Fréttablaðið - 14.05.2003, Page 28

Fréttablaðið - 14.05.2003, Page 28
57 ÁRA Sigríður Anna Þórðardóttir, formaður þingflokks sjálfstæðis- manna, á sama afmælisdag og for- seti Íslands: „Ég komst að því löngu áður en hann varð forseti; einhvern tíma þegar við sátum saman á Alþingi,“ segir afmælis- barnið, sem er 57 ára í dag: „Þetta er góður aldur fyrir konu. Reynd- ar spennandi aldur því nú hefur maður öðlast lífsreynslu og veit hvað það er sem skiptir máli í líf- inu en það er fjölskyldan, börnin og vinirnir,“ segir Sigríður Anna, sem gerir ekki ráð fyrir að halda sérstaklega upp á daginn. Ekki einu sinni fara í afmæli forsetans. Heldur vill hún vera heima hjá sínum nánustu sem skipta hana öllu: „Ég á einstakan mann, þrjár dætur og þrjú barnabörn og hjá þeim vil ég vera,“ segir Sigríður Anna, en hún er gift Jóni Þor- steinssyni, sóknarpresti í Mos- fellsprestakalli. Þau kynntust í Menntaskólanum á Akureyri 16 ára gömul og voru komin á fast 17 ára: „Við höfum haldist í hendur í gegnum lífið og erum bestu vinir. Ég á einstakan mann sem hefur alla þá kosti sem prýtt geta einn mann. Ég er lukkunnar pamfíll.“ Sigríður Anna segist fyrir löngu vera komin yfir það að óska sér afmælisgjafa: „Ég er glöð og ánægð með það sem ég á og hef,“ segir hún á afmælisdag- inn. ■ 29MIÐVIKUDAGUR 14. maí 2003 Afmæli SIGRÍÐUR ANNA ÞÓRÐARDÓTTIR ■ alþingismaður er 57 ára í dag. Hún er ánægð með aldurinn enda veit hún nú hvað það er sem skiptir máli í lífinu; fjöl- skyldan, börnin og vinirnir. Góður aldur – spennandi aldur Halldóra Haraldsdóttir, Fífuhvammi 39, Kópavogi, lést 12. maí. Arfnfríður Gísladóttir, Efstasundi 15, lést 11. maí. Helga Gróa Lárusdóttir, Hlíðarbyggð 8, Garðabæ, lést 11. maí. Kristinn Helgason, Grundargerði 9, Reykjavík, lést 11. maí. Elín Guðjónsdóttir, Laugarásvegi 16, Reykjavík, lést 10. maí. Katrín Sigurðardóttir, Logafold 42, Reykjavík, lést 10. maí. Aðalsteinn Ingólfur Ágústsson, Star- engi 44, Reykjavík, lést 9. maí. Bjarni Dagsson, Grænumörk 5, Selfossi, lést 9. maí. Hákon Magnússon, Háaleitisbraut 34, Reykjavík, lést 9. maí. Geir Einarsson frá Suður-Fossi í Mýrdal lést 8. maí. MENNING Launasjóður fræðirit- höfunda úthlutaði 10,8 milljónum króna til sjö verkefna um mánað- armótin. Þetta er í fjórða skipti sem sjóðurinn styrkir fræðihöf- unda með þessum hætti en meg- inhlutverk hans er að auðvelda samningu bóka og verka í staf- rænu formi til eflingar íslenskri menningu. Ólafur Jónsson, formaður stjórnar sjóðsins, segir að í ár hafi 53 höfundar sótt um styrki og sjö fengu starfslaun í sex mánuði. Ólafur segir verkefnin mjög fjölbreytt og allir sem fengu styrk núna séu vel á veg komnir og „styrkjunum ætlað að gera þeim kleift að taka loka- hnykkinn.“ Ármann Jakobsson fær styrk fyrir verkefnið Alþýðlegt fræði- rit um Hringadróttinssögu, Bryn- dís Eva Birgisdóttir fyrir Nýr líf- stíll – hreyfing og mataræði, Gylfi Gunnarsson fyrir Skapandi viðtaka fornbókmenntanna, tíma- bilið 1750-1900, Halldór Sverris- son fyrir Skaðvaldur í gróðri og í húsum, Helgi Hallgrímsson fyrir verkefnið Lagarfljót, Kristín Ást- geirsdóttir fyrir Ingibjörg H. Bjarnason og íslensk kvenna- hreyfing 1915-1930 og Páll Björnsson fyrir Jón Sigurðsson: Samband þjóðar og hetju. ■ Við Pósthússtræti 3 stendur gam-alt og virðulegt hús úr tilhöggnu grágrýti. Hús þetta var reist árið 1883 og gegndi hlutverki barna- skóla. Skömmu fyrir aldamótin 1900 var skólastarfið flutt í Miðbæj- arskólann og var byggingin þá tekin undir pósthús. Árið 1931 fékk lög- reglan húsið til afnota og var það aðallögreglustöð Reykjavíkur um árabil. Á þeim tíma var í húsinu al- ræmd fangageymsla sem í daglegu tali nefndist „Kjallarinn.