veit ekki hvort það á að
kalla það ótta við einhverja ímynd-
aða hönd hérna í þjóðfélaginu,“
segir Guðjón sposkur á svip. „Ég
kvíði því ekki að við náum ekki
manni inn á þing. Ég er alveg 100%
sannfærður um að við munum
brjóta þennan 5% múr sem þarf til
að eiga rétt á uppbótarþingmanni.
Ég er sjálfur sannfærður um að
við náum inn kjördæmakjörnum
manni. Við fengum 7 þúsund at-
kvæði í síðustu kosningum og ef
við fáum 10 þúsund núna þá sýnist
mér að við fáum fjóra menn inn á
þing.“
Ekki eins málefnis flokkur
Því hefur oft verið haldið fram
að Frjálslyndi flokkurinn sé eins
málefnis flokkur, kvótamálið sé
eina baráttumálið. Guðjón þver-
tekur fyrir þetta.
„Við erum hins vegar afar stolt
af því að hafa tekið þetta sjávarút-
vegsmál upp á okkar arma og við-
haldið umræðu um það inni á Al-
þingi. Við eru þeirrar skoðunar að
ef við hefðum ekki gert það hefði
umræðan um sjávarútvegsmál
orðið allt önnur. Það að stjórnar-
andstöðuflokkarnir, Samfylkingin
og Vinstri grænir, skuli báðir vera
búnir að taka það upp að það verði
að breyta út af þessu kerfi er með-
al annars vegna þess að við höfum
verið svo grjóthörð á því að þetta
geti ekki gengið svona eins og
þetta er.“
Auk áherslna í sjávarútvegs-
málum segir Guðjón að flokkurinn
leggi mikla áherslu á landbúnaðinn
því hann skipti ótrúlega miklu fyr-
ir framtíðina og skapa verði skil-
yrði fyrir endurnýjun í greininni.
Auk þessa séu fjöldamörg önnur
mál sem flokkurinn leggi áherslu á
eins og velferðar-, mennta-, heil-
brigðis- og samgöngumál.
„Það var aldrei skrifað í stjörn-
urnar að það yrði dans á rósum að
búa á Íslandi. Íslendingar verða
að gera sér grein fyrir því að í
stóru landi verður dýrt að búa.
Það er dýrt að búa hér til gott
vegakerfi. Ég er reyndar þeirrar
skoðunar að við eigum ekki að
spara mikið við okkur í vegakerf-
inu og búa frekar til jarðgöng en
að halda áfram að baksa þetta yfir
fjöllin. Jarðgöng eru varanleg
lausn, til mörg hundruð ára von-
andi, og því mun arðbærari en
vegir yfir hálendið.“
Guðjón segir Frjálslynda
flokkinn líka vilja gera skurk í
skattamálum. Hækka verði per-
sónuafsláttinn um 20 þúsund
krónur og til þess að koma til
móts við það mætti alveg hækka
fjármagnstekjuskattinn upp í
15% eða hátekjuskattinn aftur
upp í 7%. Hann segir að búið sé að
hliðra til skattalega fyrir fyrir-
tækjum landsins. Nú sé komið að
fólkinu.
Í lok viðtalsins spurði blaða-
maður Fréttablaðsins hvað Guð-
jóni fyndist um stjórnmálaumræð-
una síðustu daga, þ.e. deilu Baugs,
Davíðs Oddssonar forsætisráð-
herra og Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur, talsmanns Samfylk-
ingarinnar.
„Mér finnst alveg ömurlegt að
horfa upp á þetta og ætla að láta
öðrum eftir að vera í einhverju
persónulegu skítkasti. Það verður
hins vegar að krefjast þess að öll
fjármál stjórnmálaflokka verði
opnuð, fólkið á rétt á því. Ég er til-
búinn að taka þátt í málefnalegum
umræðum hvenær sem er.“
trausti@frettabladid.is
EKKI EINS MÁLEFNIS FLOKKUR
Því hefur oft verið haldið fram að Frjálslyndi flokkurinn sé eins málefnis flokkur,
kvótamálið sé eina baráttumálið. Guðjón þvertekur fyrir þetta.
Auðvitað voru
forystumenn LÍÚ
mjög sáttir við það
að mér skyldi hafa verið
ýtt til hliðar. Það held ég
að hafi aldrei verið neitt
launungarmál.
,,