Fréttablaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 13
Það er dálítið sérkennileg staða ííslensku samfélagi að Sjálfstæð- isflokkurinn skuli skilgreina mest lesna dagblað landsins sem and- stæðing. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur í gegnum tíðina verið miðpunkt- ur íslenskra stjórnmála; sá flokkur sem hefur haft víðasta skírskotun og mest fylgi. Ef litið er á flokka sem hver önnur þjónustufyrirtæki hefur staða Sjálfstæðisflokksins á stjórnmálamarkaði verið svipuð og Landssímans á símamarkaði. Hinir flokkarnir skiptust á að vera Tal, Ís- landssími, Halló og önnur smærri fyrirtæki. Sameining símafyrir- tækjanna í samkeppni við Lands- símann er því af sama toga og sam- eining minni flokkanna í R-listan- um. Flokkarnir þurftu aukinn styrk til að geta haldið uppi raunveru- legri samkeppni við Sjálfstæðis- flokkinn. Ef dæmi eru tekin af öðrum mörkuðum hefur Sjálfstæðisflokk- urinn verið eins og Hagkaup á mat- vörumarkaði, Eimskip í flutning- um, Ríkissjónvarpið á sjónvarps- markaði og Landsbankinn meðal minni viðskiptabanka. Sum þessara dæma eiga enn við en það hafa ver- ið svo miklar breytingar í öðrum geirum að þeir sem áður voru fyrst- ir eru nú orðnir síðastir. Sú stað- reynd að þingflokkur Samfylking- arinnar er aðeins tveimur mönnum fámennari en sjálfstæðismanna bendir til að viss hætta sé á að yfir- burðastaða sjálfstæðismanna á stjórnmálamarkaði sé í hættu og að sambærilegar breytingar gætu gengið yfir þann geira og aðra. Þeir sem eru stórir á markaði hafa aðrar þarfir en þeir sem eru smáir. Lítil sérvörubúð getur lifað með minni markaðskostnaði en verslanakeðja sem selur allar al- mennar vörur. Á sama hátt þurfa jaðarflokkar ekki sama slagkraft í kynningum á stefnumiðum sínum og þeir flokkar sem miða inn á miðju stjórnmálanna. Það má til dæmis efast um að rétt sé að bera saman kynningarkostnað Vinstri grænna og Frjálslyndra við kostnað Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Stefna þessara flokka var miðuð á þrönga mark- hópa – sjómenn annars vegar og hins vegar þá sem aðhyllast harða vinstri- og umhverfisstefnu. Skila- boð inn í þessa hópa eiga síður við í víðtækustu fjölmiðlunum en þau skilaboð sem hinir flokkarnir voru að reyna að koma til alls almenn- ings. Sjálfstæðisflokkurinn kaus það fyrir síðustu kosningar að auglýsa sáralítið í Fréttablaðinu þrátt fyrir að það sé mest lesna blað á Íslandi. Fréttablaðið er meira lesið en hin blöðin meðal beggja kynja, á öllum landssvæðum og meðal allra ald- urshópa. Mestu munar á Frétta- blaðinu og hinum blöðunum meðal yngra fólks og þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu – eða þar sem flestir kjósendurnir búa og þar sem úrslit kosninganna ráðast. Sú ákvörðun Sjálfstæðisflokksins að sniðganga nánast þessa boðleið til kjósenda ber með sér að flokkurinn á erfitt með að laga sig að breyttum aðstæðum í samfélaginu – en það er sem kunnugt er öruggasta leið þeirra sem njóta yfirburðastöðu til að missa hana. Þeir sjálfstæðismenn sem hafa reynt að verja andstöðu flokksins við Fréttablaðið hafa lagt nokkuð á sig til að draga úr trúverðugleika blaðsins og efast um heiðarleika þess og hlutleysi. Það er enginn fót- ur fyrir þessum kenningum – þvert á móti getur Fréttablaðið verið stolt af síðustu kosningabaráttu. Þegar fréttaflutningur dagblaðanna þrig- gja í aðdraganda kosninganna er skoðaður kemur nefnilega í ljós að Fréttablaðið gætti best hlutleysis í fréttaflutningi. Í hita leiksins var því meira að segja haldið fram að skoðanakannanir Fréttablaðsins væru falsaðar í pólitískum tilgangi en niðurstaðan varð hins vegar sú að skoðanakönnun Fréttablaðsins bar af skoðanakönnunum DV og Morgunblaðsins. Það að áhrifamenn í Sjálfstæðis- flokknum skuli illa þola víðlesið, frjálst og óháð dagblað er í and- stöðu við stefnu og sál flokksins og hefur ekkert nema skaðleg áhrif á fylgi flokksins. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um Fréttablaðið og Sjálfstæð- isflokkinn. 