Fréttablaðið - 26.03.2003, Síða 10
26. mars 2003 MIÐVIKUDAGUR
SJÁVARÚTVEGUR Hagnaður tíu
stærstu sjávarútvegsfyrirtækj-
anna jókst um tíu milljarða milli
áranna 2001 og 2002. Fjár-
magnsliðir skiluðu félögunum
rúmum þrettán milljörðum meira
en árið áður. Afkoman fyrir af-
skriftir, skatta og fjármagnsliði
versnaði um rúma tvo milljarða
milli áranna 2001 og 2002. Þessi
fyrirtæki ráða yfir um helmingi
aflaheimilda við Ísland.
Styrking krónunnar hefur
mikil áhrif á uppgjör fyrirtækj-
anna. Mikill gengishagnaður skil-
ar sér í kjölfar styrkingu krón-
unnar á síðasta ári. Styrkingin
þýðir hins vegar að lægra verð
fæst í krónum fyrir afurðirnar.
Stefán Broddi Guðjónsson, sér-
fræðingur hjá Greiningardeild
Íslandsbanka, segir að áfram
muni gæta gengishagnaðar í upp-
gjörum á fyrsta ársfjórðungi
þessa árs. „Árið 2001 var sérlega
gott ár hjá sjávarútveginum og
2002 verður að teljast afar gott
einnig.“ Hann gerir ráð fyrir því
að framlegð fyrirtækjanna fari
minnkandi á árinu. „Við sjáum að
framlegð fyrirtækjanna er að
dragast saman á síðasta ársfjórð-
ungi síðasta árs.“
Stefán Broddi segir að mikil
þróun hafi orðið í rekstri sjávar-
útvegsfyrirtækja og þau nýti
fjármuni sína betur nú og séu
betur rekin en fyrir nokkrum
árum. „Afkoman versnar í kjöl-
far styrkingar krónunnar. Fyrir-
tækin sem skráð eru í Kauphöll-
inni eru betur fjármögnuð og eru
mun sterkari en vænta má af
greininni í heild. Það eru engin
ný sannindi að sjávarútvegurinn,
eins og aðrar útflutningsgreinar,
líður fyrir sterka krónu.“ Hann
segir einnig blikur á lofti varð-
andi verð á mörkuðum. Stærstu
sjávarútvegsfyrirtækin séu hins
vegar í góðum rekstri og hafi
verið að búa sig undir erfiðari
tíma. „Ég held að fyrirtækin hafi
unnið þannig að þau hafi ekki
gert ráð fyrir að rekstrarum-
hverfi þeirra yrði til allrar fram-
tíðar eins gott og það var síðustu
tvö ár.“ Stefán Broddi segir fyrir-
tækin hafa verið að styrkja eigin-
fjárstöðu sína, borga skuldir og
hafi því góðar forsendur til þess
að takast á við lakara rekstrar-
umhverfi meðan á innstreymi er-
lends fjármagns vegna stóriðju-
framkvæmda stendur.
haflidi@frettabladid.is
STJÓRNSÝSLA Jakob Falur Garðars-
son, aðstoðarmaður samgöngu-
ráðherra, segir ráðuneytið ekki
geta að svo stöddu tjáð sig efnis-
lega um bréf Flugskólans Flug-
sýnar um meint lögbrot Flugskóla
Íslands. Á bréfið sé litið sem
stjórnsýslukæru og það fái með-
ferð sem slíkt.
Eigandi Flugsýnar, Sigurður
Hjaltested, telur Flugskóla Ís-
lands brjóta lög með því að sinna
einkaflugmannskennslu. Lög-
bundið viðfangsefni skólans sé
menntun atvinnuflugmanna.
Þá segir Sigurður lög brotin
með því að viðskiptum sem Flug-
skóli Íslands gæti beint til ann-
arra flugskóla sé í staðinn beint til
félaga sem að hluta séu í eigu
meðeigenda ríkisins í Flugskóla
Íslands.
Ríkið er stærsti hluthafinn í
Flugskóla Íslands með yfir 40%
eignarhluta. Það dró fulltrúa sinn
úr stjórn skólans fyrir um tveim-
ur árum. „Það var eingöngu vegna
þess að flugrekendurnir og flug-
félögin sjá alfarið um þessi mál,“
segir Jakob Falur.
Sigurður vill að Ríkisendur-
skoðun kanni rekstur Flugskóla
Íslands. Það mun Ríkisendurskoð-
un reyndar þegar hafa gert sem
hluta af allsherjar úttekt á Flug-
málastjórn. Niðurstöðurnar eru
nú til umsagnar hjá þeim aðilum
sem úttektin snertir. ■
FLUGSKÓLI ÍSLANDS
Jakob Falur Garðarsson, aðstoðarmaður sam-
gönguráðherra, segir umkvörtun eiganda
Flugskólans Flugsýnar vegna reksturs Flug-
skóla Íslands í raun vera stjórnsýslukæru.
Samgönguráðuneytið tjáir sig ekki um flugskóladeilu:
Bréf Flugsýnar er
stjórnsýslukæra
GÓÐ ÁR
Sjávarútvegsfyrirtæki í Kauphöllinni hafa verið að skila methagnaði. Mikill gengishagnaður var á síðasta ári. Nú má hins vegar búast við
lakari afkomu vegna sterkari krónu.
AFKOMA STÆRSTU SJÁVARÚTVEGSFYRIRTÆKJANNA 2001-2002 Í MILLJÓNUM KRÓNA
Grandi Vinnslu- Þormóður Þorbjörn Brimir Eskja Síldar- SR mjöl Samherji Tangi Samtals
stöðin rammi Fiskanes vinnslan
Hagnaður 2002 1.814 1.069 1.067 1.003 2.373 1.010 1191 443 1.879 208 12.057
Hagnaður 2001 410 35 -33 412 -384 156 -67 31 1108 -99 1.569
Breyting 1.404 1.034 1.100 591 2.757 854 1.258 412 771 307 10.488
Hagnaður fyrir
afskriftir 2002 1.609 1.243 1.318 1.193 2.883 1.254 1.093 927 2.998 -42 14.476
Hagnaður fyrir
afskriftir 2001 1.431 1.181 1.416 1.430 3.242 1.280 1.585 1.140 3.612 280 16.597
Breyting 178 62 -98 -237 -359 -26 -492 -213 -614 -322 -2.121
Fjármagnsliðir 2002 1.241 491 603 -620 1.746 589 1.004 396 410 296 6.156
Fjármagnsliðir 2001 -250 -683 -858 750 -2.058 -750 -1.074 -594 -1.238 -375 -7.130
Breyting 1.491 1.174 1.461 -1.370 3.804 1.339 2.078 990 1.648 671 13.286
Hagnaðurinn jókst
um tíu milljarða
Hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja í Kauphöll Íslands jókst um rúma tíu
milljarða. Aukningin skýrist að mestu af styrkingu krónunnar. Fjár-
magnsliðir voru þrettán milljörðum betri 2002 en 2001. Styrking krón-
unnar skilar lakari afkomu til lengri tíma.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
LE
M