Fréttablaðið - 08.03.2003, Qupperneq 16
Mér líst mjög vel á þetta og ég ermjög spenntur. Það er búið að
gjörbylta reglunum í Formúlunni
og það kemur til með að breyta allri
framsetningu á dæminu í heild
sinni,“ segir Gunnlaugur.
„Þetta skapar hausverk fyrir þá
sem stjórna liðunum, hvernig þeir
ætla að haga undibúningi og leik-
skipulagi í keppninni sjálfri. Það
eru líkur á því að efnaminni liðin og
óreyndari ökumenn geti staðið sig
betur en ella.“
Miklar breytingar hafa verið
gerðar á reglum keppninnar fyrir
þetta keppnistímabil. Að sögn
Gunnlaugs er stærsta breytingin sú
að í tímatöku fá menn einungis eitt
tækifæri til að ná besta rás-
tímanum í stað fjögurra áður.
„Eftir að tímatöku lýkur
mega menn ekki bæta bens-
íni á tankana þannig að þeir
verða að reikna út hvernig
þeir vilja hafa bílinn bæði í
tímatökunni og í keppninni
sjálfri. Þeir geta ekki stillt
bílunum sérstaklega upp
fyrir tímatökuna, tekið þá
svo alla í gegn, breytt þeim,
sett bensín á og komið svo í
raun með annan bíl í sjálfri
keppninni. Þetta ætti að
jafna leikinn mjög mikið,“ segir
Gunnlaugur.
Gunnlaugur telur að það lið sem
beitir hvað mestri herkænsku muni
ná bestum árangri í keppninni. „Í
rauninni er þetta mjög flókið og ég
held að það taki liðin tvö til fjögur
mót að átta sig á því hvern-
ig er best að haga skipulag-
inu.“
Gunnlaugur spáir núver-
andi meisturum Ferrari,
McLaren og Williams bestu
gengi á þessu keppnistíma-
bili. „Síðan hafa nýir liðs-
menn Jaguar verið að koma
þeim á kortið á æfingum í
vetur. Jordan er með nýja
Ford-vél sem hefur skilað
þeim vel áfram og svo er
Toyota með mjög sterka
ökumenn. Þeir eru með
meistara úr bandarísku mótaröð-
inni frá því í fyrra sem heitir Crist-
iano da Matta. Ég held að hann geti
komið mönnum á óvart. Hann hefur
ekki ekið á mörgum brautum en
hann er mjög stöðugur ökumaður
og vann sjö mót í Bandaríkjunum í
fyrra í mótaröð sem er sambærileg
við Formúluna.“
Gunnlaugur á von á heimsmeist-
arnum Michael Schumacher sterk-
um sem endranær. „Þetta er frá-
bær ökumaður en hann hefur sjálf-
ur ekki trú á að það verði aftur sú
einstefna sem var í fyrra. Ég á von
á mun jafnari keppni en í fyrra
enda þarf Formúlan á því að
halda.“
freyr@frettabladid.is
16 8. mars 2003 LAUGARDAGUR
Upplýsingar í síma 561 8585 og á www.gauilitli.is
Allt þetta er innifalið:
Yogaspuni 3 til 5 sinnum í viku, vikuleg vigtun, fitumæling,
ummálsmælingar, ítarleg kennslugögn með mataruppskriftum,
matardagbókum og leiðbeiningar varðandi fæðuval, eftirlit með mataræði,
frír einkaþjálfari í tækjasal, fræðsludagur, vatnsbrúsi, bolur, vegleg verðlaun.
Vikuna 10. – 15. mars
Samanlagt höfum við misst 40 kg á 8 vikum
Þetta getur þú líka!
hefjast í World Class hin vinsælu 8-vikna
aðhaldsnámskeið Gauja litla á aðeins 14.500 kr.
Ný námskeið með breyttum áherslum.
Í boði eru morgun- og kvöldtímar.
