Fréttablaðið - 13.03.2003, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 13.03.2003, Blaðsíða 24
Stjórnvöld í Kína hafa beðið TheRolling Stones um að sleppa nokkrum lögum á tónleikadagskrá sinni þegar þeir halda tónleika í landinu í næsta mánuði. Ástæð- an er sú að text- ar laganna þykja of svæsn- ir þar sem vísað er í kynlíf. Roll- ingarnir hafa þannig lofað að taka ekki lögin „Brown Sugar“, „Honky Tonk Women“, „Beast of Burden“ eða „Let’s Spend the Night Together“. Sveitin gat svo sem átt von á þessu þar sem lög- unum var einnig kippt út af safn- plötunni „40 Licks“ þegar hún var gefin út í landinu. The Beastie Boys hafa gefið útlag á heimasíðu sinni til þess að mótmæla fyrirhuguðum stríðs- átökum Bandaríkjanna gegn Írak. Lagið heitir „World Gone Mad“ og er það fyrsta nýja lagið frá sveit- inni í fimm ár. Liðsmenn taka það fram að lagið sé ekki „óamerískt“ eða stuðningsyfirlýsing við mál- stað Saddam Hussein. Það sé ein- ungis mótmæli gegn óréttmætu stríði. Þeir segja að ef þjóð þeirra fari í stríð gegn Írak komi það ekki til með að leysa neinn vanda. Það hafi einungis í för með sér að þúsundir óbreytta borgara komi til með að týna lífi. 20 12. mars 2003 MIÐVIKUDAGUR LORD OF THE RINGS bi. 12 ára kl. 4SPY KIDS 2 kl. 3.45 og 5.50 GANGS OF NEW YORK kl. 8 í Lúxus GANGS OF NEW YORK b.i.16 kl. 10.10 I SPY bi. 12 ára kl. 8 GULLPLÁNETAN m/ísl.tali 4 THE RING kl. 5.45, 8 og 10.20 SKÓGARLÍF 2 m/ísl.tali kl. 4 og 6 TWO WEEKS NOTICE 5.50, 8, 10.10 Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.20 b.i.16.ára kl. 6 og 9CATCH ME IF YOU CAN Sýnd kl. 6, 8 og 10. kl. 10.15THE RING MAN WITHOUT A PASTkl. 6, 8 og 10 NORRÆNIR BÍÓDAGAR Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 Sýnd í lúxus kl. 5.50, 8 og 10.10 Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 Það er offramboð á góðum mynd-um í bíó þessa dagana og hætt við að fólk sjái ekki skóginn fyrir trjánum en Adaptation. er án efa einn áhugaverðasti sprotinn í flór- unni. Raunveruleika og skáldskap er tvinnað skemmtilega saman í eina allsherjar blekkingu sem áhorfandinn kokgleypir áreynslu- laust og langar í meira. Myndin segir frá handritshöf- undinum Charlie Kaufman sem fær það vandasama verkefni að laga bók um brönugras að hvíta tjaldinu. Það er vitaskuld hægara sagt en gert að skrifa bíómynd þar sem ekkert markvert gerist og að- alpersónan stendur óbreytt eftir í lokin. Sagan af þessum hremming- um handritshöfundarins verður þó á einhvern magnaðan hátt að frá- bærri bíómynd enda verður allt sem hann ætlar ekki að gera að raunveruleika í myndinni. Meginkostur myndarinnar er að listræna blekkingin um að sagan sé sönn gengur fullkomlega upp enda fara hér saman frábært handrit, styrk og frumleg leikstjórn og síð- ast en ekki síst pottþéttir leikarar. Cage hefur ekki verið betri í áraraðir, Meryl Streep er traust að vanda og Chris Cooper er rós í hnappagat allra þeirra mynda sem hann kemur nálægt. Þórarinn Þórarinsson Umfjöllunkvikmyndir Bíómynd um blóm, eða þannig sko Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 b.i.12 CATCH ME IF YOU CAN kl. 8 kl. 4DIDDA OG