Fréttablaðið - 13.03.2003, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 13.03.2003, Blaðsíða 20
■ ■ FUNDIR  12.00 Rabbfundur Rannsókna- stofu í kvennafræðum verður haldinn í stofu 101 í Lögbergi. Þorgerður Þor- valdsdóttir kynja- og sagnfræðingur flyt- ur erindið: Í hár saman - kynjamenn- ing á hárgreiðslu- og rakarastofum.  12.20 Kristín Jónsdóttir meina- tæknir flytur erindi á fræðslufundi Keldna, sem haldinn verður í bókasafni Keldna. Erindið fjallar um kynsjúkdóma- bakteríuna Chlamidia Trachomatis.  16.00 Málþing um þjóðernis- hyggju og Evrópusambandið í Háskóla Íslands í Lögbergi, stofu 101, í samstarfi við breska sendiráðið. Aðalfyrirlesari verður Brendan O’Leary, þekktur og af- kastamikill fræðimaður á þessu sviði. Stutt innlegg flytja enn fremur Guð- mundur Hálfdanarson sagnfræðingur og Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins.  16.15 Málstofa verður haldin um Íshafsleiðina milli Evrópu og Asíu í Háskóla Íslands, húsi VR-II við Hjarðar- haga, stofu 157. Frummælendur eru Gestur Ólafsson arkitekt og Þór Jak- obsson veðurfræðingur.  16.30 Danski bókmenntafræðing- urinn Dag Heede flytur fyrirlestur í Aðal- byggingu Háskóla Íslands, stofu 1, þar sem hann bregður ljósi hinseginfræða á danska bókmenntasögu. Fyrirlesturinn fer fram á dönsku og eru allir velkomnir.  20.30 Andstæðingar virkjanafram- kvæmda á hálendinu verða með ljósa- gjörning á Austurvelli. Kveikt verður á einu kerti fyrir hvern alþingismann og síðan slökkt á 54 kertum, jafnmörgum og greiddu atkvæði með framkvæmd- um á hálendinu. ■ ■ TÓNLIST  19.30 Hallfríður Ólafsdóttir verður vopnuð fjórum flautum á tón- leikum með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands í kvöld. Hún leikur Konsert fyrir flautur eftir Einojuhani Rautavaara, þar sem einleikarinn þarf að hafa hraðar hendur við að skipta um flautu.  20.00 Leikhúskórinn á Akureyri syngur perlur úr óperum, óperettum og söngleikjum í Samkomuhúsinu. Af verkum má nefna La traviata, Lucia di Lammermoor, Il trovatore, Carmen, Kátu ekkjunan, Porgy og Bess, South Pacific, My Fair Lady og Fiðlarann á þakinu.  20.00 Aukasýning Nemendaóperu Söngskólans á Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart verður í Tónleikasal Söngskólans, Snorrabúð, Snorrabraut 54. Óperan er nokkuð stytt í leikgerð Ólafs Guð- mundssonar leikstjóra. Tónlistarstjóri er Garðar Cortes og píanóleikari Clive Pollard.  20.30 B3 tríó heldur tónleika í sal tónlistarskóla FÍH að Rauðagerði 27 með tónlist allt frá hefðbundnum orgeldjassi út í blús og fönk. Tríóið skipa þeir Agnar Már Magnússon orgelleikari, Ásgeir Ásgeirsson gítar- leikari og Erik Qvick trommuleikari.  20.30 Litla heimstónlistarhá- tíðin verður haldin í Salnum í Kópa- vogi. Fram koma hljómsveitirnar Red Rum frá Finnlandi, Bardukha frá Reykjavík og South River Band frá Ólafsfirði. ■ ■ LEIKLIST  20.00 Farsinn Allir á Svið eftir Michael Frayn er sýndur á Stóra sviði Þjóðleikhússins, þýddur og leikstýrður af Gísla Rúnari Jónssyni.  20.00 Rakstur eftir Ólaf Jóhann Ólafsson á Litla sviði Þjóðleikhússins.  20.00 Veislan eftir Thomas Vinter- berg og Mogens Rukov á Smíðaverk- stæði Þjóðleikhússins.  20.00 Kvetch eftir uppreisnar- manninn Steven Berkoff á Nýja sviði Borgarleikhússins í samstarfi við Á senunni.  20.00 Nemendaópera Söngskól- ans í Reykjavík verður með aukasýn- ingu á Brúðkaupi Fígarós í Snorrabúð, nýjum tónleikasal skólans að Snorra- braut 54.  20.00 Leikfélagið Hugleikur sýnir í Tjarnarbíói leikritið Undir hamrinum eft- ir Hildi Þórðardóttur í leikstjórn Ágústu Skúladóttur. ■ ■ SKEMMTANIR  20.00 Hið árlega Fiðluball efstu- bekkinga Menntaskólans í Reykjavík verður haldið í kvöld.  Hljómsveitin Ampop er með síð- búna útgáfutónleika á Grandrokk.  Hljómsveitirnar Hell Is for Heroes, Mínus og Brain Police eru með tón- leika á Gauki á Stöng.  Blúsþrjótarnir eru með Blúskvöld á Vídalín. ■ ■ SÝNINGAR  Sýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands á ljósmyndum ársins stendur yfir í Gerðarsafni, Listasafni Kópa- vogs. Á neðri hæðinni eru auk þess sýndar ljósmyndir Ólafs K. Magnús- sonar frá fyrstu 20 árum hans á Morgunblaðinu.  Jóhannes Geir listmálari sýnir um 70 málverk í Húsi málaranna, Eiðis- torgi. Rúmlega tuttugu ár eru frá því Jó- hannes Geir hélt síðast sýningu á verk- um sínum. Opið 14-18. 