Fréttablaðið - 08.03.2003, Síða 28

Fréttablaðið - 08.03.2003, Síða 28
28 8. mars 2003 LAUGARDAGUR LORD OF THE RINGS kl. 4/ 4 í lúxusSPY KIDS 2 kl. 1.40, 3.45 og 5.50 GANGS OF NEW YORK kl. 8 í Lúxus GANGS OF NEW YORK b.i.16 kl. 10.10 I SPY b.i. 12 ára kl. 1.50 og 8 CHICAGO kl. 8 og 10.30 GULLPLÁNETAN m/ísl.tali 1.50 og 3.45 THE RING kl. 5.45, 8 og 10.20 SKÓGARLÍF 2 m/ísl.tali kl. 2, 4 og 6 TWO WEEKS NOTICE 5.50, 8, 10.10Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20 b.i.16.ára kl. 10CATCH ME IF YOU CAN Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. kl. 8 og 10.15THE RING kl. 2 og 6STELLA Í FRAMBOÐI kl. 2 og 4DIDDA OG DAUÐI KÖTTURINN kl. 4 og 8TWO WEEKS NOTICE kl. 2 og 4SKÓGARLÍF 2 m/ísl.tali MAN WITHOUT A PAST kl. 8 og 10 LILJA 4-EVER kl.6 BYE, BYE BLUEBIRD kl. 2 OKAY kl. 4 DETEKTOR kl. 6 NORRÆNIR BÍÓDAGAR Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10 Sýnd í lúxus kl. 5.50, 8 og 10.10 Sýnd kl. 3, 5.40, 8 og 10.20 ■ TÖLVUR Nýja Gameboy Advance-tölv-an frá Nintendo er kubba- laga. Hliðar hennar eru innan við tíu sentímetrar á lengd og um tveir sentímetrar að þykkt. Skjár tölvunnar er baklýstur sem gefur yngstu spilurunum tækifæri að halda áfram að spila í myrkrinu undir sænginni eftir að mamma er búinn að slökkva svefnher- bergisljósin. Hægt er að loka skjánum til þess að vernda skjáinn og þyngd tölvunnar er ekki nema 140 grömm. Hún passar því vel í vasa. „Þessi tölva gjörbreytir öllu,“ fullyrðir Arnar Freyr Böðvarsson 22 ára gamall tölvuleikjaspilari. „Það sem hefur alltaf verið óheillandi við þessar tölvur er að maður þurfti alltaf að spila undir ljósi. Nú er kominn baklýstur skjár. Grafíkin er svipuð og var í stóru Nintendo leikjatölvunum í kringum 1992. Þetta er 32 bita tölva sem er svipað og Playstation var þegar hún kom fyrst. Þessi tölva ræður þó ekki við jafn mikla þrí- víddar graf- ík. Hún er samt frek- ar góð í henni að mínu mati. Það eru eitthvað um 32 þúsund litir og endurhlaðanleg lithium rafhlaða. Þær endast tíu tíma ef ljósið er á, en lengur ef ljósið er af.“ Viðmót tölvunnar er einfalt og minnir um margt á gömlu „Game & Watch“ tölvunnar frá upphafi níunda áratugarins. Þannig ættu þeir sem ólust upp á því að spila „Donkey Kong Jr.“ og „Mario Bros“ að vera í kunnug- legu umhverfi. Í tölvuna virka allir eldri Gameboy leikir sem Arnar segir að séu orðnir um 700 talsins. Venjan hjá Gameboy hefur verið að gefa auðveldari útgáfur af öll- um vinsælustu leikjunum. „Þeir minnka þá niður bæði vegna stærðar hylkjanna og líka að tölvan sjálf ræður ekki við þá grafík sem stóru tölvurn- ar í dag eru að vinna. Game- boy er með einfalda vasa- grafík sem er orðin bara mjög flott miðað við stærð. Þetta er bara spilakassagraf- íkin.“ Helsti keppinautur Game- boy tölvunnar verður líklega gripur sem Nokia og Sega eru að hanna saman. Það verður leikjatölva og farsími í sama apparat- inu. „Sú er flott, en ekki eins öflug og þessi,“ segir Arnar að lokum. Tölvan kemur á markaðinn föstudaginn 28. mars og kemur til með að kosta um 15 þús- und krónur. Hver leikur kostar svo um 4000 krónur. biggi@frettabladid.is Sýnd kl. 1.40 3.45, 5.50, 8 og 10.10 b.i.12 ■ ■ SKEMMTANIR  17.00 Dansað verður í Deiglunni á Akureyri. Að þessu sinni stjórnar DJ Jóna tónlistinni. Tilvalin síðdegisleikfimi fyrir alla fjölskylduna.  22.00 Ríó Tríó með tónleika í Höll- inni í Vestmannaeyjum. Björn Thoroddsen og Gunnar Þórðarson verða með í för.  23.30 Geir Ólafsson og hljóm- sveitin Furstar leikur á Ásláki í Mos- fellsbæ.  23.30 Ball með Írafári á Gauki á Stöng.  