Fréttablaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 19
14. maí 2003 MIÐVIKUDAGUR TÓNLEIKAFERÐ Gömlu jaxlarnir í The Rolling Stones hófu heil- mikla tónleikaferð í fyrra til þess að fylgja eftir útgáfu safn- plötunnar „40 Licks“, sem inni- heldur 40 vinsælustu lög sveit- arinnar frá upphafi. Túrinn kalla þeir einfaldlega „Licks“ og und- ir því merki eru þeir búnir að gera það býsna gott í Bandaríkj- unum og víðar og setja nú stefn- una á Evrópu í sumar. Lætin verða væntanlega litlu minni þar, en miðar byrjuðu að seljast upp strax í byrjun des- ember þegar sveitin kynnti Evr- ópudagskrá sína. Rollingarnir munu troða upp í 22 stórborgum í júní, júlí og ágúst og á einni helgi í desember seldust 270.000 miðar í London, Rotterdam, München og Svíþjóð. Handa- gangurinn var ekki minni á Ír- landi en sveitin hefur ekki spilað þar síðan 1982. Tvennir tón- leikar verða í Dublin í septem- ber og seldist upp á þá báða á sex mínútum en auk Írlandstón- leikanna spila Stones níu sinnum í heimalandinu Englandi. ■ THE ROLLING STONES Það slá fáir gömlu brýnin út þegar kemur að tónleikahaldi og síðasta ár var til dæm- is algert metár hjá bæði The Rolling Stones og gamla Bítlinum Paul McCartney en Stones tóku inn 88 milljónir dollara á flakki sínu um Bandaríkin. The Rolling Stones: Valta yfir Evrópu í sumar PAUL MCCARTNEY Spilaði í tæpa þrjá klukkutíma fyrir um 500.000 manns fyrir framan Colosseum-hringleikahúsið í Róm á sunnudaginn. Gamli Bítillinn tók klassísk Bítlalög eins og Back in the USSR, Hey Jude og Yesterday ásamt efni af löngum sólóferli sínum. TÓNLEIKAFERÐ Gamli bítillinn Paul McCartney hóf heimsreisu sína í Kaliforníu í apríl árið 2002 og stefnir að því að ljúka ferðinni með risatónleikum í heimaborg sinni, Liverpool. Lokatónleikarnir fara fram þann 1. júní á risasviði sem Bítillinn ætlar að láta setja upp á auðu svæði við höfnina. McCartney hefur ekki spilað í Liverpool frá árinu 1990 og nú treður hann upp undir berum himni fyrir framan 30.000 aðdá- endur sína. McCartney gerði góða heim- sókn til Rómar um helgina. Hann spilaði fyrir 400 manns í Coloss- eum-hringleikahúsinu á góðgerð- artónleikum á laugardaginn. Leik- húsið er nánast aldrei notað fyrir sýningar og McCartney grínaðist með það að þarna hefði ekkert band troðið upp síðan kristnir menn voru bornir á borð fyrir ljón, Rómverjum til dægradvalar. Tónleikaferðin hefur verið gríðarlega vel heppnuð en McCartney hefur aldrei trekkt að sér meiri fjölda á tónleikum frá því Bítlarnir voru og hétu. Hann spilaði á 58 tónleikum í fyrra, fór í gegnum Bandaríkin þver og endi- löng og kom við í Kanada, Mexíkó og Japan. Tónlistartímaritið Bill- board útnefndi túrinn „Tónleika- ferðalag ársins“ í fyrra, enda var nánast uppselt á alla tónleikana. McCartney er að vonum sáttur við árangurinn: „Ég er búinn að fara með þessa sýningu út um all- an heim og hef skemmt mér rosa- lega vel, en það verður mér mjög mikilvægt að spila heima í Liver- pool. Ég hef það á tilfinningunni að þetta verði góður og hjartnæm- ur endir á frábæru ári.“ Miðarnir á Liverpool-tónleik- ana eru komnir í sölu og kosta 30, 40 og 50 pund. Þetta verða nítug- ustu tónleikarnir á ferðinni en áður en McCartney kemur heim í júní verður hann búinn að spila í Frakklandi, á Spáni, í Belgíu, Hollandi, Þýskalandi, Danmörku, Svíþjóð, Ítalíu, Ungverjalandi, Austurríki, Rússlandi og Írlandi. Hann spilar 36 lög á hverjum tón- leikum og þegar hann stígur á stokk í Liverpool verða tvær milljónir manns búnar að kaupa sig inn á tónleika í þessari mögn- uðu ferð sem staðið hefur yfir í rúmt ár. ■ Klárar á byrjunarreit 4. júní München 6. júní München 8. júní München 10. júní Mílanó 15. júní Berlín 18. júní Vín 27. júní Madrid 29. júní Barcelona 7. júlí París 9. júlí París 11. júlí París 13. júlí Kaupmannahöfn 16. júlí Helsinki 18. júlí Stokkhólmur 20. júlí Stokkhólmur 22. júlí Stokkhólmur 24. júlí Hamborg 27. júlí Prag 19. ágúst Amsterdam 20. ágúst Amsterdam 23. ágúst London 24. ágúst London 27. ágúst London 29. ágúst London LOKASPRETTUR TÓNLEIKA- FERÐAR PAUL MCCARTNEY 14. maí Vín 15. maí Búdapest 17. maí München 18. maí München 21. maí Hamborg 24. maí Moskva 27. maí Dublin 29. maí Sheffield 01. júní Liverpool Paul McCartney hefur síðan í apríl verið á tónleikaferðalagi um allan heim sem lýkur í heimaborg hans, Liverpool. Mikill áhugi er fyrir tón- leikunum. Tónleikaferðalag ársins að mati Billboard. NOKKRIR VIÐKOMUSTAÐIR ROLLING STONES Í EVRÓPU Í SUMAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.