Fréttablaðið - 26.03.2003, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 26.03.2003, Blaðsíða 22
22 26. mars 2003 MIÐVIKUDAGUR LORD OF THE RINGS b.i. 12 kl. 4 LÚXUSSPY KIDS 2 kl. 3.45 og 5.50 GANGS OF NEW YORK b.i. 16 kl. 10.20 DAREDEVIL b.i. 16 kl. 3.40 og 8 THE RING kl. 8 og 10.10 b.i. 16 ára SKÓGARLÍF 2 m/ísl.tali kl. 4 og 6 TWO WEEKS NOTICE kl. 6 og 8 TRAPPED b.i. 12 ára kl. 5.50, 8, 10.10 GULLPLÁNETAN m/ísl. tali kl. 4Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20 Sýnd í lúxus kl. 8 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20 b.i. 14 ára kl. 6, 8 og 10NÓI ALBINÓI kl. 5.50, 8 og 10.108 FEMMES MAN WITHOUT A PAST kl. 6 og 8 NORRÆNIR BÍÓDAGAR Sýnd kl. 4, 5.50, 8 og 10.10 b.i. 16 ára Sýnd í lúxus kl. 5.50, 8 og 10.10 Sýnd kl. 8 og 10.10 b.i. 12 ára Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 b.i. 12 ára THUNDERPANTS kl. 4 og 6 kl. 4DIDDA OG DAUÐI KÖTTURINN Sýnd kl. 5, 8 og 10 b.i. 14 ára CHICAGO Sýnd í lúxus kl. 5.45 og 10.20 Eftir að hiphoppið var að mestukæft með eigendaskiptum út- varpsstöðvarinnar Muzik hefur myndast tómarúm í hiphoppheim- um. Eini þátturinn þar sem hiphopp er allsráðandi hefur verið þáttur Robba „Chronic“ á X-inu 97,7, þar til nú. Rás 2, útvarp allra landsmanna, hefur ákveðið að sinna menningarskyldu sinni og gefa tónlistarstefnunni pláss í kvölddagskrá sinni. Þátturinn „Óskalög sjúklinga“, sem verður í umsjón Erps Eyvindarsonar og Ágústar Bents, fer því í loftið ann- að kvöld í staðinn fyrir „Alætu“ Dr. Gunna sem færði sig yfir á X- ið fyrir stuttu. „Það sem er svolítið áberandi hér á Íslandi er að hiphoppsenan er svo einhæf,“ segir Erpur, eða Pró- fessor Blazroca eins og hann gæti hæglega kallað sig vegna fræðslu- starfsseminnar sem hann ætlar að standa fyrir í þættinum ásamt Bent. „Hér á Íslandi heyrum við að- allega hiphopp frá einum stað og það fer minna fyrir öllu hinu. Ríkis- fjölmiðill ber ábyrgð á því að fræða og gera hluti sem einkareknir miðl- ar geta ekki. Rás 2 er ekki háð styrkjum frá einhverri smjörlíkis- gerð. Þess vegna ætlum við að hafa þetta sem fjölbreyttast.“ Straumar, stefnur og rætur hiphoppsins verða því í hávegum höfð í þættinum. Erpur segir einnig að boðaðir verða gestir í þættina og jafnvel rímur látnar flæða í beinni útsendingu. Einnig sé hugsanlegt að þættirnir verði þematengdir. Þannig geti einn þáttur sem dæmi verið tileinkaður stelpum í hiphop- pi og sá næsti neðanjarðarsenunni í New York. Þeir félagar ætla að leggja sitt fram til þess að fylla upp í gatið sem myndaðist við breytingarnar á Muzik. Hann segir að gamlar gremjur á milli íslenskra rappara verði lagðar til hliðar til þess að hægt verði að fjalla um senuna hér á sem óhlutdrægastan hátt. „Þetta er allt byggt á einhverju bulli hvort eð er. Það er bara hluti af menningunni að vera að vesen- ast í einhverjum öðrum. Það er yf- irleitt ekki persónulegt. Ég held að það sé enginn sem hefur verið í hiphoppi á Íslandi sem er algjör- lega laus við það að hafa verið að vesenast í einhverjum. Maður fær ekki viðurkenninguna fyrr en mað- ur byrjar að bulla í einhverju liði,“ segir hann og flissar. Þættirnir verða á dagskrá Rásar 2 á fimmtudögum frá 22.10 til mið- nættis. biggi@frettabladid.is ■ ÚTVARPFréttiraf fólki Rás 2 styður hiphoppið Annað kvöld opnast ný gátt fyrir hiphopp á Ís- landi þegar þátturinn „Óskalög sjúklinga“ fer í loftið á Rás 2. Rottweiler- hundarnir Erpur „Blaz- roca“ og Bent ætla að leiða hlustendur ofan í djúpan brunn hiphopps- ins. BENT OG BLAZROCA Erpur segist vita til þess að það sé smá pirringur í rappheimum á milli Öryrkjabanda- lagsins (Bæjarins Bestu, Elvar, Bent og fleiri) og Grænna fingra (Móri, Mezzías og fleiri). „Þetta skiptir engu máli fyrir þáttinn. Við sinnum öllu, það er bara geðveikt ánægjulegt að Rás 2 sé að gera þetta.