Fréttablaðið - 13.03.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 13.03.2003, Blaðsíða 10
DÝR FIÐURFÉNAÐUR Kjúklingakaupmaðurinn Gulam Mohammad situr ofan á búri og bíður eftir viðskiptavin- um í borginni Kabúl í Afganistan. Kjúklingar eru sannkölluðu munaðarvara í Kabúl og aðeins á færi efnaðra borgara að hafa slíkt kjöt á boðstólum enda kosta fuglarnir sjaldnast undir 500 íslenskum krónum. 10 13. mars 2003 FIMMTUDAGURAFGANISTAN Frá hugmynd að fullunnu verki Rennismíði Hönnun: Gísli B. STJÓRNSÝSLA Eigendur Heiðarfjalls á Langanesi telja ríkissaksóknara ófæran um að gegna embættis- skyldum í máli þeirra gegn Bandaríkjunum. Þeir hafa leitað til Sólveigar Péturs- dóttur dómsmála- ráðherra um að skipa sérstakan saksóknara frá út- löndum í málið. Á Heiðarfjalli var radarstöð Bandaríkjahers lögð niður fyrir rúmum 30 árum. Að sögn eigenda fjallsins var þar skilið eftir mjög mikið magn af mengandi úrgangi. Þennan úrgang vilja þeir að Bandaríkjamenn fjarlægi eða búi um á forsvaranlegan hátt. Bandarísk stjórnvöld hafa hunsað kröfuna. Íslensk yfirvöld hafa ekki viljað taka málið upp. Nú síðast neitaði ríkissaksóknari að aðhafast í málinu og eru land- eigendur að kæra þá ákvörðun til dómsmálaráðherra. „Nokkuð ljóst er nú orðið að ríkissaksóknari er ófús eða ófær um eða hefur ekki þor til að sak- sækja háttsetta bandaríska emb- ættismenn. Sérstaklega þar sem þeir eru erlendir og frá voldug- asta ríki heims og ímynda menn sér að þeir séu að koma fram af kurteisi við hina erlendu aðila og gera þeim greiða. Embætti sak- sóknara íslenska ríkisins hefur brotnað saman. Ennfremur mun ástæðan vera sú að hagsmuna- árekstrar íslenskra ríkisins virð- ast vera í málinu,“ segir í viku- gömlu bréfi landeigenda til dóms- málaráðherra. Landeigendurnir segja að meðal annars í ljósi ofangreindra fullyrðinga sinna um stöðu mála hjá ríkissaksóknara séu lagaskil- yrði fyrir því að dómsmálaráð- herra fái nýjan saksóknara til að koma að Heiðarfjallsmálinu. Sak- sóknarinn þyrfti að vera útlend- ur, frá einhverju nágrannaríkja okkar. Fyrirmynd að þessu sé til dæmis að finna í sérstakri rann- sóknarnefnd flugslysa sem nú rannsakar flugslysið í Skerja- firði. Útlendingar séu í meiri- hluta í þeirri nefnd. „Hin heimildarlausu og ólög- legu afnot eru sífellt áreiti og yf- irgangur, valda tjóni og veruleg- um óþægindum og er brot gegn mannúð,“ segja eigendur Heiðar- fjalls um ástandið á landareign sinni. „Málið er til skoðunar og úr- vinnslu í ráðuneytinu. Það er á þessum tímapunkti ekki hægt að segja til um hvenær niðurstöðu er að vænta,“ segir Ingvi Hrafn Óskarsson, aðstoðarmaður ráð- herra. gar@frettabladid.is SÉR Á BÁTI Selurinn vinsæli „Tama-chan“ er sáttur við sín nýju heimkynni í Tama-ánni í Japan og vill hvergi fara þrátt fyrir að áin sé menguð og hitastig vatnsins talsvert hærra en á hans náttúrulegu heimaslóðum. Sérlundaður selur: Unir sér vel í mengaðri á TÓKÍÓ, AP Mikil reiði greip um sig meðal íbúa Tókíó þegar dýra- verndunarsinnar reyndu að fanga sel sem hefst við í einni af meng- uðust ám Japans. Selurinn vann hjörtu þjóðarinnar á síðasta ári þegar hann villtist frá norðlægum heimkynnum sínum og endaði í Tama-ánni, sem er í yfir þúsund kílómetra fjarlægð frá heimaslóð- unum. Selurinn nýtur mikilla vin- sælda í Japan og hafa leikföng honum tengd selst eins og heitar lummur auk þess sem hann hefur verið gerður að heiðursborgara í einu af úthverfum Tókíó. Borgar- búar voru því ekki alls kostar sátt- ir þegar dýraverndunarsinnar ákváðu að reyna að flytja selinn aftur norður