Fréttablaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 16
16 30. apríl 2003 MIÐVIKUDAGUR Á KOSNINGAFUNDI „Við eigum að skapa tækifæri, en ekki glutra þeim niður. Samt sjáum við að eina tillagan sem stjórnarand- stöðuflokkarnir geta sameinast um er tillaga um að fyrna allar aflaheimildir í sjávarútvegi,“ sagði Davíð Oddsson um sjávar- útvegsmál, sem komu oft upp í umræðunni á fundinum. „Það er algjörlega ljóst að ef menn fara í slíkar aðgerðir verður algjört uppnám í megin- atvinnugrein landsins. Veð- hæfni greinarinnar hrynur.“ Forsætisráðherra sagðist telja það tímabært að friður skapaðist um sjávarútvegsmál. Varð honum tíðrætt um niður- stöður auðlindanefndarinnar fyrir fjórum árum, sem skipuð var fulltrúum allra flokka í því augnamiði að ná sátt um sjávar- útvegsmál. Hann sagði Sjálf- stæðisflokkinn hafa fallist þar á auðlindagjald og þar með gefið eftir. „Það vorum við sem gáfum eftir,“ sagði Davíð. „Til þess að ná samkomulagi. Mér finnst því miður að menn rjúfi það sam- komulag til þess að reyna að ná stundarávinningi. Ég tel að þeg- ar menn koma nú fram með til- lögur um fyrningarleið, þá séu þeir að segja við aðila í sjávarút- vegi að það sé ekkert öruggt. Að menn geti kippt undan þeim teppinu á einu lifandi auga- bragði.“ ■ Geir H. Haarde: Lítil óánægja Það sem mér finnst athyglisverter að það virðist vera lítil óá- nægja fyrir þessar kosningar,“ sagði Geir H. Haarde í upphafi ræðu sinnar. „Menn sem eru búnir að vera lengi í þessum bransa og háð marga kosninga- baráttu eru fljótir að skynja það hvort það er óánægja undir- liggjandi á kosn- ingafundum eða hvort það er sæmileg sátt um það sem verið hef- ur í gangi og um það sem boðið er upp á. Það finnst mér vera núna, á þessum stöðum úti á landi sem við höfum heim- sótt.“ Máli sínu til stuðnings nefndi Geir vegamál og sagði fáa hafa fundið að því við sig að lítið væri gert í þeim málaflokki. „Allir vita af hverju það er,“ sagði Geir. „Það er vegna þess að það hefur aldei verið meira í gangi í vegafram- kvæmdum en núna.“ Geir sagði sjálfstæðismenn horfa bjartsýna til kosninga. „Við höfum góða samvisku,“ sagði hann. „Við vitum hvaða árangur hefur náðst. Menn geta kynnt sér það sem alþjóðafyrirtæki og stofnanir segja um okkar stöðu. Allir þessir aðilar hafa kveðið upp úr um það að hér hafi orðið ótrú- legar breytingar á stuttum tíma, og að staða lands og þjóðar sé mjög góð.“ ■ Einar K. Guðfinnsson: Vinstri flokkar klúðra Vinstri flokkarnir hafa alltaf ver-ið ótrúlega fljótir að klúðra góð- um málum,“ sagði Einar K. Guð- finnsson í ræðu sinni. „Það tók þá þrjú ár árið 1971 og þeir voru orðn- ir vanir menn árið 1978. Þá tók það vinstri flokkana ekki nema þrettán mánuði að klúðra málum. Núna koma þeir æfðir að þessari kosn- ingabaráttu. Við vitum ekki hvað þeir verða lengri að klúðra þeim ár- angri sem náðst hefur undir forystu Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra.“ ■ Á ferð okkar um landið erumvið búnir að keyra býsna marga kílómetra,“ sagði Davíð Oddsson, forsætisráðherra og for- maður Sjálfstæðisflokksins, í inn- gangsorðum ræðu sinnar á opnum stjórnmálafundi flokksins á Akranesi í síð- ustu viku. „Það hefur verið fínt veður, sól og blíða, nema þeg- ar við komum upp á Fróðár- heiðina, þá ókum við beint inn í stefnuskrá Samfylkingarinnar. Þar var þétt þoka og lítið skyggni.“ Fundurinn var liður í fundaröð Davíðs og Geirs H. Haarde, vara- formanns og fjármálaráðherra. Með þeim í pallborði voru einnig efstu frambjóðendur í Norðvest- urkjördæmi, þeir Einar Oddur Kristjánsson, Einar K. Guðfinns- son, Guðjón Guðmundsson og Sturla Böðvarsson. Fundurinn var haldinn í Breiðinni og var þar set- ið í hverju sæti. Davíð Oddsson var fyrstur í pontu. „Kosningarnar fram undan eru afar mikilvægar og þýðingarmikl- ar,“ sagði hann. „Þær snúast um þrennt. Í fyrsta lagi tækifæri, í annan stað tækifæri og í þriðja lagi tækifæri. Við eigum að grípa þau miklu tækifæri sem hafa skapast. Við megum ekki glutra niður þeim tækifærum sem við höfum og í þriðja lagi eigum við að skapa tækifæri þar sem þau vantar. Þetta er nákvæmlega innihaldið í okkar kosningabaráttu.“ Góð staða efnahagsmála Davíð lagði áherslu á það í ræðu sinni að staða efnahagsmála væri góð og að íslenska ríkið hefði borg- að hratt niður skuldir á undanförn- um árum. „En hvað þýðir það?