Fréttablaðið - 13.03.2003, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 13.03.2003, Blaðsíða 8
127 út í kuldann Það verður ekkert mál að finna hæfan starfsmann. Gerður Ríkharðsdóttir, framkvæmdastjóri Úti- lífs, en 128 manns sóttu um verslunarstjórastarf í búðinni. Morgunblaðið, 11. mars. Út að pissa Þar var að vísu merkt WC og ör sýndi leiðina út úr byggingunni! Sigrún Gísladóttir fann ekki klósett á Eiðis- torgi. DV, 11. mars. Fréttir úr samsærinu mikla Hann, sem mesta ábyrgð ber á því að viðhalda trú almennings á stjórnsýslu og stjórnmálum, hjó að rótum stjórnkerfis- ins og fórnaði trúverðug- leika þess á altari póli- tískra skammtíma- hagsmuna. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir um Davíð Odds- son. politik.is, 10. mars. Orðrétt 8 13. mars 2003 FIMMTUDAGUR ■ Evrópa ■ Stjórnmál HEILSA Guðmundur Björnsson, fyrrum yfirlæknir Heilsustofnun- arinnar í Hveragerði, hefur fest kaup á einni glæsilegustu líkams- og heilsuræktarstöð á landinu; Mecca Spa við Nýbýlaveg í Kópa- vogi. Auk yfirlæknisstarfa sinna í Hveragerði er Guðmundur þekkt- ur fyrir að hafa skrifað fræga megrunarbók í félagi við Ásmund Stefánsson, fyrrum forseta ASÍ: „Ég er að láta gamla drauma rætast,“ segir Guðmundur, sem breytt hefur nafni stöðvarinnar í Saga-heilsa Spa. „Ég hætti í Hvera- gerði fyrir þremur árum og leigði kontór við Laugaveginn. Þar sat ég fyrst einn, réð síðan hjúkrunar- konu, svo sjúkraþjálfara og nú er þetta orðið svona,“ segir hann. Í Kópavogi ætlar Guðmundur að reka alhliða heilsumiðstöð og heilbrigðistengda ferðaþjónustu með öllu sem því tilheyrir. Heilsumiðstöðin við Nýbýlaveg er ein sú best búna í landinu og þar er einnig sundlaug. Rekstur Mecca Spa var að komast í þrot og keypti Guðmundur tæki og tól af lánar- drottnum og stefnir að því að eign- ast einnig húsnæðið. Ætlar hann að safna um sig fjárfestum í því skyni: „Þetta er gaman. Ég opna al- veg á næstunni,“ segir hann. ■ LEIGUHÚSNÆÐI Hækkun tekju- og eignamarka er eins helsta skýr- ingin á þeirri sprengingu sem orðið hefur í umsóknum um fé- lagslegt leiguhúsnæði í Reykja- vík, að mati Sig- urðar Helga Guð- jónssonar, for- manns Húseig- endafélagsins. Umsóknum um félagslegt leigu- húsnæði í borginni fjölgaði um 53% milli áranna 2001 og 2002. Í fyrra sótti 881 um húsnæði en 164 fengu úthlutað íbúð. Þetta kemur fram í skýrslu um stefnu í uppbyggingu leiguhúsnæðis í Reykjavík. „Þegar fólk með meðaltekjur á orðið kost á því að sækja um fé- lagslegt leiguhúsnæði, eins og reyndin er í dag, þá er eitthvað að kerfinu,“ segir Sigurður Helgi. „Það er ekki verið að að- stoða þá sem þurfa á aðstoðinni að halda.“ Þann 1. janúar árið 2002 voru mörkin hækkuð verulega og máttu árstekjur einstaklinga t.d. vera 44% hærri en áður og árs- tekjur hjóna og sambýlisfólks um 60% hærri. Um síðustu ára- mót voru mörkin svo aftur hækk- uð og uppfærð til samræmis við hækkun á neysluverðsvísitölu. Sigurður Helgi gagnrýnir einnig harðlega að Húseigenda- félagið hafi ekki verið haft með í ráðum þegar unnið var að gerð skýrslunnar. Félagið hafi undan- farin 80 ár gætt hagsmuna leigu- sala og búi því yfir mikilli reynslu og þekkingu á húsaleigu- málum. „Þrátt fyrir það þótti ekki ástæða til að leita til félagsins fyrr en korteri fyrir verklok með stuttu símtali. Virtist það vera til málamynda í reddingarskyni. Ég hef farið yfir þessa skýrslu. Þar eru engin ný sannindi, engin ný sýn, engar nýjar lausnir. Mest er þetta félagsleg froða og lopa- teygingar.“ Sigurður Helgi segir að starfshópurinn hafi örugglega verið ágætlega fær um að fjalla um húsaleigumál frá félagslegu sjónarhorni. „Hins vegar skortir á þekkingu og viðhorf viðvíkj- andi almenna leigumarkaðinn sem Húseigendafélagið og fleiri aðilar hefðu getað bætt úr ef þess hefði verið óskað. Þess í stað er slíkri þekkingu afneitað og úthýst að mestu leyti og er það miður en þó verst fyrir skýrsluna og starfshópinn sjálf- an. Trúverðugleiki og gildi skýrslunnar hvað varðar al- menna leigumarkaðinn bíður hnekki þegar vinnubrögðin eru svona.