Fréttablaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 27
Nú er að skella yfir flóð af ís-lenskum og erlendum stutt- myndum í Háskólabíói á hátíð sem sett er í dag og stendur í tvær vik- ur. Það er líklega ómögulegt fyrir nokkurn mann að ná að sjá alla heildina. Hér er aðeins brot af þeim 43 myndum sem frumsýndar verða á „Shorts & Docs“-hátíðinni. Hryðjuverkamaðurinn minn Sterk verðlaunamynd eftir Yulie Gerstel Cohen, sem starfaði sem flugfreyja hjá ísraelsku flug- félagi og særðist í árás hryðju- verkamannsins Fahad Mihyi í London árið 1978. Hún var við- stödd þegar hann var dæmdur í ferfalt lífstíðarfangelsi. Tuttugu árum síðar fóru að sækja á hana hugsanir um hryðjuverkamann- inn. Í dag vill hún brjóta vítahring ofbeldis með því að fyrirgefa eldri syndir. Hún styður til dæmis að hryðjuverkamaðurinn sem særði hana verði látinn laus. Myndinni má líkja við hraðnámskeið í blóði drifinni sögu Ísraels allt frá sex daga stríðinu til uppreisnar Palest- ínumanna á hernumdu svæðunum og áhrifa hryðjuverka, hernaðar og ofbeldis. Allt um föður minn Dönsk heimildarmynd um Esbeb Esther Pirelli Benestad, sem er virtur læknir í smábænum Grimstad í Noregi. Hann er einnig tveggja barna faðir og klæðskipt- ingur. Höfundur myndarinnar er sonur hans og eltir hann föður sinn með litla myndbandsvél og sýnir búta úr gömlum fjölskyldu- mynum. Sérstæð sýn inn í líf klæðskiptingsins. Viktor og bræður hans Það er langt liðið á sumar. Vikt- or er tíu ára og á tvo bræður sem þola ekki hvorn annan. Viktor þarf að sjá til þess að þeir hittist ekki. Þannig hefur það alltaf verið og mistakist honum er voðinn vís. En þegar faðir þeirra verður fimmtugur vill hann að öll fjöl- skyldan fari í sumarbústaðinn. Saman. Fjölskylda Persónuleg verðlaunamynd um Sami Saif, sem ákveður að hafa uppi á föður sínum eftir dauða móður og bróður hans. Faðirinn yfirgaf danska fjölskyldu sína þegar Sami var lítill. Hann veit ekkert um föðurfjölskyldu sína þegar leitin hefst en skömmu síð- ar er hann kominn til Jemen og hittir þar menn sem eru með há kollvik, bumbur og mjóar lappir eins og hann sjálfur. Börn Pinochets Mynd um þrjá leiðtoga í and- spyrnuhreyfingu stúdenta á valdatíma Pinochet í Chile. Kyn- slóð þeirra varð utanveltu í fyrstu eftir að lýðræði komst aftur á og fann sér ekki stað í uppbyggingu samfélagsins. Í myndinni er lífs- hlaupi fyrrum leiðtoganna fléttað saman við stjórnmálaástandið í heimalandi þeirra uns sósíalistinn Ricardo Lagos er kjörinn forseti og Pinochet fer loksins frá völd- um og hringnum er loks lokað. Allens saknað Kvikmyndatökumaðurinn Allen Ross gerði sjö myndir með þýska leikstjóranum Christian Bauer, en skömmu eftir að tökum á síðustu mynd þeirra saman lauk hvarf Allen. Hvorki fjölskylda hans né vinir hafa heyrt frá hon- um í fjögur ár þegar Christian Bauer snýr aftur til Bandaríkj- anna til að hefja leit að félaga sín- um og vini. Í ljós kemur að líf Allens, stuttu áður en hann hvarf, var ólíkt öllu sem Bauer taldi sig vita um vin sinn, meðal annars var hann í tengslum við sértrúar- hóp sem er í sambandi við vits- munalíf á öðrum hnöttum og tengist Branch Davidian-hópnum sem hélt til í Waco í Texas. Starkiss Fimmtíu stúlkur á aldrinum 4- 24 ára eru í hinum fræga Great Rayman-sirkus á Indlandi. Þær búa einangraðar frá öðrum í sirkusnum og mega engan hitta nema þjálfarana sem þær æfa hjá á hverjum degi. Stúlkurnar eru eign sirkussins, foreldrar þeirra fengu greiðslu þegar út- sendari sirkussins sótti þær til afskekktra og fátækra héraða Indlands og Nepals, og þær geta ekki hætt fyrr en þær hafa unnið fyrir útborguninni. Erfiðasta at- riðið sem þær framkvæma heitir „Starkiss“ þar sem þær hanga á tönnunum í kaðli og snúast hring eftir hring. Stevie Stevie býr í hjólhýsi hjá stjúpömmu sinni sem ól hann upp. Mamma hans býr skammt frá en þau tala sjaldan saman. Hann hef- ur aldrei fengið að vita hver faðir hans var. Æska hans var gegnsýrð af ofbeldi og misnotkun, og tog- streitu milli móður hans og