DAUÐI KÖTTURINN Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 Velgengni „The Pianist“ hefurverið pólska leikstjóranum Roman Polanski súrsæt. Langt er síðan hann fékk slíka viðurkenningu en hátindur ferils hans var á árun- um 1968-1979. Hann fékk þrjár til- nefningar til Óskarsverðlauna fyrir leikstjórn á því tímabili, fyrir mynd- irnar „Rosemary’s Baby“, „China- town“ og „Tess“. Eftir það féll hann í ónáð eftir að hafa viðurkennt að hafa haft mök við stúlku undir lög- aldri. Vinsældir „The Pianist“ hafa þess vegna rutt allri fortíð leikstjór- ans upp á yfirborðið. Með forsögu hans er stórmerkilegt að hann hafi fengið fjórðu tilnefningu sína til Óskarsverðlauna fyrir leikstjórn og nánast útilokað að hann vinni. Myndin „The Pianist“ er meðal ann- ars tilnefnd sem „besta myndin“. Myndin er gerð eftir endurminn- ingum pólska píanóleikarans Wlad- yslaw Szpilman (leikinn af Adrien Brody) og fjallar um það hvernig hann lifði af helför nasista. Szpil- man er gyðingur sem var uppalin í gettóum Varsjár. Hann og öll fjöl- skylda hans voru handtekinn af nas- istum. Fjölskylda hans var flutt í út- rýmingarbúðir en fyrir heppni náði hann að komast sleppa. Hann segir í bókinni að þeir einstaklingar sem höfðu bein í nefinu eða sýndu styrk gegn nasistum hafi einfaldlega ver- ið drepnir fyrstir. Móðir Polanski lét lífið í útrým- ingarbúðum nasista og segist leik- stjórinn í raun hafa undirbúið gerð myndarinnar frá barnæsku. Sjálfur er Polanski alinn upp í gettóum Varsjár en hann náði að flýja áður en handtökur nasista hófust. Það er svolítið kaldhæðnislegt að myndin sé sögð hans persónulegasta frá upphafi því hún er sú fyrsta í mörg ár þar sem hann kemur ekkert nálægt handritaskrifum. CHICAGO bi. 12 ára kl. 8 og 10.30 ADAPTATION. Leikstjóri: Spike Jonze. Leikarar: Nicholas Cage, Meryl Streep, Chris Cooper. Fréttiraf fólki ■ KVIKMYNDIR Píanóleikarinn óbrjótanlegi Á morgun verður mynd Roman Polanski „The Pianist“ frumsýnd. Myndin fékk gullpálmann á Cannes hátíðinni í fyrra og er tilnefnd til sjö Óskarsverðlauna. DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM: Internet Movie Database - 8.6 / 10 Rottentomatoes.com - 95% = Fresh Entertainment Weekly - A- Los Angeles Times - 5 stjörnur AÐRAR FRUMSÝNINGAR UM HELGINA Thunderpants 25th Hour Maid in Manhattan NOEL GALLAGHER Er um þessar mundir á tónleikaferðalagi með Oasis í Þýskalandi. Noel Gallagher: Mótmæli eru tímasóun Noel Gallagher, aðallagahöfundurOasis, ætlar ekki að sameinast tónlistarmönnum og mótmæla fyrir- huguðum árásum á Írak. Gallagher segist ekki hlynntur árásum á Írak en að breski Verka- mannaflokkurinn sé svo háður Bandaríkjunum að mótmælin séu til- gangslaus. „Það verður hvort eð er stríð,“ sagði Noel í samtali við þýska dag- blaðið Der Tagesspiegel. „Í hvert sinn sem íhaldssamur hálfviti, sem veifar Biblíu, nær völdum í Hvíta húsinu – hvort sem það er Bush, fað- ir hans eða Reagan – þá er farið í stríð.“ ■ ■ FÓLK biggi@frettabladid.is THE PIANIST Kvikmyndin er byggð á sannri sögu pólska píanóleikarans Wlad- yslaw Szpilman.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.