Fréttablaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 11
12 14. maí 2003 MIÐVIKUDAGUR■ Asía FÓRUST Í AURSKRIÐU Að minnsta kosti 29 manns fórust þegar aurskriða féll á tvær bygg- ingar í suðurhluta Kína. Yfir 30 vegagerðarmenn lágu sofandi í húsunum þegar aurskriðan féll og er talið að þeir hafi allir farist. SCHRÖDER HVERGI BANGINN Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, hélt í opinbera heim- sókn til Suðaust- ur-Asíu. Kansl- arinn virti að vettugi tilmæli opinberra embættismanna og fjölskyldumeðlima um að hann frestaði ferðinni vegna bráðalungnabólgunnar. Schröder mun heimsækja Malasíu, Singa- púr, Víetnam og Indónesíu. JAPAN, AP Alþjóðaheilbrigðisstofn- unin hefur sett það markmið að eyða mænusótt fyrir árið 2005. Sóttin, sem var faraldur hér fyrr á tímum, hefur rénað mikið undan- farin ár og eru nú einungis þrett- án lönd sem annaðhvort berjast við tilfelli eða eru í mikilli hættu á að þeim fjölgi. Mænusótt, eða lömunarveiki, leggst á miðtaugakerfið og veldur lömun og dregur einstaka sinnum sjúklinginn til dauða. Talið er að tæplega tvö þúsund manns hafi smitast á síðasta ári, aðallega á fátækari svæðum heimsins. Mænusóttin er einungis land- læg á sex stöðum: í Afganistan, Egyptalandi, Nígeríu, Níger, Pakistan og Sómalíu. ■ RÍKISSTOFNANIR Ríkisútvarpið hef- ur verið rekið með rúmlega millj- arðs króna tapi síðustu átta ár. Á síðasta ári nam tapið 188 milljón- um króna. Ríkisútvarpinu hefur verið skylt að greiða 25% af halla- rekstri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, en nefnd á vegum menntamálaráðuneytisins, sem skilaði af sér tillögum fyrir helgi, mælir fyrir því að tengslin við Sinfóníuhljómsveitina verði rofin. Undanfarin ár hefur Ríkis- útvarpið haft heimild til þess að vera rekið með tapi. Á síðasta ári hljóðaði heimildin upp á 147 milljónir króna tap. Guðmundur Gylfi Guðmundsson, fjármála- stjóri Ríkisútvarpsins, segir að ástæðan fyrir því að tapið var meira sé skuldbinding við Sinfón- íuhljómsveitina. Í fyrra hafi Ríkisútvarpið þurft að greiða um 30 milljónir til hennar. Á þessu ári hljóðar heimildin upp á 214 milljóna króna tap- rekstur. Tvisvar síðan árið 1995 hefur stofnunin verið rekin með tæplega 350 milljóna króna tapi, en aðeins einu sinni á síðustu átta árum hefur hún verið réttu meg- in við strikið. Það var árið 1997, þegar hún var rekin með 86 millj- óna króna hagnaði. Guðmundur Gylfi segir tvær meginskýringar á þessum mikla taprekstri undanfarin ár. Í fyrsta lagi hafi afnotagjöldin ekki verið hækkuð í samræmi við verð- og kostnaðarþróun og talsvert minna heldur en gjöld annarra fjölmiðla hafi hækkað. Í öðru lagi hafi verið lagðar auknar skuld- bindingar á Ríkisútvarpið. Líf- eyrisskuldbindingar nemi um 200 milljónum króna á ári og þá hafi skuldbindingar vegna Sin- fóníuhljómsveitarinnar einnig vegið þungt. Guðmundur Gylfi segir að þrátt fyrir mikið tap sé Ríkis- útvarpið rekið á hagkvæman hátt og mikið aðhald sé í rekstrinum. Eigið fé þess sé enn jákvætt. „Hins vegar er þetta ríkis- stofnun og við erum rekin sam- kvæmt heimildum í fjárlögum. Það hefur ekki fengist lausn á málefnum Ríkisútvarpsins hjá þeirri ríkisstjórn sem var og ég veit ekki hvort hún fæst núna. Á meðan við höfum verið í þessari biðstöðu hefur Ríkisútvarpinu verið heimilað að vera rekið með halla.