stjúp- ömmu. Stevie er atvinnulaus og hafði verið í mörg ár þegar gerð myndarinnar hófst. Hann á að baki misheppnað hjónaband en hefur í nokkur ár verið í sambandi við þroskahefta konu. Þegar vinna við myndina var langt komin var Stevie ákærður fyrir alvarlegan glæp sem hefur áhrif á alla fjöl- skyldu hans. Ruthie & Connie Tvær ungar, giftar konur í hverfi gyðinga í New York, báðar mæður ungra barna, hittast og verða vinkonur. Þær heita Ruthie Berman og Connie Kurtz, venju- legar húsmæður á sjötta ára- tuginum, en óvenjulegar um tvennt. Þær hafa brennandi áhuga á samfélagsmálum, sem setur þær í fremstu víglínu í hagsmunabaráttu hverfisins. Þær voru einnig elskendur og ákváðu að koma úr felum með ástarsamband sitt þótt það kost- aði miklar fórnir. Biggie og Tupac Ný mynd eftir hinn fræga heimildamyndahöfund Nick Broomfield, sem rannsakar hér óupplýst morð rapparanna Tupac Shakur og Biggie Smalls. Þeir voru myrtir með sex mánaða millibili 1996 og 1997. Margir hafa talið að fjandskapur þeirra og samkeppni hafi orðið til þess að þeir voru myrtir, en rannsókn Broomfields leiðir ýmislegt nýtt í ljós um morðin tvö. ■ MIÐVIKUDAGUR 30. apríl 2003 23 Sjö íslenskar myndir frumsýndar Sjö íslenskar myndir verðafrumsýndar á heimildar- mynda- og stuttmyndahátíðinni „Shorts & Docs“. Glæpasaga er stuttmynd eftir Örn Marínó Arnarson og Þorkell Sigurð Harðarson. Hún fjallar um Begga og Rikka, tvo smákrimma sem vilja komast á spjöld sögunn- ar sem stórglæpamenn á Íslandi. Fyrsta ferðin – Saga landa- fundanna er heimildarmynd Kára G. Schram og greinir frá afrekum víkinga sem landkönnuða og sigl- ingafræðinga. Íslenskir víkingar voru fyrstu Evrópumennirnir sem fundu og námu síðar land í Norður-Ameríku undir forystu Leifs heppna um 500 árum á und- an Kólumbusi. Gamla brýnið er heimildar- mynd eftir Hjálmtý Heiðdal. Þar er fylgst með lífinu í Ófeigsfirði á Ströndum þar sem menn hafa lif- að af gæðum landsins kynslóð fram af kynslóð, stundað landbún- að, fiskveiðar og fuglatekju og nýtt rekavið til húsagerðar. Menn eins og Pétur Guðmundsson, hlunnindabóndi í Ófeigsfirði, nýta hlunnindin á sama hátt og forfeð- ur hans hafa gert öldum saman. Heimildarmyndin Við byggj- um hús er eftir Þorstein Jónsson, sem réð sig í vinnu sem verka- maður við að byggja stórt skrif- stofuhús. Hann gerði því þessa heimildarmynd með hamar í annarri hendi og upptökuvél í hinni. Áhorfandinn kynnist sam- starfsfélögum hans og draumum þeirra. Teitur Árnason sýnir tvær heimildarmyndir undir yfir- skriftinni Burthugur. Í þeirri fyrri er skyggnst inn í fábrotið líf íbúa í Hattarvík í Færeyjum. Hin myndin er tekin á Kúbu árið 2002 og er þar fylgst með daglegu lífi þriggja manna, sjómanns, tónlist- armanns og syngjandi skálds. Moving North er samheiti yfir 10 stuttar dansmyndir sem gerð- ar voru í samvinnu allra Norður- landanna. Tvær þeirra eru ís- lenskar. Burst eftir Reyni Lyng- dal og Katrínu Hall sýnir sam- skipti kynjanna í nýju ljósi. Hin myndin, While the Cat’s Away, er eftir Helenu Jónsdóttur og Unni Ösp Stefánsdóttur. Með- an upptekin dóttirin er í vinnu notar móðirin tækifærið og lætur draum sinn rætast. Hlýlegt grín um sjálfsvirðingu, drauma og ævintýri eldri borgara. Síðast en ekki síst er heimild- armyndin Ég er arabi sem fjallar um andstöðu Íslendinga gegn stríðinu í Írak. Myndin er eftir Sigurð Guðmundsson og Ara Al- exander Ergis Magnússon og í henni tjá 37 Íslendingar sig um málið. ■ ■ KVIKMYNDIR FYRSTA FERÐIN Í stutt- heimildamyndinni „Fyrsta ferðin - Saga landafundanna“ er íslenskum víkingum gert hátt undir höfði hvað sjómennsku varðar. Flóð heimildar- og stuttmynda Í dag hefst heimildar- og stuttmyndahátíðin Shorts & Docs í Háskóla- bíói. Þar verða frumsýndar 43 myndir frá 14 löndum, þar á meðal sjö ís- lenskar. Dagskráin er fjölbreytt og glæsileg. STARKISS Mynd er fjallar um indverskar stúlkur sem eru í eins konar þrælahaldi í „Great Rayman“ sirkúsnum. ■ KVIKMYNDIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.