“ spurði hann. „Þetta þýðir það, að á hverju ári borgum við 6 milljörð- um krónum minna í vaxtagreiðslur en við gerðum áður. Það eru 24 milljarðar á kjörtímabili. Þetta auðveldar okkur að gefa loforð inn í framtíðina.“ Hann sagði Sjálfstæðisflokkinn alltaf hafa verið sparsaman á kosn- ingaloforð og lagði áherslu á að kosningaloforð væru eins og samningar milli kjósenda og stjórnmálamanna. „Loforðin gef- um við einmitt núna vegna þess að efnahagsmálin hafa þróast þannig að við getum lofað,“ sagði Davíð. „Við lítum svo á að Ísland sé eins og fyrirtæki. Hluthafarnir eru landsmenn allir. Starfið hefur ver- ið mikið og árangurinn góður. Og hvað gera menn þá þegar þeir stjórna fyrirtæki? Þeir greiða arð. Og nákvæmlega með sama hætti og fyrirtæki greiða ekki út allan arðinn, þá höld- um við hluta af honum eftir til framtíðarupp- byggingar, hvort sem það er á sviði mennta- mála, heilbrigðismála, fé- lagsmála eða almennra ör- yggismála.“ Auðvelt að glutra niður „Með þeim hætti viljum við gera öðrum fært að grípa tækifær- in,“ hélt Davíð áfram. „Við viljum lækka skatta vegna þess að við teljum það raunhæft og þannig viljum við gefa eigendunum, þjóð- inni, kost á því að gera það sama og fyrirtækið, ríkið, hefur gert: að nota aukið svigrúm annað hvort til fjárfestinga eða til þess að greiða niður sínar skuldir.“ Davíð nefndi sem dæmi um góðan árangur við stjórn efnahags- mála að lánshæfni ríkisins væri hin sama hjá alþjóðlegum lána- stofnunum og Bandaríkin og Þýskaland njóta. „Auðvitað geta menn verið afar stoltir af þeirri stöðu,“ sagði hann. „En við vitum líka að það er firnaeinfalt að glutra því niður á örskömmum tíma sem tekið hefur langan tíma að byggja upp. Við vitum það, að 1971 féll Viðreisnarstjórnin og vinstri stjórn tók við. Á örfáum misserum fór verðbólgan upp um 50%. Það tók 20 ár að ná henni niður aftur. Kaupið hækkaði um 7.000% á næstu 20 árum og kaupmáttur um 1%. Við viljum ekki fá þannig stjórnvald í landinu aftur.“ Davíð tiltók efnahagsstjórn Reykjavíkurborgar sem dæmi um slælega stjórnarhætti að hans mati. „Við viljum ekki að skuldir ríkisins ellefufaldist eins og gerst hefur í stærsta sveitarfélagi lands- ins,“ sagði hann. „Þá myndi láns- hæfi ríkisins hrapa. Þá sætum við ekki á bekk með Bandaríkjunum hvað varðar lánshæfni, heldur Mó- sambík. Þess vegna skipta kosn- ingarnar máli. Núna, frekar en oft áður, stöndum við á brún tækifær- anna. Við skulum grípa tækifærin, ekki glutra þeim niður og við skul- um gefa okkur tóm til að skapa ný tækifæri.“ gs@frettabladid.is DAVÍÐ ODDSSON Í RÆÐUSTÓL „Við vitum að það er firnaeinfalt að glutra því niður á örskömmum tíma sem tekið hefur langan tíma að byggja upp,“ sagði Davíð í ræðu sinni. Sagði formaður Sjálfstæðisflokksins á opnum stjórnmálafundi flokksins á Akranesi. Hann lagði höfuðáherslu á góðan árangur í efnahagsmálum í framsögu sinni og sagði auðvelt að glutra honum niður. „Við lítum svo á að Ís- land sé eins og fyrirtæki. Hluthafarnir eru lands- menn allir. SPURT UM SJÁVARÚTVEGSMÁL Jóhann Magnússon sjómaður sagðist ekki verða var við mikla sátt í sjávarútvegi og auglýsti eftir frjálsari samkeppni í greininni. Davíð Oddsson um fyrningarleið: Sáttin rofin í sjávarútvegi TVEIR KVIÐLINGAR Tvær stökur voru látnar falla á fundinum á Akranesi af mismunandi tilefni. Geir H. Haarde hafði eftirfarandi vísu eftir Halldóri Blöndal í tilefni þess að fleiri væru á ferð um landið en sjálfstæðismenn: Yfir kaldan eyðisand örlagastjörnur skinu Ingibjörg fór út á land með Össur í farteskinu. Í tengslum við umræðu um Framsóknarflokkinn bar Davíð Oddsson stjórnarsamstarf undanfarinna ára saman við samstarfið við Alþýðuflokkinn, sem hann sagði að hefði verið að mörgu leyti gott, en þó einum annmarka háð, sem var sá, að sögn Davíðs, að þeir hafi ætíð „borið öll deilumál á torg.“ Í því sambandi fór Davíð með eftirfar- andi vísu, eignaða óþekktu skáldi: Þið kannist öll við krataflón sem kom í valdsins hallir þeir mega ekki sjá míkrafón þá mígleka þeir allir. KO SNINGA F U N D I R GEIR H. HAARDE Sagði að staða lands og þjóðar væri góð og að hann yrði var við litla óánægju á meðal fólks. EINAR K. GUÐFINNSSON Hefur ekki trú á stjórn vinstri manna. Kosið um tækifæri FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.