14 14. maí 2003 MIÐVIKUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Þar sem ég bý minna en mínútufrá Vesturbæjarsundlauginni, eru það nú aldeilis forréttindi að geta horfið þangað og hresst upp á líkamann með hálfs kílómetra sundi á tíu mínútum. Því ef líkam- inn er ekki leikinn hart á yngri árum, þá mun lík- aminn leika þig hart á efri árum og bagga þig með alls konar sóttsækni. Ég er morgun- maður, og menn eru mættir í anddyrið rúmlega sex á morgnana – þeir fyrstu. Þar á hver sinn stað í anddyr- inu – dyravörður við fremri og annar við innri dyrnar, sem taka vel á móti mönnum í morgunsárið – jafnvel þótt blæði úr því hjá sumum. Fyrst rætt um foringjann – Frið- rik KFUM foringja – þar sem hann segir alltaf hitastigið hjá Friðrikskapellunni, en einn er alltaf með nýjustu tölur þaðan, og síðan leiðtogann – Davíð – sem sumir dýrka og dá – af morgun- mönnunum, en aðrir yrkja vísur og vers, limrur og ljóð – honum lítt til heiðurs – og geta leikið á harmoniku undir kveðskapinn, ef því væri að skipta. Á sekúndunni hálf sjö er opnað inn. Hver á sinn skáp, sem stelp- urnar í afgreiðslunni hafa í hausn- um, hvaða númer tilheyrir hverj- um. Svo eiga menn sína sturtu, og eins gott að vera ekki nýr að ráði til þess að verða ekki fyrir þeim. Müllersæfingar með Vinum Dóra Að loknum sundsprettinum er horfið í Örlygshöfnina – heita pott- inn í suðvesturhorninu – og þar eru málin rædd. Oft fengið efni í predikanir hjá pottormunum. Yfir- leitt aðeins karlar þar mættir, en ein framsækin kona heldur þó tryggð við sína menn og á sitt sæti. Er þess vandlega gætt af dyra- verðinum – sem gætir fremri dyr- anna í anddyrinu. Nýjustu sögurn- ar úr samfélaginu, og sagt frá öll- um helztu umræðuþáttunum á hin- um margvíslegustu gláperíisstöðv- um, þannig að maður er viðræðu- hæfur um skoðanir skjáskarfanna það sem eftir lifir dags. Ef dvalið er þar fram undir hálf átta er gerlegt að vera með Müllersmönnunum – Vinum Dóra. Helztu æfingarnar hjá Dóra bisk- upi – sem stjórnar söfnuðinum af harðfylgi – eru svo sem „Doktor Steffanó, horft til himins, hipp- hopp seytján sinnum, jafnvægi á miðvikudagsmorgni og skundað á skítsettið“ – allt æfingar, sem leika holdið hart. Heilbrigð sál í hraustum lík- ama Að loknum rakstri og þurrkun, þá er farið á barinn og borið á sig kroppakrem, smettissmér og veiðivatn. Hefðin er sú, þegar far- ið er til útlanda, að þá kaupa menn slíkt og leggja til í sameiginlega skjóðu, sem kölluð er barinn. Eru konur þessara karla ákaflega glaðar með sína menn, þar sem þær vita aldrei, hvaða lykt er af þeim, þegar þeir koma úr sund- inu. Að þessu loknu reyna menn með sér og þrusa skápalyklunum í þar til gert mark í afgreiðslunni, og skora menn ekki mjög oft þar. Þannig má sjá á þessari stuttu upptalningu, að ótrúlega margt gerist á skömmum tíma, þegar farið er snemma í Vesturbæjar- laugina. Eru eflaust hefðir sem þessar líka í öðrum sundlaugum, og hver með sína sérstöðu. Hins vegar vekur það furðu manns, að það skuli aðeins vera þriðji hver Íslendingur, sem fer í sund nokkuð reglulega og sum- ir aldrei – þrátt fyrir hollustu og heilnæmi líkamlega séð. Hinn andlegi þáttur er ekki síðri, svo sem sjá má af upptalningunni hér að framan. Hvatning mín er því sú, að menn geri meira af því að láta sund vera hluta af sínu venjubundna lífsmynstri dags daglega til þess að rækta heilbrigða sál í hraustum lík- ama. ■ Eilífar kennitölur Lesandi hringdi: Kona hringdi og sagði að sérblöskraði hversu oft þarf að gefa upp kennitölu í viðskiptum við fyrirtæki og stofnanir. Hún segist vita að þetta sé löglegt en engu að síður þyki henni afar óþægilegt að alls konar fyrirtæki haldi utan um upplýsingar um fólk eftir kennitölum þess. Konan sagðist til dæmis hafa hringt í heilsugæslustöð á dögunum til að biðja um upplýsingar um smit- leiðir hlaupabólu og var þá beðin um kennitölu. Þegar hún brást undrandi við fékk hún þau svör að engar upplýsingar væru gefnar nema fólk gæfi upp kennitölu. Konan segist einnig undrandi á því að ekki sé hægt að leigja sér spólu á vídeóleigu án þess að gefa upp kennitölu sína. Hún segist telja að hvergi í heiminum séu