Fréttablaðið - 13.03.2003, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 13.03.2003, Blaðsíða 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Hver verður næstur? Það var á vetrarvertíð fyrir langa-löngu. Það hafði gengið vel að draga netin, aflinn með ágætum, veður gott miðað við árstíma og það lá vel á öllum um borð. Flest benti til þess að vinnudagurinn yrði ekki svo langur – kannski ekki nema tólf tímar eða svo. Á landstíminu var tekið í spil, spilaður kani á öðrum enda borðsins og bridds á hinum. Menn voru djarfir í sögnum, sögðu þrjú grönd en fengu ekki nema sjö slagi, ítrekað. Öllum var sama, það var hlegið. Útlit var fyrir að fjöl- skyldumenn næðu í kvöldmatinn heima og gætu jafnvel litið á heima- lærdóm barnanna sinna og þeir yngri sáu fram á að komast í bíó. Bullitt var mynd kvöldsins. SKYNDILEGA breyttist allt. Neyð- arkall heyrðist. Báts var saknað. Brosið fraus á hverju andliti. Spilin féllu. Kallinn lagði þvert í bak og báturinn hallaði svo að könnur og annað sem var á borðum rann með hraði en var bjargað frá því að falla í gólfið þar sem viðbragðsflýtir manna var mikill. Menn stukku upp, sumir klæddust stökkum og bússum og fóru út til að kíkja. Þeir yngstu voru kvíðnir. Ef báturinn var sokk- inn og mennirnir... Órói var innra með þeim. ÞAÐ VAR SIGLT þvers og kruss, bátur við bát, en ekkert sást. Óttinn óx og vonin minnkaði. Það kólnaði og sjómennirnir skiptust á að fara í brúna og fá sér heitt að drekka. Þeir drukku þegjandi. Það sá enginn ástæðu til að tala, þögnin átti best við. Þeir eldri höfðu oft verið við leit áður. Sumir voru að upplifa það í fyrsta sinn. Tíminn leið og ekkert fannst. EINN AF YNGRI mönnunum, ný- liði, var að fá sér kaffi enda kalt á höndum og fótum. Sopinn var nota- legur þrátt fyrir að hann væri að venja sig af því að nota bæði sykur og mjólk í kaffið. Það var ekki sæm- andi sjómanni að blanda kaffið. Hann leit á klukkuna og sá að klukk- an var orðin það margt að ekkert benti lengur til að hann sæi Bullitt í bíó þetta kvöldið. Hann skar þögnina og sagði, við náum varla í bíó úr þessu. Skipstjórinn stökk upp úr stólnum, greip í lopapeysu drengsins og öskraði með öllu tárvotu andlit- inu: „Við getum orðið næstir.“ Bakþankar SIGURJÓNS MAGNÚSAR EGILSSONAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.