Fréttablaðið - 22.04.2003, Qupperneq 2
2 22. apríl 2003 ÞRIÐJUDAGUR
“Þau er bara fín en ég losna við þau
bráðum. Venjulega er ég með linsur
en var skikkaður til að vera með
gleraugu í mánuð út af bólgum.“
Logi Bergmann Eiðsson hefur lesið sjónvarpsfrétt-
ir að undanförnu með gleraugu.
Spurningdagsins
Logi, hvernig eru gleraugun?
■ Skðanakönnun
Stjórnmál
Framsóknarflokkurinn – kjölfestan í íslenskum stjórnmálum
– ekki slagsmál
ATHUGUN „Það er nokkuð síðan við
fengum þetta mál,“ sagði Sigurður
Þórðarson ríkisendurskoðandi, en
hann hefur að ósk menntamála-
ráðuneytisins skoðað embættis-
færslur Þorfinns Ómarssonar,
fyrrverandi forstöðumanns Kvik-
myndasjóðs, síðustu daga hans í
embætti. Sigurður segir ekki langt
að bíða þess að embættið sendi
ráðuneytinu niðurstöður vinnu
sinnar.
Meðal þess sem verið er að at-
huga er styrkveiting sem Þorfinn-
ur veitti Hrafni Gunnlaugssyni til
gerðar myndarinnar Opinberun
Hannesar, sem er byggð á smá-
sögu eftir Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra. Áður hafði því verið
hafnað að styrkja myndina en Þor-
finnur veitti henni tuttugu og tveg-
gja milljóna króna styrk skömmu
áður en hann lét af embætti.
Ekki náðist í Þorfinn þegar
fréttin var í vinnslu. ■
„Við höfum fundið gott andrúms-
loft síðustu vikurnar,“ segir Hall-
dór Ásgrímsson, formaður Fram-
sóknarflokksins. „Okkur finnst
skoðanakannanir Fréttablaðsins
ekki hafa verið í samræmi við
það sem við höfum fundið. Við
höfum trú á að við eigum eftir að
sækja mikið á á næstunni, hversu
góð vísbending þetta er skal ég
ekki fullyrða um.“
„Þessar tölur gefa til kynna að
þeir sem vilja hnekkja veldi
Sjálfstæðisflokksins verða að
spýta í lófana,“ segir Össur
Skarphéðinsson, formaður Sam-
fylkingarinnar. „Það eru þrjár
vikur til kosninga. Tíminn er
nægur til að safna liði til að vinna
duglegan sigur og það ætla ég
Samfylkingunni að gera og ekk-
ert minna.“
„Þetta fer fram úr okkar björt-
ustu vonum,“ segir Guðjón Arnar
Kristjánsson, formaður Frjáls-
lynda flokksins. „Við erum
ánægð að við vinnum á. Það gef-
ur okkur von um að fólk trúi á
okkar málflutning. Ég tel að okk-
ar unga og efnilega fólk stefni í
að vinna glæsilega sigra.“
„Þetta er frekar í áttina, og ég
hef ágæta tilfinningu fyrir stöð-
unni,“ segir Steingrímur Sigfús-
son, formaður VG. „Ég er bjart-
sýnn og held við séum að upp-
skera að hafa verið sjálfum okk-
ur samkvæm í þessari baráttu og
hvorki farið á loforðafyllerí né
misstigið okkur að öðru leyti í
málefnunum.“
„Ég á mjög erfitt með að átta mig
á þessum könnunum. Ef þær eru
réttar þá skiptir fólk um skoðun
á nokkurra sólarhringa fresti,“
segir Guðlaugur Þór Þórðarson
borgarfulltrúi. „Ég hef fundið
mjög jákvæðan anda og við höf-
um verið í góðri sókn.“
SKOÐANAKÖNNUN Samkvæmt sam-
anteknum niðurstöðum síðustu
tveggja skoðanakannana Frétta-
blaðsins, sem gerðar voru dagana
12. og 19. apríl, fær Frjálslyndi
flokkurinn sjö þingmenn kjörna,
Framsóknarflokkur sex, Vinstri
grænir fimm, Samfylkingin tutt-
ugu og Sjálfstæðisflokkur tuttugu
og fimm. Samanlagt er úrtakið
2.400 manns í þessum tveimur
könnunum.