á bóginn og fengu þeir það í gegn að selurinn yrði látinn í friði. ■ Klónun manna: Bannað að veita einkaleyfi ALÞINGI Ekki má veita einkaleyfi á aðferðum við að klóna menn eða breyta erfðaeiginleikum kyn- fruma manna, samkvæmt þings- ályktunartillögu um breytingar á viðauka við EES-samninginn sem fjallað var um á Alþingi. Einnig er bannað að veita einkaleyfi á notkun fósturvísa í hagnaðarskyni eða á öðrum upp- finningum sem stríða gegn alls- herjarreglu eða siðgæði. Tilskipunin um lögvernd upp- finninga í líftækni samræmir ákvæði um einkaleyfishæfi upp- finninga á þessu sviði. Með ákvæðum tilskipunarinnar er skýrt nánar á hverju er hægt að fá einkarétt á sviði líftækni. ■ ALÞINGI Hlutfall fanga sem eru háðir vímuefnum hefur farið vax- andi. Jón Kristjánsson heilbrigð- ismálaráðherra sagði á Alþingi í gær að geðrænn vandi fanga og fíkniefnavandi væri oft mjög samofinn. Úrræði um meðferð þyrftu að taka mið af því. Katrín Fjeldsted, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði ráð- herra að því hvort hann teldi að bæta þyrfti þá áfengis- og vímu- efnameðferð sem stæði afplánun- arföngum til boða. Enn fremur spurði hún hvernig samstarfi milli heilbrigðisþjónustu og fang- elsisyfirvalda væri háttað. Ráðherra sagðist álíta að gott samstarf væri milli heilbrigðis- þjónustunnar og fangelsisyfir- valda, en benti jafnframt á að að- koma heilbrigðisþjónustunnar að þessum málaflokki væri í sífelldri skoðun. Hann sagði að það færðist í vöxt að fangar fengju heimild til að ljúka afplánun á meðferðar- stofnunum. Katrín varpaði þá fram þeirri spurningu hvort ekki væri ráðlegra að hefja meðferð sem fyrst, en ekki bara undir lok afplánunar. Ráðherra tók undir það og sagði ráðuneytið vera til- búið til viðræðna við fangelsisyf- irvöld um það hvernig þessu væri best háttað. ■ Óhefðbundnar lækningar: Áhyggjur af nefndar- starfi ALÞINGI Lára Margrét Ragnars- dóttir, Sjálfstæðisflokki, hefur áhyggjur af því að nefnd sem á að gera úttekt á stöðu óhefðbundinna lækninga geti ekki skilað af sér á réttum tíma. Á Alþingi sagði hún að nefndin hefði aðeins komið saman tvisvar til þrisvar síðan hún var skipuð. Heilbrigðisráðherra sagði nefnd- ina hafa komið saman seint á síð- asta ári. Hann vissi ekki annað en hún myndi skila áfangaskýrslu 1. apríl og niðurstöðum 1. október. ■ Rætt um fíkniefnavanda íslenskra fanga á Alþingi: Fleiri fangar háðir fíkniefnum LITLA-HRAUN Heilbrigðisráðherra sagðist álíta að gott samstarf væri milli heilbrigðisþjónustunnar og fangelsisyfirvalda, en benti jafnframt á að aðkoma heilbrigðisþjónustunnar að þessum málaflokki væri í sífelldri skoðun. Á HEIÐARFJALLI „Hin heimildarlausu og ólöglegu afnot eru sífellt áreiti og yfirgangur, valda tjóni og verulegum óþægindum og er brot gegn mannúð,“ segja eigendur Heiðar- fjalls um ástandið á landareign sinni. Eigendur Heiðarfjalls á Langanesi segja ríkissaksóknara ófæran um að taka á máli þeirra gegn bandarískum yfirvöldum um frágang úrgangs á fjallinu. Þeir vilja að dómsmálaráðherra fái útlendan saksóknara í málið. SÓLVEIG PÉTURSDÓTTIR Dómsmálaráðherra hefur einu sinni skipað sérstakan saksóknara samkvæmt ákvæði sem sett var árið 2001 inn í lög um með- ferð opinberra mála. Það var þegar ráð- herrann skipaði saksóknara sem rannsak- aði hvernig Magnús Leopoldsson dróst inn í Geirfinnsmálið. „Nokkuð ljóst er nú orðið að ríkissaksóknari er ófús eða ófær um eða hefur ekki þor til að saksækja háttsetta bandaríska embættis- menn.“ Vilja útlendan saksóknara

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.