Fréttablaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 6
6 30. apríl 2003 MIÐVIKUDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 75.82 0,80% Sterlingspund 120.66 0,52% Dönsk króna 11.20 0,00% Evr 83.16 0,17% Gengisvístala krónu 119,35 -0,04% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 373 Velta 4.391 milljónir ICEX-15 1.414 0,41% Mestu viðskipti Íslandsbanki hf.309.596.937 Landsbanki Íslands hf.270.405.281 Ker hf. 186.488.418 Mesta hækkun Fiskmarkaður Íslands hf.14,29% Baugur Group hf. 1,92% Össur hf. 1,72% Mesta lækkun Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. -11,11% Þormóður rammi-Sæberg hf. -4,65% Síldarvinnslan hf. -2,13% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 8481,9 0,1% Nasdaq*: 1468,8 0,5% FTSE: 3927,8 -0,3% DAX: 2941,6 -0,4% NIKKEI: 7607,9 -1,2% S&P*: 914,6 0,0% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Staðfest hefur verið að í einu Asíu-landi hafi tekist að stöðva útbreiðslu bráðalungnabólgunnar. Hvaða land er þetta? 2Hvað heitir framkvæmdastjóri Sjálf-stæðisflokksins sem lagði fram kvört- un vegna fréttaflutnings Ríkisútvarpsins af kosningafundi Davíðs Oddsonar á Ísa- firði? 3Hvaða heimsfræga söng- og leikkonahefur tekið að sér hlutverk í fjórðu myndinni um njósnarann Austin Powers? Svörin eru á bls. 38 Viðurkennt að ræða eigi um samstæðuna en ekki bara borgarsjóð: Skuldaklukkan dregur á eignaklukkuna ÁRSREIKNINGUR Björn Bjarnason, oddviti sjálfstæðismanna í borg- arstjórn, segir fagnaðarefni að meirihlutinn í borgarstjórn hafi loks viðurkennt að fjalla eigi sam- an um borgarsjóð og fyrirtæki borgarinnar þegar rætt er um af- komu Reykjavíkur, eins og sjálf- stæðismenn hafa gert. Meirihlut- inn hafi gengist inn á þetta með því að telja fram að afgangur væri á rekstri borgarsamstæð- unnar um 2,5 milljarða. Björn seg- ir þó að það virðist gert vegna þess að aðrar tölur sýni allar nei- kvæða útkomu á rekstri borgar- innar. „Skuldaklukkan gengur núna hraðar en eignaklukkan,“ segir Björn. „Ef við leiðréttum vegna óreglulegra liða rýrnar eigið fé borgarsjóðs um einn milljarð á ár- inu.“ Þá standi það eftir að rekst- ur borgarinnar hafi gengið verr en stefnt var að. „Þessir reikning- ar sýna rekstrartap um fjóra milljarða króna á árinu fyrir fjár- magnsliði,“ segir Björn um borg- arsjóð. „Ef við lítum á samstæð- una í heild er rekstrartapið 3,3 milljarðar króna á árinu. Það er sama hvernig við reiknum þetta varðandi borgarsjóð sjálfan, niður- staðan er neikvæð.“ Að teknu tilliti til óreglulegra liða er afkoma borgarsjóðs neikvæð um einn milljarð en borgarsamstæðunnar jákvæð um 2,5 milljarða. ■ Í KAUPHÖLLINNI Sérfræðingar segja að fólk geti smitast af bráðalungnabólgu með því að snerta hluti sem sýktir einstaklingar hafi handleikið. Bankar sótthreinsa fé: Löglegt pen- ingaþvætti PEKING, AP Kínverskar bankastofn- anir hafa ákveðið að sótthreinsa alla seðla og mynt sem þær fá í hendurnar. Með þessu ætla bank- arnir að leggja sitt af mörkum til þess að hefta útbreiðslu bráðalungnabólgunnar. Iðnaðar- og verslunarbanki Kína hefur nú þegar gripið til þess ráðs að geyma peningana í einn sólarhring áður en þeir fara í umferð aftur, en rannsóknir hafa sýnt að það taki HABL-veiruna innan við 24 klukkustundir að drepast. Bankinn sótthreinsar jafnframt seðla með því að setja þá undir útfjólublátt ljós í eina klukkustund. Fyrirhugað er að byrja að þvo alla peninga með sótthreinsunarefni á næstu dögum. ■ Íslendingur situr í fangelsi í Abu Dhabi: Gátum ekkert gert FANGELSI „Ég veit ekkert um mál- ið nema það sem komið hefur fram í fréttum,“ segir Magnús Ásgeirsson skipstjóri um stýri- manninn sem var handtekinn í Sameinuðu arabísku furstadæm- unum. Fjórir Íslendingar voru á heimleið eftir að hafa siglt Svani RE til nýrra eigenda. Á flugvell- inum í Dubai var einn þeirra handtekinn þar sem riffill fannst í farangri hans og hann fluttur nokkrum dögum síðar í fangelsi í Abu Dhabi. Magnús segir að hvorki hann né skipsfélagar hans hafi haft hugmynd um að hann væri með riffil með sér. „Það er enginn sem gerir svona. Þegar það kom í ljós hvað málið var gátum við hinir ekkert gert nema koma okkur úr landi. Ég þekki mann- inn nokkuð vel