Fréttablaðið - 13.03.2003, Blaðsíða 30
JARÐARFARIR
13.30 Eiríkur Hreiðarsson, garðyrkju-
bóndi, Grísará, Eyjafjarðarsveit,
verður jarðsunginn frá Akureyrar-
kirkju.
13.30 Guðrún Egilsdóttir, Hæðargarði
35, Reykjavík, verður jarðsungin
frá Bústaðakirkju.
13.30 Sigrún Johnsen Langelyth, Suð-
urhvammi 15, Hafnarfirði, verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju.
15.00 Anna Kristín Jónsdóttir, Fögru-
brekku 5, Kópavogi, verður jarð-
sungin frá Kópavogskirkju.
15.00 Unnur Júlíusdóttir, Hringbraut
84, Reykjavík, verður jarðsungin
frá Dómkirkjunni.
ANDLÁT
Ragnheiður Jónsdóttir, Hraunvangi 1,
Hafnarfirði, lést 2. mars. Jarðarförin hef-
ur farið fram.
Jón Kristján Jóhannsson, læknir, Hlíð-
arhúsum 3-5, Reykjavík, lést 11. mars.
Einar Vilhelm Guðmundsson Garð-
vangi, Garði, lést 10. mars.
Kristjana Magnúsdóttir, frá Hnjóti við
Örlygshöfn, lést 10. mars.
Ellert Emanúelsson lést 9. mars.
Jónas Einarsson Waldorff, Álsvöllum 4,
Keflavík, lést 9. mars.
Harvey Gudmundsson lést í Chicago
25. febrúar.
AFMÆLI
Erlingur Gíslason leikari er sjötugur.
26 13. mars 2003 FIMMTUDAGUR
AFMÆLI
DANSARI „Foreldrar mínir hafa
stutt mig rosalega mikið og ég
hefði ekki getað þetta án þeirra,“
segir Unnur Elísabet Gunnars-
dóttir, sem hefur lært ballett við
Konunglega sænska ballettskól-
ann síðastliðin þrjú ár. Hún tók
þátt í sólókeppni ungra sænskra
dansara fyrir skömmu, hafnaði í
öðru sæti og vakti verðskuldaða
athygli. „Það var sjónvarpað beint
frá þessu enda mikill ballettáhugi
í Svíþjóð og þetta var rosalega
skemmtilegt. Þeir sem unnu fara
áfram í Evrópukeppni. Eftir
keppnina kom frönsk kona sem
ferðast út um alla Evrópu og leit-
ar að dönsurum og bauð mér að
koma á fimm vikna námskeið í
Suður-Frakklandi.“
Unnur Elísabet flutti til Sví-
þjóðar til að læra ballett þegar
hún var fimmtán ára og verður
stúdent frá skólanum í vor. „Ég
veit ekki nákvæmlega hvað tekur
við þá en í Frakklandi fæ ég að
vinna með alls konar danshöfund-
um og mynda vonandi einhver
sambönd þar.“
Unnur Elísabet byrjaði að
dansa þegar hún var fjögurra ára
og byrjaði í Listdansskóla Íslands
þegar hún var tíu ára. „Þegar ég
var tólf ára var ég ákveðin í því að
flytja út og fara í góðan skóla.“
Þegar Unnur hafði lokið grunn-
skóla héldu henni engin bönd og
hún fór til Svíþjóðar. „Það þýddi
ekkert að reyna að stoppa mig.“
Foreldrar Unnar Elísabetar
eru Soffía Thorarensen kennari
og Gunnar Jóhann Birgisson lög-
fræðingur. Hún á fjögur systkini,
eldri bróðurinn Birgi Ísleif Gunn-
arsson, alnafna seðlabankastjór-
ans afa þeirra, og þrjú yngri hálf-
systkin. Þá á hún kærasta hér
heima. „Við vorum byrjuð saman
áður en ég fór út. Það var hrika-
lega erfitt að fara svona frá öllum
en hann flytur kannski út til mín
þegar hann er búinn með mennta-
skólann.“ ■
Unnur Elísabet Gunnarsdóttir er 18 ára
gömul. Hún hefur lært ballett í Svíþjóð
frá því hún var 15 ára og gerði það ný-
lega gott í sólókeppni sænskra dansara.
Hana dreymir um að dansa í Evrópu.
Persónan
Ballettskónum slitið í Svíþjóð
MEÐ SÚRMJÓLKINNI
UNNUR ELÍSABET GUNNARSDÓTTIR
„Það er erfitt að fara til baka þegar maður
er kominn út. Það er líklegt að ég fari til
Hollands að vinna með kompaníi þar en
það á eftir að koma í ljós.“
Miðaldra kona fékk hjartaáfallog á skurðarborðinu varð
hún fyrir yfirskilvitlegri reynslu.
Hún spurði hvort hennar tími
væri kominn en engill, sjálfur
Lykla-Pétur, sagði að hún ætti fyr-
ir höndum 43 góð ár.
Það fyrsta sem konan gerði eft-
ir aðgerðina var að panta sér lýta-
lækningar, allan pakkann, hún
ætlaði sér að njóta áranna. En
þegar hún kom út af sjúkrahúsinu
ók bíll yfir hana með þeim afleið-
ingum að hún dó. Hún hitti Lykla-
Pétur við hliðið og spurði: „Hvað
varð um þessi 43 ár?“
„Óhhh,“ sagði Pétur. „Þú? Fyr-
irgefðu, en ég þekkti þig ekki.“ ■
Níels Ársælsson.
