Fréttablaðið - 08.03.2003, Page 36
36 8. mars 2003 LAUGARDAGUR
Ungfemínistar blása til baráttufundar:
Breytingarnar allt
allt allt of hægar
FUNDUR „Við völdum spurninguna:
Vantar fleiri konur á þing eða
fleiri femínista? sem þema vegna
þess að það eru að koma kosning-
ar og okkur finnst þarft að ræða
þetta frekar,“ segir Kristbjörg
Kristjánsdóttir.
Hún er félagi í ungfemínista-
hreyfingunni Bríeti, sem boðar til
mikils fagnaðar og fundahalda á
veitingastaðnum 22 í kvöld í til-
efni af alþjóðlegum baráttudegi
kvenna 8. mars. „Þetta er auðvitað
margslungið mál en að mínu viti
vantar samstöðu meðal kvenna á
þingi um aðgerðir til að bæta
stöðu kvenna og reyndar kynj-
anna beggja. Við hvetjum einnig
karla til þátttöku því þetta er allt
eins mikið baráttumál þeirra.
Bæta þetta í eitt skipti fyrir öll.
Við viljum aðgerðir sem stuðla að
breytingum. Tuggan með að þetta
taki tíma og gerist með kynslóða-
skiptum virkar ekki. Breytingarn-
ar eru allt allt allt of hægar.“
Kristbjörg nefnir sem dæmi
að árið 1961 voru samþykkt lög á
þingi þess efnis að jafna bæri
launamun. Þessar breytingar
áttu að eiga sér stað á árunum
1962 til 1967. Fátt eitt hefur
gerst.
Skemmtun Bríetanna á að stan-
da frá klukkan átta til miðnættis.
Eftir erindi sem Svanfríður Jón-
asdóttir alþingismaður og Hug-
rún Hjaltadóttir flytja tekur rokk-
ið við. „Kvöldið mun verða stút-
fullt af rokkandi baráttukonum
þar sem Rokkslæðan tekur nokk-
ur lög og plötusnældan (plötu-
snúðurinn) Kvennarokk sér um
tónlistina,“ segir Kristbjörg. ■
Pondus eftir Frode Øverli
KRISTBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR
Tuggan um að breytingar taki tíma virkar ekki.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Heyrðu... hvað er
að gerast?
Ég er að
uppskera,
kallinn
minn!
Komdu heim,
elskan!
Ég vil gjarnan sjá þig í
einhverju þægilegra...
eins og engu!
Ha ha! Þú ert
skemmtilegur!
Hvað á ég að
fara úr
miklu?
Eins miklu og
hægt er?
Á ég að halda
áfram, elskan?
Nei... í guðanna
bænum... þetta
er nóg...