Fréttablaðið - 13.03.2003, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 13.03.2003, Blaðsíða 19
FIMTUDAGUR 13. mars 2003 ÍÞRÓTTIR Í DAG 16.45 Sjónvarpið Handboltakvöld. Endursýndur þáttur frá miðvikudagskvöldi. 18.00 Sýn Sportið með Olís. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis. 18.25 Sjónvarpið Snjókross. Þáttaröð um móta- röð vélsleðamanna. 18.30 Sýn Western World Soccer Show. Heimsfótbolti West World. 19.15 Grindavík Deildarmeistarar Grindavíkur taka á móti Hamri í úrslita- keppninni í Intersport-deild karla í körfu. 19.15 DHL-höllin KR og Njarðvík eigast við í úr- slitakeppni Intersport-deildar karla í körfubolta. 19.45 Sýn Bein útsending frá fyrri leik Celtic og Liverpool í 8 liða úr- slitum Evrópukeppni félagsliða. 22.00 Sýn Football Week UK. Nýjustu fréttirnar úr enska boltanum. 22.30 Sýn Sportið með Olís. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis. 23.00 Sýn Sýnt frá Chrysler Classic-mót- inu í bandarísku PGA-mótaröð- inni í golfi. 0.00 Sýn Sýnt frá Dubai Desert-mótinu í evrópsku PGA-golfmótaröðinni. 1.00 Sýn Leikur Mexíkó og Ekvador á HM í fótbolta síðasta sumar. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 05 23 03 /2 00 3 Smáralind mán.-fös. kl. 11-19 lau. kl. 11-18 sun. kl. 13-18 Glæsibæ mán.-fös. kl. 10-18 lau. kl. 10-16 OPIÐ Líkamsræktarföt eins og þau gerast best, fyrir konur á öllum aldri. Komdu í Smáralind eða Glæsibæ og sjáðu úrvalið. Það er ekki eftir neinu að bíða. Byrjaðu strax! Smáralind - Glæsibæ Sími 545 1550 og 545 1500 FÓTBOLTI Mick McCarthy, fyrrver- andi landsliðsþjálfari Írlands, hef- ur verið ráðinn knattspyrnustjóri enska liðsins Sunderland. Hann tekur við liðinu af Howard Wilkinson, sem var rekinn fyrir skömmu. Þetta er í fyrsta sinn sem McCarthy þjálfar í ensku úrvals- deildinni og aðeins annað félagslið- ið sem hann stjórnar. Áður en hann tók við írska landsliðinu árið 1996 var hann þjálfari Millwall. McCarthy sagðist á blaðamanna- fundi í gær vera afar ánægður með nýja starfið en játaði að það þyrfti margt að gerast til að félagið næði að halda sér uppi í úrvaldsdeilinni. „Sumir spyrja sig eflaust hvers vegna ég kom hingað en þetta er knattspyrnufélag sem er virkilega gott. Það hefur góða stuðnings- menn og allir sem tengjast því hafa metnað fyrir góðu gengi þess.“ Sunderland er í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sjö stig- um á eftir liðunum í þriðja og fjórða neðsta sæti. Næsti leikur liðsins er botnslagur gegn Bolton á laugardag. ■ MCCARTHY Forráðamenn Sunderland segja að McCarthy hafi verið ráðinn til langs tíma en ekki einungis til að forða liðinu frá falli í síðustu níu deildarleikjunum. McCarthy ráðinn stjóri Sunderland: Frumraunin í ensku úrvalsdeildinni LYKILMENN TAKAST Á Michael Jordan hafði betur gegn Tracy McGrady og félögum í Orlando þrátt fyrir 43 stig þess síðarnefnda. NBA-deildin: 43 stig McGrady ekki nóg KÖRFUBOLTI Michael Jordan og Tracy McGrady voru í sviðsljós- inu þegar Washington Wizards og Orlando Magic áttust við í NBA- deildinni í körfubolta í fyrra- kvöld. McGrady skoraði 43 stig fyrir Magic í leiknum, sem lauk með naumum 106:105 sigri Wizards. Jordan skoraði 23 stig fyrir Wiz- ards og Jerry Stackhouse 31. Kobe Bryant skoraði 36 stig þegar meistarar L.A. Lakers töp- uðu stórt fyrir Chicago Bulls með 116 stigum gegn 99. Shaquille O’Neal, samherji Bryant, skoraði aðeins 13 stig í leiknum. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.