kennitölur notaðar jafnmikið og hér enda sé þessi notkun alger óþarfi. „Mér finnst bara einum of að ekki sé hægt að forvitnast um smitleiðir algengra sjúkdóma án þess að gefa upp kennitölu,“ sagði konan. ■ Um daginnog veginn PÉTUR ÞORSTEINSSON ■ skrifar um ágæti sundiðkunar. Pottormar leika líkamann hart ■ Bréf til blaðsins Bætiflákar Hækkun launa þingmanna „Sú ákvörðun var tekin að tengja laun þingmanna við laun annarra. Mönnum fannst að yfirveguðu ráði að laun þingmanna væru býsna lág og eru þeir nú jafnsettir og hér- aðsdómarar og umboðsmaður barna en fá hins vegar enga yfirvinnu og engar aðrar greiðslur nema þær sem talað er um í úrskurði okkar,“ segir Garðar Garðarsson, formaður Kjaradóms. Kjaradómur hefur verið gagnrýndur vegna ákvörðunar um hækkun launa ráðherra og þingmanna. Flokkur í and- stöðu við blað Guðjón Karl Reynisson framkvæmdastjóri 10-11 Launakostnaður hefur áhrif Verslanir 10-11 bjóða upp á 270% lengri afgreiðslutíma en Bónus. Grænmeti og ávextir eru viðkvæmasta varan sem við seljum. Það sem hefur áhrif á rýrnun þessara vara er lengri afgreiðslutími. Af því þurfum við sífellt að skipta úr borðinu. Breytilegur kostnaður í rekstri verslana er launakostnaður. Lengri afgreiðslutími skilar sér beint í meiri verslunarkostnað. Fyrir aukna þjónustu eru viðskiptavinir þægindaverslana að greiða örlítið hærra verð og samanburðurinn er mestur á grænmeti og ávöxtum. Okkur finnst óeðlilegt að vera bornir mis- kunnarlaust saman við lágvöruverslunina Bónus, ekki síst ef miðað er við opnunartímann. ■ Ólöf Embla Einarsdóttir lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum Áhyggur af matvörumarkaði Neytendasamtökin segja að eins og leikreglurnar séu í dag sé nauðsynlegt að treysta á samkeppnina. Hún tryggi neytendum besta verðið. Samþjöppun á matvörumarkaði veldur því ugg í samtökunum, enda býður hún upp á hægagang í samkeppninni. Fyrirtækin segja vitanlega annað og erfitt er að sýna fram á hið gagnstæða. Án virkrar samkeppni geta neytendur átt von á því að verðið hækki. Þegar sömu aðilar eiga hávöru- og lágvöru- verslanirnar má spyrja sig hvort það þjóni jafnvel þeirra eigin hagsmunum að halda verðinu uppi í tilteknum verslunum eða á tilteknum vörutegundum. ■ Verðmunur á grænmeti og ávöxtum Skiptar skoðanir ■ Af Netinu Draumurinn hefur ræst „Draumurinn um stóran jafnað- armannaflokk hefur ræst – flokk sem hefur svipaðan styrkleika og jafnaðarmannaflokkarnir á hinum Norðurlöndum, en aðeins jafnaðarmannaflokkurinn í Svíþjóð er nú stærri en Sam- fylkingin.“ JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Á VEFNUM SAMFYLKING.IS. Loðmulla og miðjumoð „Afgerandi stefnur, sem eru þess virði að styðja þær, eru ekki fylgisvænar í stjórnmálum Ís- lands. Fylgisvænni eru loðmulla og miðjumoð. Mest er upp úr stefnuleysi að hafa, samfara „sterku“ leiðtogaefni.“ JÓNAS KRISTJÁNSSON Á VEFNUM JONAS.IS. Námskeið í Bowen Tækni Einföld, mjúk og áhrifarík, meðferð sem farið hefur sigurför um Evrópu Virkar vel á hverskonar vandamál. Kennt á Íslandi 22. júní - 25. júní 2003 Upplýsingar og skráning: Margeir S. 897-7469 og 421-4569 jmsig@simnet.is www.bowentechnique.com Hátt verð á tómötum Svekktur neytandi skrifar: Ég vil vara venjulegt launafólkvið að kaupa íslenska tómata nema að vel athuguðu máli. Í fljótfærni keypti ég bakka með sex tómötum án þess að athuga verðið. Þegar ég síðan leit á strimilinn heima kom í ljós að bakkinn kostaði 579 krónur. Bakkinn var vigtaður í snatri og var um það bil 350 grömm. Þetta gerir kílóverð upp á 1.650 krónur. ■ ■ Nýjustu sögurn- ar úr samfélag- inu, og sagt frá öllum helztu umræðuþáttun- um á hinum margvíslegustu gláperíisstöðv- um, þannig að maður er við- ræðuhæfur um skoðanir skjáskarfanna það sem eftir lifir dags. Verðlagseftirlit ASÍ gerði könnun á grænmeti og ávöxtum í tíu verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Bónus var með lægsta verð í fjörutíu tilfellum af fjörutíu og þremur og verslunin Tíu-ellefu með hæsta verð í tuttugu og sjö tilvikum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.