Frjálslyndir bæta við sig sam-
kvæmt könnununum tveimur og
mælast með 11,4% fylgi af þeim
sem taka afstöðu. Framsóknar-
flokkur mælist með 10,1% fylgi,
Vinstri grænir 8,4%, Samfylking-
in 30,3% og Sjálfstæðisflokkur
37,5%. Fylgi Nýs afls mælist
óverulegt, eða 1,1%.
Frjálslyndir sterkir í Reykjavík
Frjálslyndir hafa samkvæmt
þessum niðurstöðum tæplega þre-
faldað fylgi sitt á landsvísu á und-
anförnum vikum. Athygli vekur
að nokkur aukning virðist vera á
fylgi þeirra á höfuðborgarsvæð-
inu. Flokkurinn mælist með 11,8%
fylgi í Reykjavík norður og fær
samkvæmt því tvo þingmenn, þar
af einn uppbótarþingmann. Í
Reykjavík suður mælist hann með
11% fylgi og einn þingmann. Í
Suðvesturkjördæmi er flokkurinn
með 10,3%, sem skilar einum
manni á þing. Sterkastur er flokk-
urinn nú sem fyrr í Norðvestur-
kjördæmi, og mælist þar með
23,3% fylgi og tvo þingmenn. Í
Suðurkjördæmi fær hann 8,6% og
einn þingmann, en í Norðuraust-
urkjördæmi er enginn þingmaður
Frjálslyndra inni og fylgið mælist
6,6%.
Framsókn með engan á suð-
vesturhorninu
Framsóknarflokkurinn geldur
afhroð á öllu Suðvesturhorninu
samkvæmt þessum niðurstöðum.
Hann mælist með engan þing-
mann í Reykjavík og engan í Suð-
vesturkjördæmi. Fylgið mælist
jafnmikið í báðum Reykjavíkur-
kjördæmunum, eða 6,5%, og 6,8%
í Suðvesturkjördæmi. Stærstur
virðist flokkurinn vera í Norð-
austurkjördæmi, þar sem hann
mælist með 21,6% og þrjá þing-
menn, þar af einn uppbótarþing-
mann. Hann er með 15,7% í Norð-
vesturkjördæmi og tvo þingmenn,
þar af einn uppbótarþingmann, og
11,5% í Suðurkjördæmi og einn
þingmann.
Ingibjörg Sólrún úti
Samfylkingin mælist með
30,7% fylgi í Reykjavík norður og
þrjá þingmenn inni. Samkvæmt
því á Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
nokkuð langt í land með að ná
þingsæti, en hún skipar fimmta
sætið á listanum. Í Reykjavík suð-
ur mælist Samfylkingin með 33%
fylgi og fjóra þingmenn, og í Suð-
vesturkjördæmi mælist fylgið
31,7%, sem skilar fjórum þing-
mönnum, þar af einum uppbótar-
þingmanni. Í Norðausturkjör-
dæmi mælist fylgið 26,8% og
þingmennirnir þrír, eins og í
Norðvesturkjördæmi og Suður-
kjördæmi, þar sem fylgið mælist
annars vegar 25,2% í Norðvestur
og 30,5% í Suður.
Sjálfstæðisflokkurinn stærst-
ur
Sjálfstæðisflokkurinn mælist
með 7,5% forskot á Samfylking-
una og er með 37,5% fylgi á lands-
vísu. Hann mælist sterkastur á
höfuðborgarsvæðinu, er með
40,7% í Reykjavík norður og
fimm þingmenn, þar af einn upp-
bótarmann, og 41,2% og fimm
þingmenn í Reykjavík suður, þar
af einn uppbótarmann. Fylgi
flokksins virðist mest í Suðvest-
urkjördæmi þar sem 42,3% segj-
ast munu greiða flokknum at-
kvæði sitt. Það skilar fimm kjör-
dæmakjörnum þingmönnum.
Sjálfstæðisflokkurinn er einnig
með fimm menn inni í Suðurkjör-
dæmi, þar af einn uppbótarþing-
mann og mælist þar með 34,6%
fylgi. Í Norðausturkjördæmi
stendur fylgið í 31,5%, sem færir
flokknum þrjá þingmenn og í
Norðvesturkjördæmi mælist fylg-
ið 24,8%. Þar fengi flokkurinn tvo
þingmenn samkvæmt þessu.
