Fréttablaðið - 13.03.2003, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 13.03.2003, Blaðsíða 31
Margir þeirra sem rýna í at-burði undanfarinna daga í leit að skýrum línum eiga erfitt þessa dagana. Það á þó ekki við um Björn Bjarnason, borgarfulltrúa og alþingis- mann. Og villuráfandi sauðum til hjálpar bendir Björn á Pál Vilhjálmsson „Samfylkingarmann“ sem ritaði grein í Mbl. í síðustu viku undir fyrirsögninni „Atlaga að Davíð“. Björn segir að Páll útskýri þetta best allra og tíðindum sæti hve spjall- þáttamenn ljósvakanna hafi gert lítið með útlegg- ingu Páls. Víst er að Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni hefur í ljósi þessa ekki þótt verra að hafa þennan óvænta skoðanabróður með sér í Silfri Egils um helgina. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Samfylkingarmenn velti því fyrir sér hvort þeir þurfi and- stæðinga með Pál innan flokks - þó framámenn þar neiti að láta hafa nokkuð eftir sér um það mál. Ekki er langt síðan hann reyndist flokknum afar erfiður ljár í þúfu í tengslum við bréf- kosningu þar sem hugur flokks- manna til Evrópustefnu flokksins var kannaður, en þá var Páll ein- mitt mjög hávær í gagnrýni sinni á hvernig að því var staðið og fann tiltækinu allt til foráttu. Eins og lesa má annars staðar íblaðinu er hópur fólks að kanna jarðveginn fyrir hugsan- legt framboð í vor. Meðal þeirra sem mynda hópinn má finna þrjá fyrrverandi þingmenn, Guðmund G. Þórarinsson, sem sat á þingi fyrir Framsókn, Inga Björn Al- bertsson, sem sat á þingi fyrir Borgaraflokkinn, Sjálfstæðis- flokkinn og Frjálslynda hægri- menn, og Stefán Benediktsson, sem sat á þingi fyrir Bandalag jafnaðarmanna og Alþýðuflokk- inn. Fleira fólk er að finna á listan-um. Þar má nefna Flosa Ólafs- son leikara, myndlistarmennina Baltasar og Kristjönu Samper, box- spekúlantinn og tónlistar- manninn Bubba Morthens, Sigurð A. Magnússon rithöfund, Valdimar H. Jóhannesson framkvæmdastjóra og Bárð G. Halldórsson, fyrrum formann Samtaka um þjóðareign. Hópurinn er að setja upp heima- síðuna nu.is og einnig ku vera hægt að bæta sér í hópinn með því að hringja í Gulu línuna og skrá sig þar. MÓTMÆLI Bókin Hringavitleysu- saga eftir Elísabetu Jökulsdóttir er nýkomin út. Höfundur segir að hér sé á ferðinni „fyrsta villitrú- arritið á Íslandi“ en hér leikur hún sér með byggingu Kárahnjúka- virkjunar og leitast við að skýra söguna að baki hennar með að- ferðum þjóðsögunnar og táknsög- unnar og bregða þannig nýju ljósi á hana. „Þetta er í þessum þvörukerl- ingastíl þar sem allt getur gerst,“ segir Elísabet, sem vill ekki úti- loka að sagan muni hreyfa við ein- hverjum þeirra sem haft hafa frumkvæði að framkvæmdunum. „Þetta er galdrasaga og eins og gengur og gerist með skáldskap gerist eitthvað innra með lesand- anum. Þetta er lifandi efnasam- band sem lesandinn gengur í sam- band við þannig að það byrjar eitt- hvað að vaxa innra með honum þó að það gerist ekki endilega einn, tveir og þrír.“ Sagan er nýkomin út og selst, að sögn Elísabetar, eins og heitar lummur og það eru ekki síður fylgismenn virkjunarinnar sem kaupa hana þó andstæðingarnir séu vissulega stór og sterkur markhópur. Einhverjar persónur ættu að koma lesendum kunnug- lega fyrir sjónir og nægir þar að nefna Íslensku sveitastelpuna, Nornina og forneskjuna. Skessan Háspennumöst og Disney-barnið eru svo hins vegar ekki jafn kunn- ugleg. ■ FRÉTTIR AF FÓLKI Hringavitleysusaga: Fyrsta villutrúarritið ELÍSABET JÖKULSDÓTTIR „Þegar manni er svona mikið niðri fyrir og eitthvað íþyngir manni getur verið gott að nota skáldskapinn til að fá fjarlægð á hlut- ina og sjá þá í öðru ljósi.“ DARYL HANNAH Var gestur á frumsýningu myndarinnar The Hunted í Los Angeles fyrr í vikunni. William Friedkin, sem gerði garðinn fræg- an með The Exorcist á sínum tíma, leik- stýrir myndinni, sem skartar eðalleikurun- um Tommy Lee Jones og Benicio Del Toro í aðalhlutverkum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M 27FIMTUDAGUR 13. mars 2003

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.