Frír prufutími. Fagmennska í fyrirrúmi.
Arthur
-14,9 kg
Sigurjón
-11,7 kg
Anna
-13,4 kg
Fyrsti kappaksturinn í
Formúlu 1 hefst í Ástr-
alíu í nótt. Gunnlaugur
Rögnvaldsson, umsjón-
armaður Formúlu 1 í Rík-
issjónvarpinu, á von á
jafnari keppni en áður.
Herkænskan í fyrirrúmi
SCHUMACHER
Michael Schumacher segist alltaf vera jafn
hungraður í sigur í Formúlunni.
Michael Schumacher:
Fæddur fyrir
Formúluna
Þjóðverjinn MichaelSchumacher, sem er fimmfald-
ur heimsmeistari í Formúlu 1, seg-
ist alltaf vera jafn hungraður í sig-
ur. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá
hef ég tekið þátt í kappakstri í um
þrjátíu ár og ég hef aldrei átt í
vandræðum með að ná upp réttu
stemningunni fyrir mót. Stundum
fæ ég það á tilfinninguna að ég sé
fæddur til að stunda þessa íþrótt.
Hvert einasta skipti er sérstakt.
Það grípur mann heljartökum og
hefur alltaf hvetjandi áhrif á mig,“
segir Schumacher. „Hugsanlegur
sjötti heimsmeistaratitill er ekki sú
aukahvatning sem ég hugsa um og
að tala um það núna áður en tíma-
bilið hefst er ekki við hæfi.“
Þrátt fyrir að vera margfaldur
heimsmeistari segist Schumacher
alltaf finna fyrir ákveðnu stressi
þegar hann undirbýr sig fyrir
kappakstur á borð við þann sem
hefst í nótt. „Á ákveðinn hátt er ég
alltaf kvíðinn fyrir kappakstur, sér-
staklega í upphafi keppnistímabils-
ins. Þú veist aldrei hvað gerist á
nýju ári því í Formúlu 1 geta hlut-
irnir breyst mjög hratt. Að leyfa
sér að finna til öryggis í upphafi
leiktíðar er fyrsta skrefið í ranga
átt.“ ■
BARRICHELLO
Rubens Barrichello, ökuþór hjá
Ferrari, varð fyrstur í fyrri hluta tíma-
tökunnar í gær.
Tímatakan í Formúlu 1:
Barrichello
fyrstur
Rubens Barrichello, ökuþór hjáFerrari, varð fyrstur í fyrri
hluta tímatökunnar fyrir Formúlu
1 kappaksturinn í Melbourne sem
hefst í nótt. Heimsmeistarinn
Michael Schumacher, félagi
Barrichello hjá Ferrari, náði að-
eins fjórða sæti. Barrichello mun
fyrir vikið fara síðastur á braut-
ina í síðari hluta tímatökunnar,
sem hefst í dag. Kimi Raikkonen,
ökumaður McLaren, varð í öðru
sæti og Jacques Villeneuve hjá
Bar lenti í því þriðja. ■
GUNNLAUGUR
Gunnlaugur
Rögnvaldsson er
umsónarmaður
Formúlu 1 í Ríkis-
sjónvarpinu.
KEPPNISLIÐIN TÍU OG ÖKUMENN Í FORMÚLUNNI
Ferrari: Michael Schumacher og Rubens Barrichello
Williams: Juan Pablo Montoya og Ralf Schumacher
McLaren: David Coulthard og Kimi Raikkonen
Renault: Jarno Trulli og Fernando Alonso
Sauber: Nick Heidfeld og Heinz-Harald Frentzen
Jordan: Giancarlo Fisichella og Ralph Firman
Jaguar: Mark Webber og Antonio Pizzonia
Bar: Jacques Villeneuve og Jenson Button
Minardi: Justin Wilson og Jos Verstappen
Toyota: Olivier Panis og Cristiano da Matto