Grikkir og Tyrkir.
Zombie.
Veistu svarið?
Svör við spurningum á bls. 6
Vegna frétta af nýjum lögregluhundum
í Reykjavík skal tekið fram að lögreglu-
þjónar verða áfram við störf.
Leiðrétting1.
2.
3.
TÍMAMÓT
LEIKSTJÓRI „Ég kem nú bara af
fæðingardeildinni hérna í
Reykjavík,“ segir Stefán Jóns-
son leikari aðspurður um upp-
runa sinn. „Það segir sína sögu
og ég er Reykvíkingur í húð og
hár. Ég bjó meira að segja í húsi
sem afi minn byggði á Baróns-
stíg gegnt fæðingardeildinni. Ég
hef mestmegnis haldið mig í
kringum Skólavörðuholtið,
nema þegar ég hef farið utan til
að leita mér fanga í námi og
leik.“
Stefán leikstýrir uppfærslu
leikfélags Kvennaskólans á Lýs-
iströtu sem var frumsýnd í gær.
Yfirvofandi stríði í Írak var mót-
mælt á dögunum með leiklestri á
þessum forna gamanleik
Aristófanesar þar sem hann
greinir frá ákvörðun eigin-
kvenna stríðsæsingamanna að
neita þeim um kynlíf þar til þeir
láta af stríðsáformum. „Þetta var
góð tímasetning hjá okkur en við
erum búin að vera að æfa þetta í
allan vetur.“ Stefán leikstýrði
einnig verki í Kvennó í fyrra og
er býsna ánægður með að hafa
verið fenginn til þess aftur. „Ég
vil hafa talsvert eða allt um það
að segja hvaða verk eru valin
þegar ég tek svona að mér og ég
valdi Lýsiströtu eftir mikla yfir-
legu. Það er auðvitað ætlast til að
þetta sé skemmtilegt en mér
finnst eðlilegt að velja einhvern
milliveg í stað þess að fara beint
í söngleikina. Mér finnst æski-
legt að leikhúsi sé beint í ein-
hvern farveg og það sé notað til
að fá fólk til að hugsa. Það þarf
ekkert að leggja saman tvo og tvo
til að sjá að við erum hér að gera
annað og meira en bara að
skemmta fólki.“
Stefán hóf skólagöngu sína í
Grænuborg, fór þaðan í Austur-
bæjarskóla, þá Hagaskóla og síð-
an í MR. Hann fór svo og lærði
frönsku í Frakklandi og lærði síð-
an leiklist í London í þrjú ár.
„Mér rann dálítið blóðið til leik-
listarinnar en Haraldur Björns-
son leikari var afi minn. Þetta
sveif alltaf yfir vötnum og gerð-
ist allt saman frekar sársauka-
laust. Ég komst inn í Leiklistar-
skólann hérna heima en var með
fleiri járn í eldinum þegar ég var
að sækja um skóla og þar sem ég
komst inn í London ákvað ég að
fara þangað.“
Stefán er 38 ára. Eiginkona
hans er Rebekka Sigurðardóttir
og þau eiga fjóra stráka á aldrin-
um sjö til tólf ára. Foreldrar hans
eru Jón Haraldsson, arkitekt,
sem er látinn, og Áslaug Stephen-
sen, sem starfar hjá Krabba-
meinsfélaginu. Hvað áhugamálin
varðar segir hann fluguveiðar á
heiðum uppi vera sér mjög að
skapi. „Svo syndi ég mikið og hef
almennt áhuga á fögru mannlífi
að innan og utan.“
thorarinn@frettabladid.is
Gegn stríði
og niðurrifi
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Stefán Jónsson leikstýrir nýrri uppsetningu á
Lýsiströtu. Hann vill ekki fara beint í söngleik-
ina þegar hann stýrir framhaldsskólasýningum
og vill að leikhús fái fólk til að hugsa.
STEFÁN JÓNSSON
„Stjórnvöld hafa tilhneigingu til að rífa þau fáu hús sem bjóða upp á skemmtilegt og gott
rými til leiksýninga og búa til bílastæði eða eitthvað arðvænlegra og lofa stein-
steypuköstulum fyrir kosningar. Það er ekki sú innspýting sem leikhúslífið þarf.“
FRÉTTIR AF FÓLKI
Mikil hassvakning virðist vera íuppsiglingu í þjóðfélaginu.
Heyrst hefur að rapparinn alræmdi
Móri sé að skipuleggja baráttutón-
leika fyrir lögleiðingu hassins og
nýverið opnaði vefurinn
www.cannab.is en þar er mælt fyr-
ir lögleiðingu grassins umdeilda. Þá
heyrir það til nýmæla að hass sé
gefið í beinni útsendingu útvarps-
stöðvar en það hefur verið gert í
Zombie, nýjum þætti Sigurjóns
Kjartanssonar og Dr. Gunna. Þeir
höfðu einmitt ætlað að fá aðstand-
endur vefjarins í viðtal. Þeir skróp-
uðu hins vegar af einhverjum
ókunnum ástæðum en mættu síðan
í viðtal hjá keppinautnum Jóni
Gnarr. Hassfólkið hefur því verið
sett í bann hjá Zombie enda „ein-
tómir ræflar sem nenna að hassa
sig daginn út og inn hvort eð er,“
eins og doktorinn orðar það.