Fréttablaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 14. maí 2003 ■ TÓNLIST 19 Undanfarin misseri hafakvennasönghópar af ýmsu tagi sprottið upp hver af öðrum hér á landi. Minna er hins vegar um að stofnaðar séu söngsveitir karla, kannski vegna þess að fyrir eru til nokkrir karlakórar sem eiga sér sterka hefð. Undantekningin er þó Raddbandafélag Reykjavíkur. „Ég veit ekki um neinn álíka hóp sem er að syngja þessa teg- und tónlistar,“ segir Sigrún Gren- dal, píanóleikari og nýbakaður varaþingmaður í norðanverðri Reykjavík. Raddbandafélag Reykjavíkur er hópur ellefu vaskra karla sem í vetur hefur þanið raddböndin af mikilli list undir stjórn Sigrúnar. Í kvöld gefst kostur á að heyra í þeim á tónleikum í Laugarnes- kirkju. „Þessi hópur byrjaði að starfa saman síðastliðið haust. Hann varð til upp úr kvartett sem hafði verið starfandi í eitt ár. Svo ákváðum við að fjölga í hópnum og úr varð Raddbandafélag Reykjavíkur.“ Á tónleikunum í kvöld ætlar Jónas Sen að leika með þeim á pí- anóið. Á efnisskránni er fjölbreytt úrval laga, bæði íslenskra og er- lendra, í alls kyns útsetningum. Meðal annars syngja þeir barber- shop-lög og erlend dægurlög með léttri sveiflu. Þetta eru fyrstu tón- leikar sönghópsins þótt hann hafi sungið á ýmsum samkomum og við ýmis tækifæri í vetur. „Við höfum verið á léttari nót- unum í vetur en við stefnum á að gera góða og stóra hluti í framtíð- inni. Það verður að setja markið hátt.“ ■ RADDBANDAFÉLAG REYKJAVÍKUR Þessi vaski hópur ætlar að hefja upp raust sína klukkan átta í kvöld í Laugarneskirkju. Ellefu karlaraddir þandar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.