“ Kjallar- inn lá undir sjávarmáli, sem olli því að ekki var hægt að hafa þar vatns- salerni. Var þetta leyst með því að hafa fötu í hverjum klefa. Steingrímsbolurinn sló í gegn Mér datt í hug að gera bol meðSteingrím sem Che Guevara,“ segir Björgvin Guð- jónsson, hönnuður bolsins með mynd af Steingrími J. Sigfússyni sem sló í gegn í kosningabarátt- unni. „Mér skilst reyndar að Erp- ur Eyvindarson hafi verið að pæla í sömu hugmynd líka.“ Björgvin segir að ungliðar Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á Akureyri hafi strax tekið vel í hugmyndina. „Stein- grímur var sjálfur ekkert sér- staklega spenntur fyrir henni, en þeim tókst að sannfæra hann um þetta.“ Fyrsta prentun af bolnum seldist upp. Áður en yfir lauk var búið að prenta bolinn fjórum sinnum. „Ég átti nú von á því að þetta yrði vinsæll bolur, en ekki svona vinsæll.“ Það er í nógu að snúast hjá Björgvini þessa dagana því hann er að útskrifast sem grafískur hönnuður frá Myndlistarskólan- um á Akureyri. Fyrir dyrum stendur sýning í Ketilhúsinu á útskriftarverkefnum. Framtíðar plönin liggja fyrir. „Við erum að stofna hönnunarfyrirtæki sem heitir Geimstofan.“ Ásamt Björgvini eru þrír aðrir stofn- endur stofunnar. Bakgrunnurinn er fjölbreyttur; einn að klára viðskiptafræði, tveir hönnuðir og einn leikstjóri. „Við höfum því mikla breidd, getum tekið að okkur bæði hönnunarverkefni og sjónvarpsauglýsingar.“ Björgvin segir þá ekki hafa neinar áhyggjur af markaðnum. „Við ætlum að byrja rólega og bindum okkur ekkert við Akur- eyri.“ ■ SIGRÍÐUR ANNA ÞÓRÐARDÓTTIR Þakklát fyrir einstakan eiginmann sem hún kynntist 16 ára gömul í Menntaskólanum á Akureyri. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T ÞRÍR FORINGJAR Huginn Þorsteinsson, kosningastjóri Vinstri grænna á Akureyri, Björgvin Guðjónsson, hönnuður bolsins, og Hlynur Hallsson, frambjóðandi og myndlistarmaður, flagga foringja sínum. Hönnun ■ Bolur með mynd af Steingrími J. Sigfússyni í líki skæruliðaforingjans Che Guevara vakti verðskuldaða at- hygli. Hönnuðurinn heitir Björgvin Guðjónsson og er að útskrifast úr hönnunardeild Myndlistarskóla Akur- eyrar. ■ Húsið ÁRMANN JAKOBSSON Vinnur að alþýðlegu fræðiriti um Hringa- dróttinssögu sem ætti að verða mörgum kærkomið þar sem þessi sígilda saga er eina ferðina enn á allra vörum í kjölfar vin- sællar kvikmyndaaðlögunnar. Fræði ■ Launasjóður fræðirithöfunda hefur styrkt 7 höfunda til að klára fræðirit af ýmsu tagi. Ármann Jakobsson er einn þeirra en hann vinnur að alþýðlegu fræðiriti um Hringadróttinssögu. ■ Andlát Hobbitar og önnur fræði Þitt eintak v iku legt t ímar i t um fó lk ið í l and inu birta 16 . T I L 22 . MAÍ 2003 ert þú eyðslukló? hvað segja stjörnurnar? spjót örlaganna 7dagskrásjónvarpsinsnæstudaga öxin og jörðin ólafur gunnarsson útbreiddasta tímarit landsins 92.000 eintök al la föstudaga

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.