Fréttablaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 37
Við fórum á heimsleikana íStokkhólmi fyrir fjórum árum og unnum þá silfur í pílukasti og brons í sjómanni,“ segir Hörður J. Halldórsson slökkviliðsmaður, sem er að undirbúa sig fyrir Heimsleika slökkviliðs-og lög- reglumanna sem haldnir verða í Barcelona í lok júlí. Hörður er í hópi 20 fulltrúa slökkviliðs höfuð- borgarsvæðisins og keppir í fót- bolta. Heimsleikarnir eru haldnir annað hvert ár, síðast í Bandaríkj- unum: „Við slepptum þeim leikum en förum nú til Spánar og ætlum að reyna að gera betur en í Stokk- hólmi,“ segir Björn. Lögreglumenn vildu ekki vera með að þessu sinni og því fara eingöngu slökkviliðsmenn frá Íslandi, samhentur hópur sem hefur æft vel og veit að hverju hann gengur. Telur sig meira að segja eiga góða von um að komast á verðlaunapall: „Við keppum í fótbolta, lyftingum, karate, sjó- manni og pílukasti en keppnis- greinarnar á heimsleikunum eru reyndar miklu fleiri. Mér telst til að þarna verði tíu þúsund kepp- endur þannig að maður gengur ekki að sigri vísum,“ segir Hall- dór. Í íslenska hópnum er ein kona og keppir hún í karate. Hún er slökkviliðskona að atvinnu. ■ 33MIÐVIKUDAGUR 30. apríl 2003 Höfum fengið til landsins fullan gám af frábæru 7mm smellu-plastparketi. Ekkert lím, ekkert vesen. Allt verður selt á sama ótrúlega góða verðinu! ATH: Þetta glæsilega tilboð gildir aðeins í þetta eina skipti! Stærsti sýningarsalur með gólfefnum á landinu Eik Kirsuber Beyki Aðeins kr. 1.190,- pr. m2 Aðeins k r. 1.190,- p r. m2 Aðeins k r. 1.190,- p r. m2 Aðeins k r. 1.190,- p r. m2 Einn gámur eitt verð! E in n t v e ir o g þ r ír 2 8 7 .0 1 2 VÍGINGA plastparket Ingi Björn Albertsson, fyrrumalþingismaður og knattspyrnu- stjarna, hefur sett veitingastað sinn, Si Señor við Lækjargötu, á söluskrá: „Það var aldrei ætlun mín að festast í þessum veitingahúsa- rekstri og nú ætla ég að snúa mér að því sem ég hef alltaf verið í og ætla að vera í, innflutningi,“ segir Ingi Björn, sem áður hefur komið að rekstri fjölmargra veitinga- húsa í höfuðborginni. Rak til skamms tíma Gauk á Stöng, Cafe óperu og indverska veitingastað- inn Shalimar í Austurstræti. Si Señor hefur Ingi Björn rekið í hálft annað ár. Samkvæmt söluauglýsingu er húsaleiga í Lækjargötu 10, þar sem veitingastaðurinn er til húsa, 560 þúsund krónur á mánuði. Samningurinn er til 10 ára og með í kaupunum getur fylgt bjórsamn- ingur við Vífilfell að upphæð sex milljónir króna. Þegar Ingi Björn hefur selt veitingastaðinn flytur hann sig al- farið um set í gömlu heildverslun Alberts Guðmundssonar á Grund- arstíg 12: „Ég verð heildsalinn í hverfinu svona eins og kaupmað- urinn á horninu,“ segir hann. ■ SI SEÑOR Glæsilegur veitingastaður í hjarta höfuð- borgarinnar. Húsaleiga 560 þúsund krónur á mánuði. Viðskipti ■ Veitingastaðurinn Si Señor við Lækjar- götu er til sölu. Ingi Björn Albertsson, fyrrum alþingismaður og knattspyrnu- hetja, hefur rekið staðinn í hálft annað ár en ætlar nú alfarið að snúa sér að inn- flutningi og rekstri heildsölu Alberts Guð- mundssonar. Ingi Björn selur Si Señor KEPPNISHÓPUR SLÖKKVILIÐSMANNANNA Keppir í pílukasti, sjómanni, fótbolta, karate og lyftingum. Alþjóðasamstarf ■ Heimsleikar slökkviliðs- og lögreglu- manna verða haldnir í Barcelona í lok júlí. Íslendingar senda 20 manna hóp á leikana; eingöngu brunaverði því lög- reglumennirnir vildu ekki vera með. Brunaverðir fara til Barcelona ■ Andlát Grétar Árnason, Neðstaleiti 6, Reykja- vík, lést 27. apríl. Ásgeir Kristinn Ásgeirsson, Garðabraut 45, Akranesi, lést 26. apríl. Valtýr Júlíussson, Hítarneskoti, Kol- beinsstaðahreppi, lést 26. apríl. Anna Einarsdóttir, Bugðutanga 8, Mos- fellsbæ, lést 25. apríl. Elín Jónsdóttir, Köldukinn, Hafnarfirði, lést 25. apríl. Sigurborg Ingimundardóttir, Brekku, Aðaldal, lést 25. apríl. Anna Soffía Axelsdóttir Guest lést í Brinkworth, Englandi, 24. apríl. Helga Bæringsdóttir lést 24. apríl. ■ Jarðarfarir 14.00 Andrés Andrésson, Skagabraut 25, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju. 15.00 Kristín Sigurðardóttir verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafn- arfirði. Hafnarbúðir við Geirsgötuvoru teiknaðar af Einari Sveinssyni borgararkitekt. Eitt helsta baráttumál hafnarverka- manna í Reykjavík var að koma upp skýli fyrir verkamenn. Lengi vel beið þeirra ekkert skjól. Mörg ár liðu áður en þetta glæsilega hús var reist. Þróun hafnarstarfsemi var á þá leið að ekki varð mikil þörf fyrir verkamannaskýli við gömlu höfnina. Þegar gos hófst í Vestmanna- eyjum varð húsið miðstöð Eyja- manna sem þurftu að flýja heim- kynni sín. Um tíma var þar heim- ili fyrir aldraða sjúklinga. Síðustu misserin hefur veitingastaðurinn Tveir fiskar verið í húsinu. ■ ■ Húsið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.