“ trausti@frettabladid.is BJARGAÐ ÚR FANGELSI Glæpa- flokkur skaut að varðmönnum fyrir utan fangelsi í út- hverfi París- ar og gerði göt á varn- armúrinn með sprengjuvörpum til þess að frel- sa meintan glæpamann. Þetta er í annað skipti á innan við viku sem flótti úr fangelsi kemst í fréttir í Frakklandi og sjá yfirvöld sig nú tilneydd til að bæta öryggi í fang- elsum landsins. KÓKAÍN Í SKEMMTIFERÐASKIPI Tollgæslan í Southampton í Englandi fann 20 kíló af kókaíni í farangri skemmtiferðaskips sem var að koma frá Suður-Ameríku og Karíbahafi. Götuverðmæti efnisins er talið vera ein milljón punda eða um 125 milljónir ís- lenskra króna. Þrír menn hafa verið handteknir vegna málsins. HÆTTULEGUR LEIKUR Tveir ungir bræður létu lífið þegar hand- sprengja sprakk í garðinum fyrir utan heimili þeirra í borginni Samac í Bosníu. Drengirnir, þriggja og sjö ára, voru að leika sér með sprengjuna þegar hún skyndilega sprakk í höndum þeirra. Að sögn lögreglu var handsprengjan í eigu föður drengjanna. SJÁVARÚTVEGUR Líkur eru á því að veiðiheimildur á skelfiski í Breiða- firði verði dregnar stórlega saman fyrir næstu vertíð, þar sem stofn- inn gengur nú í gegnum niður- sveiflu. Um hundrað manns starfa við veiðar og vinnslu á skelfiski í Stykkishólmi hjá fyrirtækinu Sig- urði Ágústssyni ehf. og mun fyrir- tækið sækja á önnur mið ef svo fer sem horfir með skelina. „Við krossleggjum fingurna og vonum að niðursveiflan reynist skammvinn. Hafrannsóknastofnun hefur látið að því liggja að engar veiðar verði leyfðar á skelfiski næstu vertíð, en rannsóknir í vor og sumar gætu leitt annað í ljós,“ segir Sigurður Ágústsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. Um tuttugu Pólverjar hafa starfað vertíðarbundið við skel- fiskvinnslu í Stykkishólmi og er fyrirliggjandi að vinnuafl verður ekki flutt inn áfram ef ástand stofnsins skánar ekki. Sigurður segir að fyrirtækið muni kaupa eða leigja kvóta ef hlé verður gert á skelfiskveiði. „Ef skelin bregst sækjum við annan veiðiskap Það er þó mikil- vægt að við fáum að veiða ein- hvern skelfisk til að viðhalda mörkuðum og þekkingu á vinnsl- unni, auk þess sem hægt er að fylgjast betur með stofninum ef veiði heldur áfram,“ segir hann. Ljóst er að brotthvarf skelfisks- ins og Pólverjanna mun hafa keðjuverkandi áhrif í bænum, þar sem bæjarfélagið missir útsvar og þjónustuaðilar við skelfiskvinnsl- una verða af viðskiptum. ■ Félagslega leigu- íbúðakerfið gallað Formaður Húseigendafélagsins segir hækkun tekjumarka meginorsök sprengingar í umsóknum um félagslegar leiguíbúðir. Hann gagnrýnir vinnubrögð starfshóps sem skipaður var til að fjalla um leigumarkaðinn. SIGURÐUR HELGI GUÐJÓNSSON Formaður Húseigendafélagsins gagnrýnir harðlega að Húseigendafélagið hafi ekki verið haft með í ráðum þegar unnið var að gerð skýrslunnar. HÆST HLUTFALL FÉLAGSLEGRA ÍBÚÐA Í EFRA BREIÐHOLTI Umsóknum um félagslegt leiguhúsnæði í borginni fjölgaði um 53% milli áranna 2001 og 2002. Í fyrra sótti 881 um húsnæði en 164 fengu úthlutað íbúð. Um 19% allra félagslegra íbúða í borginni eru í Grafarvogi, eða um 24% allra íbúða í hverfinu. Flestar félagslegar íbúðir eru hins vegar í Efra Breiðholti. ■ „Mest er þetta félagsleg froða og lopa- teygingar.“ TEKJU- OG EIGNAMÖRK SKIPT EFTIR TÍMABILUM Eldri mörk 2002 2003 Árstekjur einstaklinga 1.540.000 2.213.000 2.258.000 Árstekjur hjóna/sambýlisfólks 1.925.000 3.099.000 3.162.000 Viðbót v. barna yngri en 20 ára 257.000 370.000 378.000 Eignamörk 1.900.000 2.390.000 2.438.000 Blikur á lofti með skelfiskveiði: Hundrað störf að veði í Stykkishólmi FRÁ STYKKISHÓLMI Ótti er um umtalsvert atvinnulesyi. Draumar rætast í Kópavogi: Læknir kaupir Mecca Spa Á NÝBÝLAVEGINUM Draumaferð úr Hveragerði í Kópavog með viðkomu á Laugavegi. Guðmundur Björnsson ásamt rekstrarstjóra sínum, Kristmanni Hjálmarssyni. Morð á börnum: Myrt og líkin limlest TEXAS, AP Mikinn óhug setti að íbú- um Brownsville í Texas þegar limlest lík þriggja ungra barna fundust í lítilli íbúð í bænum. Yngsta barnið, sem var eins árs gamall drengur, fannst liggjandi í rúmi og hafði höfuð hans verið skorið af. Lík hinna barnanna tveggja lágu í plastpokum á gólf- inu. Foreldrar barnanna hafa verið færðir til yfirheyrslu en rann- sókn málsins er enn á byrjunar- stigi. Nákvæm dánarorsök liggur enn ekki fyrir og eins er óljóst hvort börnin voru myrt í íbúðinni eða líkin flutt þangað síðar. ■ AFHENDIR SKIPUNARBRÉF Jón Baldvin Hannibalsson hefur af- hent Vairu Vike-Freiberga, for- seta Lettlands, skipunarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Lett- landi. Jón Baldvin hefur sem fyrr aðsetur sitt í Helsinki.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.