24.00 Hljómsveitin Papar stígur á stokk og gerir allt vitlaust á veitinga- staðnum Champions Café. Þetta er í fyrsta skipti sem þeir spila í Grafarvogi.  24.00 Diskódúettinn Þú og ég á Kringlukránni. Hljómsveitin Cadillac hitar upp.  Búdrýgindi, Dr. Gunni og Fræbbbl- arnir verða á Grandrokk í kvöld. Leyni- gestir kvöldsins eru Che Guevara og Osoma.  Stórsveit Ásgeirs Páls sér um dans- stuðið á Gullöldinni.  Sváfnir Sigurðarson spilar á Cata- lína.  Óskar Einarsson trúbador skemmt- ir á Ara í Ögri. Frá öl, pylsu- og lególandi kemuróvænt ferskt töffararokk sem vert er að veita athygli. The Rave- onettes er áhugaverður rokkdúett sem hljómar eins og mótorhjóla- töffarar bandarísku bílabíómynd- anna frá sjötta áratugnum hefðu fundið upp pönkið tveimur áratug- um of fljótt. Tónlistin er greinilega viljandi útsett svona ruslaralega og það fer henni vel. Fyrir vikið verður samlíkingin við The Ramo- nes og Jesus and the Mary Chain óumflýjanleg. Þetta er sem sagt sveit af svipuðu sauðahúsi og ís- lenska sveitin Singapore Sling. Bara melódískari og sérstakri. Í gegnum skerandi gítarhávað- ann renna mjúkar grípandi melódí- ur, sungnar í draugalegum sam- söng þeirra Sune Rose Wagner og Sharin Foo. Lögin eru öll leikin í sömu tóntegund, b moll (eða h-moll samkvæmt íslenskum skólum), sem gerir þau einsleit en um leið auðkennd. Það skemmir í rauninni ekkert fyrir þar sem platan er bara átta laga. Auðvitað er þetta gert viljandi. Vonandi verður næsta plata bara í annarri tóntegund. Sannir rokkáhugamenn eiga eftir að hafa gaman af þessari. Hinir eru bara eftir að kalla þetta „zarg“ og skilgreina þetta í „þet- t’er ekki tónlist“ geirann. Við fáum sem sagt að eiga hana í friði. Birgir Örn Steinarsson Svalir Danir Með spila- kassa í vasanum Í lok mánaðarins kemur á markað ný lófaleikjatölva frá Nintendo í Gameboy- röðinni sem kallast Special Advance. Mikil bylting hefur orðið á lófaleikjatölvun síð- ustu ár og er grafíkin orðin á við leiki spilakassa. hvað?hvar?hvenær? 5 6 7 8 9 10 11 MARS Laugardagur ■ FÓLK S i l fursmíð i • í s lenska v í rav i rk ið Byrjendanámskeið (10 st.) fös. 14. mars kl. 17.30–22 og lau. 15. mars. kl. 9–12.30 Framhaldsnámskeið (10 st.) fau. 15. mars kl. 15–18 og sun. 16. mars kl. 10–14. Leiðbeinendur: Davíð Jóhannesson og Karl Davíðsson gullsmiðir. Verð: 16.000 kr. (efnisgjald innifalið). Kennt er í Fjölbrautaskólanum í Ármúla. Skráning í síma 581 4914 virka daga kl. 9–12 og á vefnum www.framvegis.is Sjóbirtingur - Bleikja Til sölu veiðileyfi í Grenlæk svæði 2 og Steinsmýrarvötnum. Frábært tækifæri fyrir fjölskylduna að fara saman í ódýra og skemtilega veiði á einu besta silungssvæði landsins. Upplýsingar í síma 897-1060 (Hilmar) THE RAVEONETTES: Whip it On Umfjölluntónlist JUWANNA MAN kl. 2 CATCH ME IF YOU CAN kl. 8 kl. 2 og 4DIDDA OG DAUÐI KÖTTURINN Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 GAMEBOY SPECIAL ADVANCED Hægt er að tengja nýju tölvuna við Nin- tendo Gamecube leikjatölvurnar. Þannig geta Gameboy spilarar tengt sig við þá leiki sem eru í gangi á stóru tölvunni. Paul Thomas Anderson: Lenti í slag við dyravörð Leikstjórinn Paul Thomas Ander-son, sem skrifaði og gerði m.a. myndirnar „Magnol- ia“ og „Punch Drunk Love“, lenti í slag á góðgerðarsamkomu í Hollywood. Uppákoman var hin vandræðalegasta fyrir leikstjórann þar sem margir þekktir leikarar voru á staðnum. Atvikið gerðist þegar Adam Sandler var upp á sviði að skemmta. Leikstjórinn hafði ítrekað reynt að fá hljómanninn til þess að hækka styrkinn því fáir heyrðu hvað var að gerast upp á sviði. Loks fauk í hljóð- manninn og fór sem fór. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.