Fréttablaðið - 13.03.2003, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 13.03.2003, Blaðsíða 29
25FIMMTUDAGUR 13. mars 2003 WOODY ALLEN Nýtt leikrit eftir þennan kunna kvikmynda- gerðarmann verður tekið til sýninga hjá Atlantic Theater Company í New York. Verkið nefnist „Writers Block“ eða Ritstífla og byggir á safni einþáttunga. Leikararnir Bebe Neuwirth, sem flestir þekkja sem Lilith, hina kaldlyndu fyrrum eiginkonu Frasiers í samnefndum sjónvarpsþáttum, og Paul Reiser, sem gerði það gott í þátt- unum Mad About You, leika í sýningunni. VERKFALLSLOKUM FAGNAÐ Verkfalli tónlistarmanna á Broadway lauk í vikunni, við mikinn fögnuð Michaels Bloomberg, borgarstjóra New York, þannig að hjónin Constantine Kitsopoulos and Lynne Cohen geta því væntanlega látið að sér kveða í La Boheme. Constantine er hljómsveitarstjóri en Lynne leikur á óbó. Vorbókaflóð Bjarts skellur áí dag með útkomu neonbók- arinnar Hin feiga skepna sem segir frá menn- ingarrýni á sjö- tugsaldri. Hann er andstæðingur hjónabands og talsmaður frjálsra ásta en tilvera hans fer á annan endann þegar hann fell- ur fyrir rúmlega tvítugri stúlku af kúbverskum ættum og í kjöl- farið fylgir uppgjör við kynlífs- dýrkun Vesturlanda. Hin feiga skepna er eftir Philip Roth sem er almennt talinn einn fremsti núlifandi rithöfundur Banda- ríkjanna en hann hefur að sama skapi verið afar umdeildur. Rúnar Helgi Vignisson, rithöf- undur, þýddi bókina. Stofnun Árna Magnússonar hef-ur gefið út Ljóðmæli 2, annað bindi í fræðilegri heildarútgáfu á verkum Hallgríms Péturssonar (1614-1674) í umsjón Margrétar Eggertsdóttur, Kristjáns Eiríks- sonar og Svanhildar Óskarsdótt- ur. Í bókinni eru 38 tækifæris- og heilræðakvæði, þar á meðal nýárssálmar, brúðkaupskvæði, erfiljóð, ferðasálmar, ölkvæði og heillaóskir. Verk Hallgríms Pét- urssonar hafa ekki áður verið gefin út í heild, auk þess sem út- gáfan er óvenju umfangsmikil því að baki henni liggur könnun á öllum handritum sem varðveita texta eignaðan skáldinu, en þau eru fjölmörg enda Hallgrímur með ástsælustu skáldum þjóðar- innar. Bókin Þjóðerni í þúsund ár? íritstjórn Sverris Jakobssonar er komin út hjá Háskólaútgáf- unni. Ungir fræðimenn af ýmsum sviðum hug- og félagsvísinda takast í bókinni á við spurningar sem tengjast íslensku þjóðerni og sögu þess. Meðal þess sem tekið er til athugunar eru sjálfsmyndir fyrir daga nútíma þjóðernis- hyggju, mótun þjóðernis og hug- myndir Íslendinga um stöðu sína meðal þjóða heimsins. NÝJAR BÆKUR Pondus eftir Frode Øverli Ég verð að finna mér nýja vini... ÞÚ MÁTT EKKI YFIRGEFA MIG, ELSKAN! ÉG VIL GANGA MINN VEG, ÞÚ VILT GANGA ÞINN VEG... einhverntíma mætumst við á miðri leiiiið... borgarstjóra-frúin nýja Margrét Baldursdóttir 7dagskrásjónvarpsinsnæstudaga Davíð í réttum og röngum litum borðar þú nógu hollan mat? Þitt eintak Viku legt t ímar i t um fó lk ið í l and inu birta konur trúa frekar á drauga karlar sem kaupa kynlíf 14 . T I L 20 . MARS 2003 ÚTBRE IDDASTA T ÍMARIT LANDSINS – 86 .000 E INTÖK Nýtt tímarit um fólkið í landinu Kemur út á morgun

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.