Fréttablaðið - 22.04.2003, Síða 4

Fréttablaðið - 22.04.2003, Síða 4
4 22. apríl 2003 ÞRIÐJUDAGUR Fórstu í kirkju um páskana? Spurning dagsins í dag: Er vorið komið? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 50,4% 49,6% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is SKOÐANAKÖNNUN Fleiri kjósendur vilja að núverandi stjórnarand- staða myndi næstu ríkisstjórn en að ríkisstjórn sitji áfram. Þetta kemur fram í skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var á laugardag. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sögðust 42,0 prósent vilja hafa áfram en 46,8 prósent segjast vilja ríkisstjórn stjórnarandstöðuflokka, það er Samfylkingar, Frjálslynda flokks- ins og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Rúmlega tíu prósent sögðust óákveðin þegar spurt var hvort fólk væri fylgjandi eða andvígt því að núverandi ríkisstjórn sitji áfram eftir kosningar. 37,6 pró- sent sögðust vilja sömu ríkisstjórn en 52,0 prósent vildu hana ekki. Ef aðeins er litið til þeirra sem tóku afstöðu sést að 42 prósent eru fylgjandi ríkisstjórninni en 58 pró- sent eru andvíg henni. Hugsanleg ríkisstjórn stjórnar- andstöðunnar nýtur stuðnings 38,1 prósents svarenda, 43,3 prósent vilja ekki slíka ríkisstjórn en 18,6 prósent taka ekki afstöðu til henn- ar. Af þeim sem taka afstöðu segj- ast 46,8 prósent vilja ríkisstjórn stjórnarandstöðunnar og 53,2 pró- sent ekki. Hringt var til 1.200 kjósenda sem skiptast jafnt milli kynja og landsbyggðar og þéttbýlis sam- kvæmt hluföllum í kjörskrá. Spurt var annars vegar: ertu fylgjandi eða andvíg(ur) því að núverandi ríkisstjórn sitji áfram eftir kosn- ingar? 1,8 prósent svöruðu ekki. Hins vegar var spurt: ertu fylgj- andi eða andvíg(ur) því að núver- andi stjórnarandstöðuflokkar myndi ríkisstjórn eftir kosningar? 2,3 prósent svöruðu ekki. ■ KLIFRAÐI UPP Í KRANA Kona klifraði upp í byggingar- krana við Aðalstræti klukkan sex í gærmorgun. Konan, sem er um tvítugt, hafði klifrað efst upp í kranann. Var hún á leiðinni niður þegar lögreglu bar að garði og þótti ráðlegast að stöðva hana og bíða eftir körfubíl frá slökkvilið- inu sem flutti hana niður heilu og höldnu. KVEIKT Í NÚMERALAUSUM BÍLUM Mikill erill var hjá lögreglunni á Selfossi um helgina. Kveikt var í þremur númeralausum bílum á Selfossi um helgina og var slökkvilið staðarins kallað út. Þá voru tveir menn handteknir. Ann- ar þeirra reyndi að hlaupa í veg fyrir bíla í suðurhluta bæjarins. Þegar lögreglan reyndi að stoppa manninn kom annar að og reyndi að hindra störf lögreglu. LÖGREGLUMÁL Nokkur fíkniefna- mál komu til kasta lögreglunnar víða um land um páskahelgina. Tveir menn voru handteknir í Keflavík eftir að þrjátíu grömm af amfetamíni og fimmtán grömm af hassi fundust. Hafði lögregla stöðvað þá þar sem þeir óku um bæinn. Tók lögregla eft- ir að annar maðurinn fleygði umslagi aftur inn í bílinn eftir að þeir voru nýstignir út. Reyndist fyrrgreint fíkniefni vera í um- slaginu. Mennirnir, sem eru um þrítugt og fertugt, viðurkenndu að eiga fíkniefnin. Báðir hafa áður komið við sögu lögreglu vegna fíkniefnamála. Í Borgarnesi voru sex ung- menni handtekin eftir að nokkur grömm af hassi og neysluáhöld fundust. Þremur ungmennanna var sleppt en þrjú voru í haldi yfir nóttina. Málið kom upp eftir að nokkrir bílar voru stöðvaðir og húsleit gerð í kjölfarið. Málið telst upplýst. Tvö fíkniefnamál komu upp í tengslum við dansleik í Neskaupstað. Í báðum tilvikum var um að ræða nokkurt magn af e-töflum. Lögreglan handtók tvo karlmenn sem báðir játuðu að eiga efnið. Málin eru upplýst. ■ Forstjóri Samherja sakaður um rasisma Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður sakar Þorstein Má Baldvins- son um kynþáttafordóma, lygar, hroka og svik. Þorsteinn Már svarar fullum hálsi. SJÁVARÚTVEGUR „Fæst þessi orð koma mér á óvart frá Kristni og ég hef heyrt þau áður. Ég mun hins vegar ekki sitja undir þeirri ásökun, sem er ný af nálinni, að ég sé rasisti,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður ritaði grein í Morgunblaðið á skírdag þar sem hann sakar Þorstein Má um kynþáttafordóma, hroka, lygar og svik. Tilefni greinarinnar er um- mæli Þorsteins Más í sjónvarpsvið- tali nýverið. Þar lýsti hann andstöðu við það að veiðiheimildir yrðu færð- ar til Vestfjarða með sértækum að- gerðum, m.a. frá Eyjafirði, á þeim forsendum að fiskvinnslur á Vest- fjörðum væru einkum mannaðar út- lendingum. „Ég benti á ákveðna staðreynd,“ segir Þorsteinn Már. „Það hefur þurft að fá fólk að utan til þess að vinna í fiski fyrir vestan. Það er ákveðin vísbending um það að at- vinnuástand fyrir vestan hefur víð- ast hvar verið gott og það sé því ekki nauðsynlegt að færa veiði- heimildir þangað frá Eyjafirði. Í Eyjafirði hefur skipum og sjó- mannsstörfum fækkað. Ég er reiðu- búinn að ræða þessi mál og fara yfir þessar tölur. Þetta hefur ekkert með kynþáttahatur að gera.