Fréttablaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Velferð Bakþankar ÞRÁINS BERTELSSONAR Þessa dagana er samúð mín öll hjáfólki sem er í atvinnuleit. Eink- um og sér í lagi því fólki sem er að reyna að fá vinnu við að sitja á Al- þingi. Þetta fólk þarf að sannfæra íbúa í heilu kjördæmi um ágæti sitt meðan aðrir atvinnuleysingjar þurfa aðeins að sannfæra einn vinnuveit- anda eða starfsmannastjóra. Ráðn- ingarsamningurinn er í besta falli til fjögurra ára, launin eru um 400 kall á mánuði plús nefndir, bitlingar, ferðalög og dagpeningar og líkurnar á yfirmannsstarfi (ráðherra) eru 1:6. GÓÐUR FRAMBJÓÐANDI er brosmildur, hlýlegur, alvitur um rekstur og afkomu ríkisins, mælskur, kurteis, ýtinn, fyndinn, fylginn sér og annaðhvort karlkyns eða kvenkyns, þó frekar karlkyns, en svo mikill jafnréttissinni í hjarta sínu að ekki væri vitund betra fyrir þróun jafn- réttismála þótt kona skipaði sæti hans á listanum. Góður frambjóðandi býður af sér góðan þokka, hefur góða útvarpsrödd og má ekki svitna mikið í sjónvarpi né hafa flóttalegt augna- ráð eins og hann sé staddur á súlu- stað en ekki í sjónvarpsstúdíói. GÓÐUR FRAMBJÓÐANDI hef- ur brennandi áhuga á að lækka skatta, hækka laun, bæta velferðar- kerfið, auka samgöngur, stuðla að jafnvægi í byggð landsins (hvað sem það nú þýðir), bæta kjör ungs fólks, tryggja afkomu aldraðra, og bla, bla, bla, bla. Góður frambjóðandi má ekki láta nokkurn lifandi mann finna á sér hvort hann sé með eða á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu fyrr en hann veit úr hvaða átt vind- urinn blæs. Og hann/hún verður að viðurkenna að það sé forgangsmál að lagfæra óréttlæti kvótakerfisins – án þess auðvitað að breyta kerfinu. TIL 10. MAÍ munu stjórnmála- flokkarnir verja að minnsta kosti tvö- til þrjúhundruð milljónum króna (300.000.000 kr.) til að útmála kosti sína og frambjóðenda sinna – sem er alls ekki há upphæð miðað við hversu margir eru í framboði og hve miklu fjármagni þarf að eyða til að gera suma þeirra verulega lystuga. Svo kemur kosninganóttin og þegar líður að óttu láta frambjóðendur sig hverfa eins og ótrúir elskhugar í stað þess að færa þjóð sinni kaffi í rúmið. En ástin er dásamleg – meðan hún varir. ■ Góður fram- bjóðandi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.