Fréttablaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 8. mars 2003 37
LEIÐRÉTTING
NÝJAR BÆKUR
FRÉTTIR AF FÓLKI
* Takmarkaður sætafjöldi.
Sjá nánari upplýsingar á flugfelag.is.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
E
H
F.
/S
IA
.I
S
-F
LU
2
04
73
03
/2
00
3
10. - 16. mars, hvert á land sem er
á 999 kr.* aðra leiðina.
flugfelag.is
Það er alltaf góð tilfinning að eiga ánægjulegt og
áhyggjulaust ferðalag í vændum . Með Flugfélagi Íslands kemstu á skammri
stundu hvert á land sem er - og hefur það notalegt rétt á meðan.
Tískan 2003 á Broadway á morgun:
Keppt í tísku
TÍSKA Hin árlega Íslandsmeistara-
keppni tímaritsins Hár & Fegurð,
„Tískan“, verður haldin á morgun á
Broadway. Keppt verður í eftir-
töldum flokkum: frístælkeppni,
tískulínukeppni, litakeppni, fant-
asíuförðun, leikhúsförðun, ljós-
myndaförðun, tísku- og samkvæm-
isförðun, dagförðun, ásetningu
gervinagla, fantasíunöglum, kvöld-
og samkvæmisklæðnaði, tískuráð-
gjöf, tískuskartgripum og frjálsum
stíl.
Slagorð keppninnar í ár er „Sýn-
um samúð og sanngirni í mannleg-
um samskiptum og þjóða á milli“.
Húsið opnar kl. 9 í fyrramálið og
stendur keppnin yfir til kl. 23. ■
Landvinningar:
Gæludýrin fara
til Spánar
BÆKUR Bókaútgáfan Bjartur hef-
ur í samstarfi við breska um-
boðsskrifstofu samið um útgáfu
á Gæludýrunum, eftir Braga
Ólafsson, á spænsku. Verkið
kemur út hjá forlaginu Emece,
sem er hluti af spænska út-
gáfurisanum Planeta Group,
sem er einn stærsti bókaútgef-
andi Spánar.
Gæludýrin koma út í bóka-
flokknum Del Bronce, þar sem
Bragi verður í góðum félagsskap
höfunda á borð við Jhumpa
Lahiri, Barböru Kingsolver og
Ben Okri. Þá gefur Emece einnig
út bækur Jorge Luis Borges,
Bioy Casares og fleiri höfunda. ■
TÍSKAN 2003
Áhugasamir geta heimsótt www.fas-
hiontv.is og skoðað þátt að lokinni keppni
sem endurspeglar það besta sem fram fór.
BRAGI ÓLAFSSON
Bókin er nýkomin út í Danmörku og hefur
bæði fengið „rífandi fína dóma og einnig
aðra sem ekki voru jafn upplífgandi“ eins
og þeir orða það hjá Bjarti.
Í fimmtudagsblaðinu var rang-
lega sagt að Verslunarskóli Ís-
lands væri kominn í átta liða úr-
slit Gettu betur, spurningakeppni
framhaldsskólanna. Hið rétta er
að Menntaskólinn í Hamrahlíð
tryggði sér sæti í úrslitum með
því að leggja Versló að velli.
Stóra kynlífsbókin eftir SuziGodson og Mel Agace er kom-
inn út hjá PP Forlagi í þýðingu
Ágústs Sverrisson-
ar. Bókin er sögð
lýsa kynlífi á
skefjalausan og
djarfan hátt án þess
þó að missa sig í
smekkleysi eða
klámi og þykir til marks um raun-
verulega viðhorfsbreytingu til
kynlífs.
Bókin tekur á flestu því sem
kemur kynlífi við, meðal annars
kynsjúkdómum, hjálpartækjum
og tækni í rúminu. Þá eru per-
sónulegar reynslusögur einstak-
linga birtar á hverri síðu og bókin
er skreytt með myndum sem eru
gerðar með tölvugrafík og eru
sagðar sýna hlutina eins og þeir
eru án þess að misbjóða nokkrum.
Guðbergur Bergsson gefurekki mikið fyrir upphlaup lið-
inna daga í pólitíkinni í grein á
vef JPV-Útgáfu þar sem hann
spyr hvort hvor höndin sé „betri,
sú bláa eða blábjánalega?“. Hann
bætir því við að því sé oft þannig
farið í lífinu og oftar í stjórnmál-
unum „að ef einhver heldur
stöðugt áfram að djöflast á sama
hátt gegn öðrum, verður hann að
lokum verri en andstæðingur-
inn“. Guðbergur minnir í þessu
sambandi á að æsingurinn „gegn
þeirri bláu náði hámarki þegar
forsætisráðherraefni flokks, sem
ég nenni ekki að nefna, gaf í skyn
í ræðu að það væri með fyrir-
tækjavænni fingur“. Þá telur
Guðbergur þá „blábjánalegu“ ör-
væntingu við að koma Davíð
Oddssyni frá völdum vera orðna
svo þorpslega reykvíska að
„Hallgrímur Helgason, rithöfund-
ur, gæti harmað að hafa verið
„fyrstur“ í að vera svo sniðugur
að gera tveggja manna tal sitt við
höndina að fjölmiðlamat“. Guð-
bergur bindur þó vonir við að iðr-
unin verði ekki svo mikil að Hall-
grímur hætti að „skrifa snilldar-
verk“.
Súlustaðurinn Óðal hefur reyntað vekja athygli á því að starf-
semi klúbbsins er í fullum gangi
með því að auglýsa sérstök þema-
kvöld á fimmtudögum. Fyrir
hálfum mánuði var haldið
kúrekakvöld, fyrir viku síðan var
Rómarkvöld en á fimmtudaginn
færði staðurinn sig fram í sam-
tímann og auglýsti svokallað
„hjúkkukvöld“. Félag íslenskra
hjúkrunarfræðinga hefur mót-
mælt harðlega „þessari afskræm-
ingu á hjúkrunarfræðingum og
hlutverki þeirra“ og segir aug-
lýsandann með þessu uppátæki
sínu hafa hlutgert konur í ein-
stakri stétt og kynnt þær sem
„kynlífsviðföng karla“ og við það
verði ekki unað.