Fréttablaðið - 13.03.2003, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 13.03.2003, Blaðsíða 12
12 13. mars 2003 FIMMTUDAGUR ATHUGASEMD Ég skildi, að orð er á Íslandi tilum allt, sem er hugsað á jörðu. Er þetta rétt? Nei, ekki í bók- staflegum skilningi. Þarna virðist Einar Benediktsson hafa látið þjóðerniskenndina hlaupa með sig í gönur, hafi hann á annað borð bú- izt við því, að þessi hending væri túlkuð eftir orðanna hljóðan. Mér þykir hitt reyndar líklegra, að skáldið hafi átt við það eitt, að ís- lenzka rúmar orð um allt, sem heiti hefur, enda þótt ýmis þeirra orða, sem við þurfum á að halda í dagsins önn, séu ósmíðuð enn eða ófundin. Við eigum að sönnu mörg orð um ýmislegt af því, sem for- feðrum okkar var tamast að tala um: við eigum til dæmis á annan tug orða um dindil, hala, rófu, skott, sporð, stél, stert, tagl og þannig áfram, þar sem enskumæl- andi mönnum dugir aðeins eitt orð (tail), sem nær yfir allar skepnur í einu. Svipað á við um ýmis veður- heiti: við höfum mörg orð um snjókomu (48 ólík orð samkvæmt Íslenskri samheitaorðabók), en miklu færri um sólskin (fimm orð). Og þannig gæti ég haldið áfram of daginn, en ég ætla samt að stilla mig um það og staldra heldur við eitt atriði: mútur og fjárkúgun og misjafnan orðaforða íslenzkrar tungu um æðri fjármál. En fyrst þetta. Hvað eru mút- ur? Hvers vegna varða þær við lög? Mútur köllum við það, þegar reynt er að hafa áhrif á embættis- færslu manns með fjárburði. Fjárburð getum við ef til vill einnig kallað þann tíma ársins, þegar mest ber á mútum. Ef er- indreki fyrirtækis eða hagsmuna- samtaka býður ráðherra fé í því skyni, að ráðherrann greiði götu félagsins á kostnað annarra, þá eru það mútur. Ef ráðherra eða öðrum embættismanni er mútað til að taka dýrt verktakatilboð eins fram yfir hagstæðari tilboð frá öðrum, þá skaðar mútugreiðsl- an verktakana, sem verða af verk- inu, og einnig skattgreiðendur. Mútur valda tjóni og varða þess vegna við lög. Hvað eigum við að kalla þá, sem bjóða mútur? Það liggur ekki alveg í augum uppi. Orðið mútu- veitandi kom fyrir í Bjarka á Seyðisfirði fyrir 100 árum, en það hefur varla sézt síðan og finnst nú hvergi í prentuðum orðabókum. Í nýju íslenzku orðabókinni frá Eddu stendur orðið mútari, en það þýðir skáld! Væri nú ekki nær að nota það í merkingunni mútuveit- andi? Mútari lætur ekki síður í eyrum en sútari. Orðið mútuþegi kemur fyrst fyrir í Vefaranum mikla frá Kasmír árið 1927. Mútuþegi þarf ekki endilega að vera embættismaður. Ef vinnu- veitandi ber fé á verklýðsleiðtoga til að greiða fyrir hóflegum kaup- kröfum af hálfu verklýðsfélags- ins, þá er það saknæmt athæfi vegna þess, að félagsmenn verða þá fyrir tjóni. Mútur hafa varðað við lög síðan á dögum Hammúra- bís Babýloníukonungs á 18. öld fyrir Krist. Þeir brjóta báðir lög, mútarinn og mútuþeginn, og gild- ir þá einu, hvort mútuféð er í reyndinni reitt fram eða hvort ráðherrann stendur við sinn hluta samkomulagsins. Réttarstaða mútuboðberans – þess, sem býður mútur fyrir hönd annars manns – virðist þó vera á reiki. Hvað nú ef ráðherra krefst greiðslu fyrir að láta fyrirtæki í friði? Það heitir fjárkúgun eða fjárpynd. Hér þarf reyndar ekki ráðherra til eða aðra embættis- menn, enda er fjárkúgun algeng- ust í einkageiranum og tekur þar á sig ýmsar myndir, sumar ólög- legar, aðrar ekki. Oftast hótar