“ Guðmundur Gylfi segir að lausn á fjárhagsvanda Ríkisút- varpsins sé fólgin í því að afnota- gjöld verði hækkuð og það verði losað undan lífeyrisskuldbind- ingunum og skuldbindingum vegna rekstrar Sinfóníuhljóm- sveitarinnar. trausti@frettabladid.is RÍKISÚTVARPIÐ Tvisvar síðan árið 1995 hefur Ríkisútvarpið verið rekið með tæplega 350 milljóna króna tapi, en aðeins einu sinni á síðustu átta árum hefur það verið réttu megin við strikið. REKSTUR RÚV Milljónir 1995 -85 1996 -13 1997 86 1998 -345 1999 -62 2000 -92 2001 -337 2002 -188 Heimild: RÚV Milljarður í tap á átta árum Ríkisútvarpið hefur heimild til þess að vera rekið með 214 milljóna tapi í ár. Fjármálastjórinn vill losna undan lífeyrisskuldbindingum. Lagt til að tengslin við Sinfóníuhljómsveit Íslands verði rofin. FRÁ AFGANISTAN Eitt af sex löndum þar sem mænusótt er landlæg Barátta heilbrigðisstofnana: Útrýma mænusótt fyrir árið 2005 Fjarðabyggð: Hagnaður af rekstri SVEITARSTJÓRN Fjarðabyggð skilaði 59 milljóna króna hagnaði af rekstri A-hluta sveitarsjóðs í fyrra. Með B-hlutanum var niðurstað- an þó 12 milljóna króna halli. Í B- hlutanum eru fjárhagslega sjálf- stæð fyrirtæki í meirihlutaeigu sveitarfélagsins. Heildartekjur beggja hluta námu 1.407 milljónum króna. Af- koman var betri en gert var ráð fyr- ir; bæði voru tekjur 113 milljónum króna hærri en áætlað var og fjár- magnsliðir voru jákvæðir um 70 milljónir í stað neikvæðra um áætl- aðar 67 milljónir. Það skýrist af söluhagnaði hlutabréfa. ■ SVEITARSTJÓRNIR Samfylkingin í Hafnarfirði lýsir vanþóknun á launahækkunum sem Kjaradóm- ur hefur ákvarðað alþingis- mönnum, ráðherrum og nokkrum æðstu embættismönn- um ríkisins. Hækkun þingfararkaups al- þingismanna verður ekki grund- völlur launahækkana bæjarráðs- fulltrúa í Hafnarfirði eins og efni hefðu annars staðið til því bæjar- fulltrúalaunin hafa verið fast hlutfall af þingfararkaupinu: „Með þessum úrskurði Kjara- dóms eru forsendur fyrir þeirri viðmiðun algerlega brostnar, enda eru þessar stórfelldu hækkanir nú í annað sinn á örfá- um mánuðum engan veginn í takt við almenna launaþróun í landinu,“ ályktaði bæjarmála- fundur Samfylkingarinnar á mánudagskvöld. Eins og kunnugt er skipar Samfylkingin meirihluta bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar. Um síð- ustu áramót samþykkti bæjar- stjórnin að í stað 7% hækkunar sem Kjaradómur ákvarðaði kæmi 3% hækkun á laun fyrir nefndarstörf. Það væri sama hækkun og í almennu launaum- hverfi. ■ LÚÐVÍK GEIRSSON Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, og félagar hans í meirihluta Samfylkingar ætla að sjá til þess að hætt verði að miða laun bæjarfulltrúa við úrskurði Kjaradóms um launaþróun alþingismanna. Leiðir hafnfirskra bæjarfulltrúa og Kjaradóms skilja: Segja Kjaradóm úr takti við landsmenn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.