Vinstri grænir í kjörfylgi
Vinstrihreyfingin – grænt
framboð mælist með fylgi nálægt
kjörfylgi sínu á landsvísu, eða
8,4%. Hreyfingin er stærst í
Norðausturkjördæmi þar sem
12,7% af þeim sem tóku afstöðu í
könnunum tveimur segjast munu
greiða henni atkvæði. Það þýðir
einn þingmann. Í Norðvesturkjör-
dæmi fá Vinstri grænir 10,5% og
einn þingmann, en í Suðurkjör-
dæmi mælast þeir með 6,2% fylgi
og engan þingmann. Fylgið
mælist 8,3% í Reykjavík norður,
6,9% í Reykjavík suður og 7,9% í
Suðvesturkjördæmi. Þetta skilar
Vinstri grænum einum þingmanni
í hverju þessara kjördæma, þar af
tveimur uppbótarþingmönnum í
Suðvestur og Reykjavík suður.
gs@frettabladid.is
FARALDUR „Konan sem hefur verið í
sóttkví á Landspítalanum fer heim
í dag,“ segir Haraldur Briem sótt-
varnalæknir. Konan hafði verið á
ferðalagi í Suðaustur-Asíu, reynd-
ar ekki á þeim svæðum sem
lungnabólgan hefur verið í út-
breiðslu. Hún sýndi einkenni sem
svipar til lungnabólgunnar og af
öryggisástæðum var hún sett í
einangrun. „Við bregðumst við
eins og um lungnabólgutilfelli sé
að ræða, því allur er varinn góður.
Við höfðum uppi á því fólki sem
hún hafði haft samskipti við eftir
heimkomuna og fylgdumst með
því,“ segir Haraldur.
Haraldur Briem segir farald-
inn enn vera í fullum gangi á út-
breiðslusvæðum og ekki sé
ástæða til annars enn að sýna
fyllstu varúð. „Spjöld hafa verið
sett upp í Leifsstöð þar sem ferða-
menn frá Kína og Kanada eru
beðnir um að fylgjast með ein-
kennum fyrstu tíu dagana eftir
brottför þaðan. Það eina sem við
getum gert er að treysta því að
fólk láti athuga sig ef það kemur
frá þessum svæðum og verður
einkenna vart,“ segir Haraldur
Haraldur segist ráða fólki ein-
dregið frá því að ferðast til þeirra
staða þar sem lungnabólgan hefur
breiðst út. Hann segir skemmti-
ferð til Kína ekki góða hugmynd
og ætti fólk ekki að ferðast til
þessara svæða nema brýna nauð-
syn beri til. „Í Kína hafa verið
gerðar takmarkanir á ferðum inn-
anlands. Til dæmis átti að vera
mikil hátíð sem kostar mikinn
flutning fólks á milli staða en hef-
ur verið blásin af út af öryggis-
ráðstöfunum,“ segir Haraldur. ■
LANDSPÍTALINN
Ráðstafanir hafa verið gerðar á Land-
spítalanum til að einangra þá sem
hugsanlega gætu hafa smitast af
lungnabólgufaraldrinum.
Ástæða til að sýna fyllstu varúð:
Ferðalög til Kína óheppileg
ÞORFINNUR ÓMARSSON
Ríkisendurskoðun kannar embættisfærslur
hans.
Ríkisendurskoðun með Kvikmyndasjóð:
Niðurstöður væntanlegar
Ingibjörg Sólrún úti
Samanteknar niðurstöður síðustu tveggja kannana Fréttablaðsins sýna Sjálfstæðisflokkinn
stærstan og Samfylkinguna einungis með þrjá þingmenn inni í Reykjavík norður. Framsókn fær
ekki þingmann á höfuðborgarsvæðinu.
SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR
Fari kosningarnar eins og nýjustu
skoðanakannanir missir hún sæti sitt á
Alþingi.
INGIBJÖRG SÓLRÚN
Sem stendur virðist sem hún nái ekki kjöri
á Alþingi. Reyndar er styttra í næsta mann
Sjálfstæðisflokks í kjördæminu en hana.