og það er vont að vita af honum þarna, bara ekk- ert við því að gera. Málið fer sína leið, eftir réttarfarsreglum þessa lands, svo er að sjá hvað diplómatarnir geta gert. Ég hef trú á að það verði dæmt í þessu fljótlega og hann losni, þó maður viti aldrei, það er alltaf vont að eiga við þetta,“ segir Magnús. ■ BJÖRN BJARNASON Þegar það hentar meirihlutanum dregur hann fram tölur um afkomu borgarsamstæðunnar þó hann hafi neitað því þegar rætt var um skuldaaukningu borgarinnar upp á 1.100%. SKIPIÐ FLUTT TIL ASÍU Verið var að flytja Svan RE til nýrra eigenda. SVEITARSTJÓRNARMÁL „Ég tel að reksturinn sé í mjög góðu jafn- vægi,“ segir Þórólfur Árnason borgarstjóri um ársreikning Reykjavíkurborgar sem var lagður fram í gær. Útgjöld eru 17 milljón- um króna lægri en heimildir voru til samkvæmt ráðstöfunarramma þegar hann hefur verið aðlagaður að breyttum reikningsskilum, sem nú eru viðhöfð í fyrsta sinn. „Ég tel (þetta) eins nálægt því að hitta í mark og hægt er í rekstri upp á nærri 30 milljarða þegar allt er tek- ið,“ segir Þórólfur. Afkoma borgarsjóðs var tveim- ur og hálfum milljarði króna lakari samkvæmt ársreikningi en stefnt hafði verið að, halli var upp á einn milljarð en stefnt hafði verið að eins og hálfs milljarðs króna af- gangi. Helstu skýringar á þessari niðurstöðu eru að lífeyrisskuld- binding hækkaði um 2,3 milljarða umfram það sem hafði verið áætlað og afskriftir eru færðar meðal rekstrargjalda í fyrsta skipti. Gengishagnaður upp á 1,4 milljarða kemur á móti þessum hækkuðu út- gjöldum. Heildartekjur borgarsjóðs námu 32 milljörðum króna en útgjöld 36 milljörðum. Fjármunatekjur skil- uðu þremur milljörðum á móti þeim mismun. Rekstur borgarsjóðs og fyrir- tækja í eigu borgarinnar skilaði tveimur og hálfum milljarði króna í afgang. Langtímaskuldir borgar- samstæðunnar nema 47 milljörðum króna, átta milljörðum meira en 2001. Skammtímaskuldir nema ell- efu milljörðum króna, svipað og árið áður, og skiptast jafnt milli borgarsjóðs og fyrirtækja í eigu borgarinnar. Borgarstjóri lýsti ánægju með hátt eignafjárhlutfall borgarinnar, sem nemur 52,2%. Vaxtakjör borg- arinnar væru einnig betri en gerist meðal sambærilegra aðila, sem sæist best á því að meðalvextir af erlendum lánum væru þeir sömu og ríkið er að borga. brynjolfur@frettabladid.is ÁRSREIKNINGURINN KYNNTUR Þórólfur Árnason borgarstjóri og embættis- menn borgarinnar kynntu ársreikning Reykjavíkurborgar og fyrirtækja hennar fyrir síðasta ár. Milljarðs halli á borgarsjóði Rekstur borgarsamstæðunnar var jákvæður um tvo og hálfan milljarð króna. Reksturinn er í góðu jafnvægi, segir borgarstjóri. FR ÉT TA B LA Ð IÐ / RÓ B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ / VI LH EL M ABBAS SAMÞYKKTUR Palestínska þingið samþykkti í gær skipun Mahmoud Abbas í embætti forsæt- isráðherra heimastjórnarinnar. Skipan hans hefur verið talin for- senda fyrir friðarviðræðum milli Ísraela og Palestínumanna. Abbas vill sjálfstætt ríki Palestínumanna en hafnar ofbeldi. ■ Palestína Öryggisgæsla hert í Bagdad: Ný stjórn á næstunni BAGDAD, AP Á fundi bandaríska hernámsliðsins og hagsmuna- aðila í Írak var tekin ákvörðun um að koma saman í næsta mán- uði til að skipa bráðabirgða- stjórn fyrir landið. Margir af helstu áhrifamönn- um í Írak sniðgengu fundinn, þar á meðal tveir kúrdískir flokksleiðtogar og formaður íraska Þjóðþingsflokksins. Engu að síður sagðist fulltrúi Banda- ríkjanna bjartsýnn á að sam- staða um nýja stjórn myndi nást innan fárra vikna. Bandaríski herinn hefur til- kynnt að á næstu dögum muni taka til starfa allt að 4.000 her- lögreglumenn sem ætlað er að stöðva þá óöld sem ríkir í Írak. Strangar öryggisreglur eru við lýði í Bagdad. Útgöngubann er í gildi á nóttunni, opinberum starfsmönnum hefur verið gert að snúa aftur til vinnu og með- limir Baath-flokksins verða að gefa sig fram við hernámsliðið, svo fátt eitt sé nefnt. Á meðan hagsmunaaðilar ráða ráðum sínum um framtíð Íraks vinna bandarískar hersveitir og heimamenn að því að endurheimta muni sem stolið hefur verið úr íröskum söfnum. Safnamenn víða um heim vilja að landamærum Íraks verði lokað til að forðast smygl. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.