fjárkúgarinn því að ljóstra upp óþægilegum upplýsingum um fórnarlambið – syngja, eins og sagt er á Sikiley. Ýmis önnur til- brigði eru til, án söngs. Mútur eru skýlaust lögbrot, en fjárkúgun þarf ekki endilega að varða við lög, það fer eftir að- stæðum. Annar munur er sá, að í mútumáli eru báðir sekir, mútu- veitandinn og mútuþeginn, og saklausir vegfarendur eru þá fórnarlömb samsærisins. Í fjár- kúgunarmáli er aftur á móti að- eins annar aðilinn sekur, fjárkúg- arinn; hinn er fórnarlamb. Og við, sem eigum öll þessi orð yfir hala og rófur, dindla og skott og 48 tegundir fannkomu – við eigum aðeins þetta eina orð yfir fórnar- dýr gerólíkra glæpa. Auðlegð málsins er misskipt milli atvinnu- vega. Við þurfum að reyna að rétta þennan halla. Þar kemur gamalt sveitamál í góðar þarfir. Þegar peningar eru þvegnir, þá heitir það peningaþvætti sam- kvæmt orðabókinni nýju. Eigum við ekki heldur að kalla það fjár- böðun? Verðbólgan sprengdi spárnar: Húsnæðis- og fata- verðbólga VÍSITALA NEYSLUVERÐS Vísitala neysluverðs fyrir marsmánuð hækkaði um 1,08 prósent. Spár gerðu ráð fyrir hækkun vísitölunn- ar á bilinu 0,4-0,6 prósent. Þarf að fara aftur til ársins 1989 til að finna sambærilega hækkun neysluverðs- vísitölunnar milli febrúar og mars. Hækkun vísitölunnar nú jafngildir 2,2 prósenta verðbólgu síðustu tólf mánuði. Hækkunin síðustu þrjá mánuði er 1,3 prósent, sem jafn- gildir 5,1 prósents verðbólgu á ári. Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur hjá Búnaðarbankan- um, segir hækkunina umfram spár liggja í hækkun á fatnaði, sem var mun meiri en menn gerðu ráð fyrir. Innfluttar vörur hækkuðu þrátt fyrir styrkingu krónunnar. Björn segir að sennilega hafi menn van- metið hversu stór hluti innflutnings sé í evrum. Krónan hefur styrkst mest gagnvart dollar. Þar við bæt- ist að fatnaður hafi ekki hækkað í takt við lækkandi krónu á sínum tíma. Menn kunni því að vera að ná til baka framlegð frá þeim tíma. Bensín og húsnæði hækkaði ein- nig töluvert. Dagvara hefur hins vegar lækkað undanfarið ár um 3,7 prósent. „Þessi hækkun nú mun leiða til þess að við hækkum líklega okkar verðbólguspá, sem var í lægri kant- inum. Spáin verður líklega innan verðbólgumarkmiða Seðlabank- ans.“ Björn segir að þó megi ekki mikið út af bera til þess að það ná- ist. ■ prófessor í Háskóla Íslands skrifar um mútuhugtakið og merkingu þess. ÞORVALDUR GYLFASON Um daginn og veginn Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Á morgun mun Birta fylgjaFréttablaðinu í fyrsta sinn. Birta er vikulegt tímarit með fjöl- breyttu efni. Birta verður prentuð í 86 þúsund eintökum og dreift á heimili á höfuðborgarsvæð- inu og á Akureyri. Auk þess getur fólk annars staðar á landinu náð sér í Birtu á sömu sölu- stöðum og Frétta- blaðið. Og Birta er ókeypis eins og Fréttablaðið. Reynslan af út- gáfu Fréttablaðsins undanfarið rúmt hálft ár hefur ver- ið mjög góð. Hún sýnir með óyggj- andi hætti að það er góður grund- völlur fyrir útgáfu á ókeypis dag- blaði – í það minnsta ef það svarar þörfum lesenda með jafn góðum hætti og Fréttablaðið hefur gert. Lesendur hafa tekið Fréttablaðinu það vel að það er orðið einn öflug- asti miðilinn sem auglýsendum stendur til boða – ef ekki sá öflug- asti. Á því svæði sem blaðið er bor- ið út á heimili – á höfuðborgarsvæð- inu og á Akureyri – lesa um 70 pró- sent íbúa