Fréttablaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 9
10 14. maí 2003 MIÐVIKUDAGUR MÓTMÆLI Fleiri hundruð manns hafa ritað nafn sitt á undirskrifta- lista á hvuttar.net. Þar er skorað á nýja þingmenn að beita sér fyrir breytingum á reglugerð um dýra- hald í atvinnuskyni. Vaxandi andstaða er við að á Ís- landi skuli vera veitt leyfi til að rækta hunda á svokölluðum hundabúum. Víða um heim er mikil andstaða við svokölluð „Puppy Mill“ og víða eru þau al- farið bönnuð. Hér er á landi er eitt slíkt hundabú með um 200 hunda. Tilgangurinn með undirskrifta- listanum er að lögin verði endur- skoðuð þannig að það verði ekki starfrækt lengur. ■ FJÖLMIÐLAR „Ég hef gert athuga- semdir við þetta og sent stjórn- endum Sjónvarpsins,“ segir Kristín Halldórsdóttir, sem situr í útvarpsráði fyrir Vinstri græna. Á fundi Útvarpsráðs skömmu fyrir kosningar lét Kristín bóka athugasemd við framgöngu Gísla Marteins og tók Mörður Árnason undir bókunina. Kynningarþáttur Sjálfstæðis- flokks í Sjónvarpinu hefur valdið nokkrum usla en þar var Gísli Marteinn sjónvarpsmaður í hlut- verki spyrils í spjalli við Davíð Oddsson forsætisráðherra. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að innan Ríkisútvarpsins ríki gremja meðal starfsfólks sem árum saman hefur lagt sig í líma við að gæta ítrasta hlutleysis. „Nú vil ég taka skýrt fram að ég vil ekki hneppa fréttamenn og dagskrárgerðarmenn í fjötra. Þeir mega hafa sínar skoðanir og setja þær fram. En þetta ber vott um dómgreindarskort og ósvífni hjá Gísla Marteini að koma fram í þessum kynningarþætti og vera svo með þátt á kjördegi áður en búið er að loka kjörkössum,“ seg- ir Kristín. „Sjálfstæðisflokkurinn er með þessu að misnota aðstöðu sína og vinsældir Gísla.“ Árni Magnússon, fram- kvæmdastjóri Framsóknarflokks- ins, segir: „Meðan ég var starfs- maður Ríkisútvarpsins hvarflaði aldrei að mér að gefa upp mína pólitísku skoðun. Mér fannst það ekki fara saman og skoðun mín hefur ekki breyst.“ Gísli Marteinn segir sitthvað skemmtiþátt og fréttir. „Mér fannst frábært að vera í fréttum en langaði í pólitík. Þess vegna er ég með þennan ágæta skemmtiþátt og ég held að hinar frábæru við- tökur sjónvarpsáhorfenda segi allt sem segja þarf. Þetta virðist ekki trufla þá – að ég sé sem varaborg- arfulltrúi Reykjavíkur að gagn- rýna vinstri menn fyrir að kunna ekki með peninga að fara og stjórna svo Laugardagskvöldi.“ Gísli bar ákvörðun sína undir framkvæmdastjóra Sjónvarps, Bjarna Guðmundsson, sem lagði blessun sína yfir viðtalið við Davíð. Bjarni segir ekkert í reglum Ríkisútvarpsins sem... „bannar umsjónarmönnum skemmtiþátta að koma fram í svona þáttum. Hins vegar eru ítarlegar reglur í gildi fyrir fréttamenn og umsjón- armenn dægurmálaþátta.“ Og Gísli Marteinn segir viðtalið í kynningarþættinum í svipuðum dúr og mörg viðtöl sem hann hef- ur átt við Davíð meðan hann var í Kastljósþætti Sjónvarpsins. Mun- urinn sé hins vegar sá að hann þáði ekki greiðslu fyrir að þessu sinni. jakob@frettabladid.is SJÁVARÚTVEGUR „Ætla má að verð- mæti varanlegra heimilda Vinnslustöðvarinnar myndi við upptöku fyrningar lækka úr tæp- um 12 milljörðum króna í 6 til 9 milljarða króna,“ segir Þórólfur Matthíasson, dósent við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. „Eftir sem áður yrði efnahagur fé- lagsins í raun mun betri en ætla mætti við lestur ársreiknings.