“ Laugavegi 32 561 0075 Það þarf meira til að gera góðabíómynd en að hóa saman tveimur frábærum leikurum og leikstjóra sem var upp á sitt besta fyrir þrjátíu árum. The Hunted er frekar dapurleg staðfesting á þessu en hér eiga þeir allir slæman dag óskarsverðlaunahafarnir Tommy Lee Jones, Benicio Del Toro og leikstjórinn William Fried- kin (The French Connection, The Exorcist). Del Toro leikur hermann sem er sérþjálfaður í manndrápum og er einfaldlega sá besti í sínu fagi. Hann er svona Rambó síns tíma en í stað þess að vera skemmdur eftir Víetnamstríðið flippar hann eftir allan viðbjóðinn í Kosovo. Hann fer svo í framhaldinu að nota þekk- ingu sína til að kála veiðimönnum úti í skógi í Bandaríkjunum. Það gengur ekki og maðurinn sem ken- ndi honum að drepa, náttúruunn- andinn Jones, er fenginn til að elta sköpunarverk sitt uppi og taka úr umferð. Framan af minnir þetta allt saman á First Blood nema Rambó var auðvitað ekki vondur og það er auðvitað spurning hvort Del Toro sé illmenni en tvöfeldni persónu hans er átakanlega illa unnin. Þar fyrir utan er þetta allt svo sam- hengislaust og brotakennt að spennan helst aldrei og hraðinn er ekki nógu mikill til að breiða yfir allar brotalamirnar í handritinu. Stallone er enginn Del Toro og Richard Crenna er enginn Tommy Lee Jones en First Blood er samt mikið betri mynd en The Hunted. Þórarinn Þórarinsson Umfjöllunkvikmynd Þá er nú Rambó betri Rithöfundurinn J.K Rowling ogeiginmaður hennar eignuðust sitt fyrsta barn á sunnudag. Hjónin eignuðust strák og heilsast móður og barni vel. Þetta er fyrsta barn hjón- anna en Rowling á eina níu ára gamla dóttur fyrir. Fjölskyldan er nú komin heim með nýja drenginn. Ætli hann komi til með að heita Harry? Stúlkurnar í lesbíudúettnumTatu, sem keppir á móti Birgittu Haukdal í Eurovision, segjast elskast allt að þrisvar sinn- um á dag. Lena og Julia segjast gera það þegar þær vakna á morgnana, einu sinni á eftirmið- daginn og svo á kvöldin. Eftir tón- leika segjast þær iðulega taka nokkrar sætar stelpur með sér upp á hótelherbergi til þess að leika sér saman. Þær segjast einnig stunda kynlíf með karl- mönnum en það sé bara ekki næstum því eins skemmtilegt. Sigurlíkur Birgittu Hauk- dal fara því minnkandi með degi hverjum. „Sofa hjá? Þú átt það alltaf skilið.“ Framleiðsla þriðju Harry Pottermyndarinnar gæti verið í hættu vegna yfirvofandi verkfalls verkamanna á tökustað. Nú er ver- ið að byggja upp nýjan hluta sviðs- myndarinnar og gæti sú fram- kvæmd stöðvast á föstudag þegar verkfallið á að byrja ef samningar nást ekki. Verkamenn vildu 8% kauphækkun en Warner Brothers þvertók fyrir það. Tökur eiga að hefjast eftir nokkrar vikur. Verka- mennirnir hafa verið á sömu laun- um frá því að þeir voru ráðnir fyr- ir fyrstu myndina fyrir þremur árum síðan. Aldrei hafafærri Banda- ríkjamenn horft á Óskarsverðlauna- hátíðina síðan mæl- ingar hófust. Aðeins um 33 milljónir Bandaríkjamanna fylgdust með hátíðar- höldunum en það eru víst 20% færri en í fyrra. Hingað til hefur verðlauna- hátíðin verið eitt vinsælasta sjón- varpsefni ársins, fyrir utan úr- slitaleikinn í bandarískum fótbolta. Í ár er talið að margir hafi frekar verið að fylgjast með fréttastöðvunum til þess að fylgjast með stöðu mála í Írak. Talsmenn Reneé Zellwegersegja að hún hafi ekki tekið þátt í söngatriðinu á Óskarsverðlaun- unum vegna gífur- legrar sviðs- hræðslu sinnar. Stúlkan er ekki vön því að koma fram á sviði enda hefur hún alla sína tíð einungis leikið í kvikmyndum. Um leið og leikkonan NicoleKidman kveikti aftur á far- símanum sínum að Óskarsverð- launahátíðinni lokinni fékk hún víst símtal frá Tom Cruise, fyrrum eigin- manni hennar. Hann var stadd- ur á Nýja-Sjá- landi við tökur myndarinnar „The Last Samurai“ og fylgdist með hátíðinni í sjónvarpinu. Þeir sem sáu til sögðu að stúlkan hefði verið ná- lægt því að bresta í grát. CHICAGO b.i. 12 kl. 5.45, 8 og 10.20 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T H O R ST EN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.