16 13. mars 2003 FIMMTUDAGUR Fjórar flautur Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUNNAR M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Tónleikar í gulu röðinni í Háskólabíói í kvöld kl. 19:30 Hljómsveitarstjóri: Justin Brown Einleikari: Hallfríður Ólafsdóttir Edvard Grieg: Pétur Gautur, úr svítu nr. 2 Einojuhani Rautavaara: Konsert fyrir flautur - Dansar með vindunum Robert Schumann: Sinfónía nr. 2 Fös. 14/3 kl. 21, UPPSELT Lau. 15/3 kl. 21, UPPSELT Fim. 20/3 kl. 21, AUKASÝN., nokkur sæti Fös. 21/3 kl. 21, UPPSELT Lau. 22/2 kl. 21, nokkur sæti Fim. 27/2 AUKASÝN., nokkur sæti Fös. 28/3 kl. 21, UPPSELT Lau. 29/3 kl. 21, UPPSELT Fös. 4/4 kl. 21, nokkur sæti Fim. 17/4 SJALLINN AKUREYRI Lau. 19/4 SJALLINN AKUREYRI hvað?hvar?hvenær? 10 11 12 13 14 15 16 MARS Fimmtudagur ■ TÓNLEIKAR Mig langar mikið á tónleikanameð Hell Is for Heroes og Mínus á Gauknum“, segir Birgir Örn Thoroddsen, upptökustjóri og fjöllistamaður. „Þetta eru mjög góð bönd og þetta ættu að vera geðveikir rokktónleikar. Svo líst mér mjög vel á sýningu Finnboga Péturssonar í Kúlunni í Ásmund- arsafni og hef mikinn hug á að sjá hana.“  Val Birgis BIRGIR ÖRN THORODDSEN ✓ ✓ Þetta lístmér á! Breska hljómsveitin Hell Is forHeroes þykir ein allra bjar- tasta vonin í bresku rokki nú um stundir. Hún er rétt nýbúin að gefa út fyrstu plötuna sína, sem hefur fengið afbragðsgóða dóma. Þessi öfluga hljómsveit er nú komin hingað til lands og ætlar að spila á tónleikum á Gauki á Stöng í kvöld. Þarna verða einnig tvær ís- lenskar hljómsveitir, Mínus og Brain Police, þannig að óhætt er að búast við heldur betur kröftug- um tónleikum. „Við í Mínus vorum í viðræð- um við Hell Is for Heroes um að túra með þeim úti. Þá slógu þeir til og skipulögðu eina tónleika hér í leiðinni,“ segir Frosti, gítarleik- ari Mínus. „Síðan datt reyndar upp fyrir túrinn okkar með þeim, en þeir héldu fast við sínar áætl- anir um að koma hingað. Þeir voru líka mjög spenntir fyrir því.“ Hell Is for Heroes var stofnuð fyrir um það bil þremur árum og vakti strax mikla athygli fyrir öfluga tónleika. Þeir komust fljótt á samning hjá EMI og eru nú orðnir ein af stærstu hljómsveit- unum í Bretlandi. „Fyrsta platan þeirra kom svo út nú í febrúar, ári eftir að hún var tekin upp. Þeir hafa verið að gefa út nokkrar smáskífur með lögum af henni á síðasta ári til þess að byggja upp stemningu.“ Mínus er líka nýbúin að taka upp plötu sem kemur út seint í apríl eða byrjun maí. „Við vorum að klára upptökur í þessari viku,“ segir Birgir. „Það er verið að mixa hana núna. Með því að fá Hell Is for Heroes hing- að erum við líka að bjóða upp á vænni pakka fyrir erlenda blaða- menn sem eru að koma hingað til að taka viðtöl við okkur út af nýju plötunni.“ gudsteinn@frettabladid.is Helvíti fyrir hetjur einar MÍNUS Mínus kemur fram í kvöld ásamt Brain Police á tónleikum með bresku hljómsveitinni Hell Is for Heroes á Gauki á Stöng. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 MEST SELDU SKÁLDVERKIN Í VERSL- UNUM PENNANS-EYMUNDSSONAR Arnaldur Indriðason MÝRIN Mary Higgins Clark ENDURFUNDIR Lawrence Millman KAJAK DREKKFULLUR AF ... Isabel Allende AFRÓDÍTA Karen Blixen GESTABOÐ BABETTE Sidney Sheldon HIMININN HRYNUR Arnaldur Indriðason GRAFARÞÖGN Arundhati Roy GUÐ HINS SMÁA Marcel Proust Í LEIT AÐ GLÖTUÐUM TÍMA Michel Houellebecq ÖREINDIRNAR Mest seldubækurnar Það fer venju samkvæmt nokk-uð fyrir glæpum á sölulista Pennans-Eymundssonar og sem fyrr er það Arnaldur Indriðason sem ber höfuð og herðar yfir aðra höfunda í þeirri grein. Hann er með tvær kiljur á listanum þessa vikuna, Mýrin er enn á toppnum og Grafarþögn er í sjöunda sæti. Mary Higgins Clark fylgir Arn- aldi eftir í öðru sætinu og gamli jálkurinn Sidney Sheldon, sem er unnendum spennusagna bæði á bókum og í sjónvarpi að góðu kunnur, er í sjötta sætinu. Á menningarlegri nótunum eru svo Proust, Blixen og Allende, og hinn bersögli franski rithöfundur Michel Houellebecq dúkkar allt í einu upp með Ör- eindirnar frá árinu 2000. Hann hreyfði við einhverjum með hinni klámfengu Áform um jólin en þessi bók er bæði kraftmeiri og skemmtilegri.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.