“ Þórólfur lagði ársreikning Vinnslustöðvarinnar fyrir árið 2002 til grundvallar mati á getu fyrirtækisins til að greiða fyrir leigukvóta, kæmi svokölluð fyrn- ingarleið til framkvæmdar. Hann gerir ráð fyrir að félagið leigi til sín heimildir jafnóðum og þær eru fyrndar. Að beiðni Tryggva Agn- arssonar athugaði Þórólfur hvaða áhrif það hefði á rekstur útgerðar- hluta félagsins yrðu greiddar 20 krónur fyrir hvert þorskígildis- kíló sem félagið þyrfti að leigja til sín. ■ Hafnarfjörður: Sjö innbrot tilkynnt LÖGREGLUMÁL Ungur piltur var handtekinn á laugardag grunaður um hnupl í verslun í miðbæ Hafn- arfjarðar. Í kjölfar handtökunnar fór fram húsleit heima hjá pilt- inum þar sem fundust rafmagns- verkfæri sem stolið hafði verið á tveimur stöðum í Garðabæ að- faranótt fimmtudagsins. Óvenju mikið var um innbrot í Hafnarfirði um helgina. Sjö inn- brot voru tilkynnt til lögreglu, þar af fimm í bíla, og ellefu þjófnaðir. Málin eru öll í rannsókn. ■ Svíar enn mótfallnir evru: Evrukosning í september SVÍÞJÓÐ, AP Utanríkisráðherra Sví- þjóðar, Anna Lindh, segir að ef Svíar samþykki ekki evruna sem gjaldmiðil Svía í kosningum sem fram fara þann 14. september muni það minnka þau áhrif sem Svíar geta haft á gang mála innan sambandsins. Svíar eru ásamt Bretum og Dönum einu þjóðirnar innan ESB sem ekki nota evruna sem gjald- miðil og er talsverð mótstaða við upptöku hennar í Svíþjóð. Kannanir sýna að Svíar eru ekki enn sannfærðir um ágæti þessa nýja gjaldmiðils og fleiri eru á móti en með. ■ HUNDAR ERU FÉLAGSVERUR Talsmenn undirskriftalistans eru mótfallnir því að hundar séu lokaðir í búri án samvista við mannfólkið, en slíkt viðgengst á svokölluðum hundabúum. Skorað á nýja þingmenn: Vilja ekki hvolpa- framleiðslu Vinnslustöðin: Efnahagur þolir vel fyrningarleiðina GÍSLI MARTEINN BALDURSSON Kynningarþáttur Sjálfstæðisflokks í Sjón- varpinu hefur valdið nokkrum usla en þar var Gísli Marteinn sjónvarpsmaður í hlut- verki spyrils í spjalli við Davíð Oddsson for- sætisráðherra. Gísli Marteinn á gráu svæði Þátttaka Gísla Marteins Baldurssonar í kosn- ingabaráttu Sjálfstæðisflokksins veldur gremju og er af mörgum talin misnotkun á RÚV. ERLENT Bandaríkjastjórn hefur rek- ið úr landi sjö kúbverska erindreka sem starfa fyrir Sameinuðu þjóð- irnar, fyrir „athafnir sem geta skaðað Bandaríkin,“ sem er orðatil- tæki sem notað er yfir njósnir. „Þeir stóðu í hlutum sem voru langt utan við þeirra svið,“ sagði talsmaður stjórnvalda, sem ekki vildi láta nafn síns getið. Samskipti ríkjanna hafa verið stirð síðan George W. Bush tók við embætti forseta Bandaríkjanna. Áður hafði mildast talsvert á milli en nú eru samskiptin að nálgast sama stig og var í kalda stríðinu. Stafar þetta að hluta til af því að Fidel Castro, forseti Kúbu, setti um daginn farbann á bandaríska emb- ættismenn á Kúbu eftir að háttsett- ur erindreki var grunaður um að styðja samtök, sem vilja Castro á braut, með peningastyrkjum. Bandarísk yfirvöld svöruðu strax í sömu mynt og má líklegt telja að þessir síðustu atburðir séu hluti af þessum leik. ■ KÚBA Samskipti ríkjanna komin á alvarlegt stig Samskipti Kúbu og Bandaríkjanna: Sjö Kúbverjar sendir heim DÝRT SÆTI Dýrasta sætið á opn-unarhátíð Ólympíuleikanna í Aþ- enu sem hefst á næsta ári kostar 80 þúsund krónur. Sala miða á leikana er hafin. Miðasalan gekk vel fyrsta daginn og seldist talsvert meira af mið- um en fyrir síðustu Ólympíuleika sem haldnir voru í Sydney í Ástr- alíu. Hægt er að nálgast miða gegnum heimasíðu Aþenuleik- anna og er meðalverðið í kring- um 1.700 krónur fyrir flesta við- burði. Í Fréttablaðinu á mánudaginn var sagt í lok fréttar um skoðanakannanir og úrslit kosn- inga að Gallup hafi verið fjærst réttum úrslit- um í spá sinni. Hið rétta er að IBM var fjærst úrslitunum og Gallup næst þeim. Beðist er velvirðingar á þessu. ■ Ólympíuleikar ■ Leiðrétting

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.