á aldrinum 12 til 80 ára blaðið að meðaltali hvern útgáfu- dag. Blaðið hefur einnig náð fót- festu á svæðum þar sem fólk getur náð sér í blað í verslunum, á bensín- stöðvum og öðrum sölustöðum. Með skynsömum rekstri hefur tek- ist að gefa öllum þessum hópi fólks blaðið og halda verði á auglýsing- um sanngjörnu og eðlilegu á sama tíma. Það er skoðun okkar á Frétta- blaðinu að nýta megi reynsluna af útgáfu Fréttablaðsins á tímarita- markaði. Íslensk tímarit hafa hing- að til verið fremur veikir miðlar. Vönduð og góð blöð líða fyrir tak- markaða útbreiðslu og þau blöð sem hafa verið gefin út í stórum upplögum – svokallaðar sjónvarps- handbækur – hafa yfirleitt ekki boðið upp á gott lesefni. Það er reyndar vart hægt að flokka útgáfu þeirra undir blaðamensku í venju- legum skilningi. Með útgáfu Birtu freistum við þess að sameina þetta tvennt; að gefa út veglegt tímarit með góðu lesefni og í fleiri eintök- um en áður hefur þekkst á Íslandi. Fréttir og dagblöð hafa lengi verið ómissandi þáttur í lífi fólks. Fréttir eru í raun eftirsóttasta vara í heimi. En efni tímaritanna á ekki síður erindi til nútímafólks. Tíma- ritin eru hinn náttúrulegi farvegur fyrir greinar um stefnu og strauma í samfélagi okkar sem ekki ná alltaf inn í hefðbundið fréttaumhverfi. Líf okkar tekur sífelldum breyting- um; hugmyndir okkar um okkur sjálf, kyn okkar, fjölskylduna og samfélagið eru síkvikar. Birta mun varpa ljósi á þá kviku. ■ Birta á hverjum föstudagsmorgni skrifar um nýtt tímarit. Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON Lagersala Gjafavara Að Lyngási 14, Garðabæ Gjafavara á gjafverði Opið: Mánud.-föstud. 13-18 • Laugard.-sunnud. 14-17 út marsmánuð Geymið auglýsinguna RAFTÆKJAVERSLUNIN SUÐURVERI LOKADAGAR STÓRÚTSÖLUNNAR Mikill afsláttur - góð kaup – Leikur í ljósum – Stigahlíð 45, 105 Reykjavík. Sími 553-7637, fax 568-9456. FERMINGARGJAFIR 20% afsláttur í nokkra daga frá 13. mars. Laugavegi 5 - Spönginni sími 551 3383 Líf okkar tekur sífelldum breytingum; hugmyndir okkar um okk- ur sjálf, kyn okkar, fjöl- skylduna og samfélagið eru síkvikar. Birta mun varpa ljósi á þá kviku. Í Fréttablaðinu 7. mars er hafteftir skipstjóra og útgerðar- manni m/b Bjarma BA-326 að varðskipsmenn Landhelgisgæsl- unnar hafi komið 18 sinnum um borð í skipið án sjáanlegra ástæð- na og að Fiskistofa hafi „sigað“ varðskipum Landhelgisgæslunnar á Bjarma. Samkvæmt upplýsingum stjórnstöðvar Landhelgisgæsl- unnar hafa löggæslumenn á varð- skipum Landhelgisgæslunnar farið þrisvar sinnum um borð í Bjarma til skoðunar síðan í nóv- ember 2001. Í öll skiptin var gild ástæða fyrir því að farið var um borð. Fiskistofa „sigar“ ekki varð- skipum á skip og báta. Landhelg- isgæslan hefur með höndum al- menna löggæslu á hafinu um- hverfis Ísland, jafnt innan sem utan landhelgi samkvæmt 1. gr. laga um Landhelgisgæslu Íslands nr. 25/1967. Löggæslumenn á varðskipum Landhelgigæslunnar fara um borð í á fjórða hundrað skipa í íslenskri lögsögu á ári. Samstarf Fiskistofu og Landhelg- isgæslunnar er mjög gott og vinna þessir aðilar náið saman vegna málefna er varða stjórnun fiskveiða. Önnur ummæli sem útgerðar- maður og skipstjóri Bjarma hefur eftir starfsmönnum Landhelgis- gæslunnar í framangreindri frétt eiga ekki við rök að styðjast. ■ Auðlegð málsins og mútur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.