“ Í greininni rekur Kristinn tvö dæmi um það sem hann kallar svik Þorsteins Más og Samherja á gefn- um loforðum, annars vegar þegar Samherji seldi Guðbjörgina úr landi, frá Ísafirði, eftir sameiningu útgerðarfélagsins Hrannar og Sam- herja, og hins vegar þegar skip Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar voru skráð á Akureyri eftir kaup Sam- herjamanna á útgerðinni árið 1985. „Ég hef fengið þessar ávirðingar á mig áður,“ segir Þorsteinn. „En ef við lítum á Hafnarfjörð þá hefur verið mikil gróska þar. Ég held að Samherji landi um 70 prósentum af afla á suðvesturhorninu. Ég held því að við höfum skapað þar mikla at- vinnu.“ Varðandi Ísafjörð segir Þor- steinn ástæðuna fyrir því að Guð- björgin hafi verið seld úr landi hafa verið þá að aflaheimildir hafi dreg- ist saman. „Við þurftum að bregðast við því eins og aðrir,“ segir hann. Þorsteinn segir ásakanir Krist- ins koma illa við tæplega 800 starfs- menn Samherja. „Ég hef góðan hóp af fólki sem vinnur sem ein heild og ég ætla ekki að láta Kristin H. Gunnarsson eyðileggja það.“ gs@frettabladid.is LÖGREGLAN Lögreglan viðhafði strangt eftirlit víða um land um páskahelgina. Í kjölfarið komst upp um nokkur fíkniefnamál. KRISTINN H. GUNNARSSON Sakar Þorstein Má um svik við Ísafjörð og Hafnarfjörð og fordóma gagnvart erlendu vinnuafli. ÞORSTEINN MÁR BALDVINSSON Ætlar að funda með starfsmönnum allra deil- da Samherja og fara yfir ásakanir Kristins. Kristinn H. Gunnarsson: Stendur við orð sín SJÁVARÚTVEGUR „Ég stend við allt þetta sem ég segi. Ég var að bregðast við orðum sem Þorsteinn Már lét falla í Kastljósþætti á dög- unum,“ segir Kristinn H. Gunn- arsson alþingismaður um blaða- grein sína á skírdag, þar sem hann sakar Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, m.a. um kyn- þáttafordóma. Kristinn H. túlkar umrædd ummæli Þorsteins þannig að hann hafi beðið fólk um að gera sér grein fyrir því hvort það vildi frekar halda uppi fisk- vinnslu með útlendingum vestur á fjörðum eða með Íslendingum á Eyjafjarðarsvæðinu. Hann hafi því hafnað tilfærslu veiðiheimilda til Vestfjarða á grundvelli kyn- þáttafordóma. „Þetta vakti mikla reiði hér fyrir vestan,“ segir Kristinn. ■ Páskahelgin: Fíkniefni víða um land ■ Lögreglufréttir ■ Lögreglufréttir VILDU SELJA 15 LÍTRA AF LANDA Tveir sautján ára drengir voru handteknir í Hafnarfirði um helg- ina með fimmtán lítra af landa. Skoðanakönnun um ríkisstjórn: Ríkisstjórn fær 42 prósenta stuðning Núverandi ríkisstjórn Ríkisstjórn stjórnarandstöðuflokkanna RÍKISSTJÓRN ÍSLANDS Fleiri vilja að hún starfi ekki að loknum kosningum. Féll sjö metra niður: Haldið sofandi SLYS Karlmaður um tvítugt slasað- ist alvarlega þegar hann féll sjö og hálfan metra niður á malbikað bílastæði við Hafnarstræti á Ak- ureyri rétt eftir miðnætti aðfara- nótt mánudagsins. Maðurinn féll fram af svölum á þriðju hæð. Hann hlaut slæm beinbrot í and- liti og á útlimum og var fluttur með sjúkraflugi á Landspítala – háskólasjúkrahús í Fossvogi. Að sögn vakthafandi læknis á gjör- gæsludeild er maðurinn ekki í lífshættu en alvarlega slasaður. Honum hefur verið haldið sofandi síðan og var ráðgert að hann færi í aðgerð í gær. Að sögn lögreglunnar á Akur- eyri stóð yfir samkvæmi í íbúð- inni sem svalirnar sem maðurinn féll niður af tilheyrðu. Verið er að rannsaka orsök slyssins. ■ Hlaup í Súlu: Í jafnvægi HLAUP Hlaup hófst í Súlu á Skeið- arársandi á sunnudag. Síðdegis í gær virtist sem vatnsmagnið væri komið í jafnvægi, að sögn Gylfa Júlíussonar, vegaverkstjóra hjá Vegagerðinni í Vík. Vatnið náði að ryðja niður varnargörðum sem brúarsmiðir höfðu ýtt upp á sunnudagskvöld. Fyrr um kvöldið tókst brúarvinnuflokki úr Vík að bjarga tækjum þegar hlaupið kom í ána um sjöleytið. Var verið að bæta við miðstöpli í brúna yfir Núpsvötn til að gera hana hæfari til að þola hlaup. Súluhlaup kemur úr Grænalóni við Skeiðarárjökul. Þrívegis varð hlaup í fyrrasumar. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.