Fréttablaðið - 13.03.2003, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 13.03.2003, Blaðsíða 25
21FIMMTUDAGUR 13. mars 2003 SÍMI 553 2075 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 Sýnd kl. 5 og 8 bi. 16 áraDAREDEVEL kl. 5.30 og 10.15 TWO WEEKS NOTICE kl. 8 SKÓGARLÍF 2 m/ísl.tali kl. 4 og 6 Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10 Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 FRIDA kl. 5.30, 8 og 10.30 bi. 12 ára CHICAGO bi. 12 ára kl. 5.30, 8 og 10.30 Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 bi. 12 ára Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20 bi. 16 ára Indverski leikstjórinn UjjalChatterjee hefur á prjónunum að gera kvikmynd um árásina á tvíburaturnana 11. september 2001. Hann gerði áður mynd sem fjallaði um lífið undir stjórn tali- bana í Afganistan. Nú hefur hann verið sakaður um að reyna að græða á óförum annarra. Hann neitar því alfarið og segir að kvikmyndir eigi að endurspegla það sem gerist í hinum raunveru- lega heimi. Þess vegna sé eðlilegt að gera mynd sem fjallar á ein- hvern hátt um hryðjuverkaárás- irnar á Bandaríkin. Fyrrum kryddstúlkan Geri Halli-well hefur tekið að sér að gagn- rýna fatasmekk stjarnanna þegar þær rúlla yfir rauða teppið og inn í Kodak-sýningar- höllina á Ósk- arsverðlaunadag- inn. Hún hefur einnig tekið að sér dómarastarfið fyrir raunveruleikaþátt- inn „All American Girl“ sem sýndur er á ABC. Takmark þáttarins er að finna hina full- komnu konu sem er falleg, gáfuð, klár í eldhúsinu, góð leikkona, góð- ur dansari og í góðu formi. Nú er þriðja „Mummy“-myndiní vinnslu þrátt fyrir að báðir aðalleikarar fyrri myndanna, Brendan Frasier og Rachel Weisz, hafi neitað að leika í henni. Mynd- in á að gerast í nútímanum en ekki á fyrri hluta 20. aldarinnar eins og hinar tvær og verða því aðrir aðalleikarar fengnir. Múmí- an vaknar aftur til lífsins á okkar tímum og verður líklega ekkert grín að ná henni í háttinn aftur. Tónlistarframleiðandinn PhilSpector sendi út tölvupóst á alla vini sína þar sem hann hélt því fram að allar kær- ur gegn honum hefðu verið felld- ar niður. Í póstin- um segir að b- myndaleikkonan Lana Clarkson hafi í raun framið sjálfsmorð á heimili hans í síðasta mánuði. Hann kann að hafa verið einum of fljótur á sér því lögregl- an í Los Angeles vildi ekki stað- festa þetta og heldur því fram að málið sé enn rannsakað sem morð- mál. Leikarinn Don Johnson var stöðv-aður í tollinum í Þýskalandi með rúmlega 8 milljarða dollara í ferðatösku sinni. Hann var að koma frá Sviss og sagðist hafa í hyggju að kaupa sér bíl. Tollverð- irnir bendu honum á að hann gæti hæglega keypt alla bílaverksmiðj- una með slíka fjárupphæð. Lög- reglan í Þýskalandi hefur leikar- ann grunaðan um peningaþvætti en engar kærur hafa verið gefnar út á hendur honum. Frábært verð 3.999kr/kassinn Verð áður 5.999, - 1000 kubbar! LEGO kubbar í eigulegum leikfangakassa. Bæklingur með 210 spennandi hugmyndum fylgja með í kassanum. 999kr Bolur st: 92-128 999kr Buxur st: 92-128 Gildir á meðan birgðir endast. Leikkonan RenéeZellweger er við það að gefa út fyrstu smáskífu sína. Hún ætlar að syngja dúett með Ewan McGregor og gefa út í tilefni myndar þeirra „Down with Love“. Þeir sem hafa séð „Chicago“ vita að hún ræður vel við það að taka lagið. Leikarinn Mark Wahlberger að verða pabbi í fyrsta skipti. Barnsmóðir hans er fyrir- sætan Rhea Durham, sem var kærasta hans í stuttan tíma. Leikarinn er víst afar spenntur fyrir föðurhlutverkinu og barnsmóðirin afar sátt við að bera barn hans. Næst sjáum við Wahlberg í endurgerð myndar- innar „The Italian Job“. Á móti honum í myndinni leika Edward Norton og Charlize Theron. Brjóstgóða kántríhnátan DollyParton verður á meðal tónlistar- manna er koma fram á Glastonbury- hátíðinni í ár. Hún tilkynnti um framkomu sína í gær, öllum að óvör- um, þar sem hún er ekki vön að leika á slíkum tónlistarhátíðum. Hún verður aðalat- riðið á lokakvöld- inu, sunnudaginn 28. júní. R.E.M. klárar föstu- dagskvöldið en Radiohead verður aðal- númerið á laugardegin- um.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.