Fréttablaðið - 08.03.2003, Side 40

Fréttablaðið - 08.03.2003, Side 40
Steingrímur Sigurðsson listmál-ari sagði mér eitt sinn að menn væru ekki annað hvort góð- ir eða vondir. Þeir væru skemmtilegir eða leiðinlegir. Var lengi að melta þetta en nú er það kristaltært. Skemmtilegur maður getur ekki verið vondur. Og hitt er eins víst að það er vont að vera leiðinlegur. Svo ekki sé meira sagt. SVONA lærir maður smám saman. Það er munur á að vita eða skilja. Las allan Laxness um daginn og komst þá að því að ég hafði misskilið allt í skyldulesn- ingu æskunnar. Allt tekur sinn tíma. Marinó, barnaskólakennar- inn okkar, hafði sífellt á orði: „Tíminn líður, tíminn bíður ei.“ Tók okkur krakkana aldarfjórð- ung að fatta hvað hann átti við. Sumir hafa ekki fattað það enn. SVO var það séra Hjálmar dóm- kirkjuprestur sem benti mér á það um daginn að ekki væri alltaf nóg að taka einn dag í einu í ólgusjó lífsins. Í Biblíunni stæði að taka ætti eitt augnablik í einu. Er enn að hugsa um þetta. En veit að þegar vit- neskjan breytist í skilning get ég runnið í gegnum það sem eft- ir er af lífinu eins og logandi ljósapera án tengingar. Þá verð- ur gaman. Hvert einasta augna- blik, alla daga, að eilífu ef því er að skipta. ALLT eru þetta menn sem hafa kennt mér meira en allir þeir prófessorar sem reynt hafa að vísa mér veginn í fjórum háskól- um í fimm heimsálfum þar sem ég hef gert mismunandi langan stans. Í raun voru þeir að orða lífsvisku sína; niðurstöðu ára- langra vangaveltna út og suður. Sannir kennarar þó þeir kenndu aðeins eitt. Hver fyrir sig. SVO var það hann afi minn sem kenndi mér margt í sveitinni. Hann var óþreytandi að segja hverjum sem heyra vildi að að- eins tvennt væri víst í þessum heimi. Annað var að SÍS færi aldrei á hausinn. Hitt að Guð væri til. Nú er SÍS horfið og því ekki nema von að maður setji spurningarmerki við Guð. Þetta veit ég en á eftir að skilja. ■ www.IKEA.is SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N EH F/ SI A. IS IK E 20 43 5 03 .2 00 3 © In te r IK EA S ys te m s B. V. 2 00 3 Slappaðu af ! Hvíldardagar - út mars Markmið IKEA er að gera daglegt líf fólks þægilegra. Við teljum okkur vita hvað þarf til að slappa af og kunnum að bregðast við ólíkum þörfum og smekk. Við bjóðum upp á breitt úrval af vel hönnuðum og hagnýtum húsbúnaði á lágu verði sem gerir afslöppunina ánægjulegri. 29.900,- 1.490,- 990,- 2.290,- 19.900,- MÖRKEDAL rúmgrind 160x200 sm m/hvítu áklæði MYSA VATTEN sæng VINDE MIDI gardínur BANGSUND rúmgrind 90x200 BAGN bakki SÖRUM náttborð 4.900,- Kennarar 50% afsl. í dagí Nammilandi Hagkaup Smáralind og Kringlunni Bakþankar Eiríks Jónssonar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.