Fréttablaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 2
2 20. maí 2003 ÞRIÐJUDAGUR Nei, það liggur ekkert á því. Birkir J. Jónsson, yngsti þingmaðurinn á Alþingi, er aðstoðarmaður Páls Péturssonar félagsmálaráð- herra sem lætur af störfum þegar ný stjórn tekur við völdum. Spurningdagsins Liggur ekki beint við að þú takir við af Páli? ■ Erlent FÍKNIEFNARANNSÓKN „Tveir menn úr fíkniefnadeildinni í Reykjavík eru í Þýskalandi,“ segir Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfirlögreglu- þjónn á fíkniefnadeild lög- reglunnar í Reykjavík. Á dögun- um voru handteknir fimm menn úr þýskum eiturlyfjahring og tengdust þeir tveimur mönnum, Íslendingi og Þjóðverja, sem handteknir voru hér á landi í haust og sitja enn í gæsluvarð- haldi. Ásgeir segir íslensku lög- regluþjónana hafa undirbúið sig í gær, þar sem yfirheyrslur byrji í dag yfir hluta af þeim fimm sem handteknir voru í Þýskalandi. Hann segir sína menn spyrja spurninga frá íslensku lögregl- unni þó framkvæmdin sé í hönd- um þýskra lögreglumanna. „Verið er að hnýta saman enda í þessu máli sem enn er í rann- sókn. Stefnt er að því að upplýsa þátt manna hér á landi. Íslensku lögreglumennirnir verða í Þýska- landi fram á föstudag en það fer allt eftir því hvernig gengur. Samvinnan við þýsku lögregluna hefur verið mjög góð. Þægilegt er að eiga við þá og nánast allt gengið eins og smurð vél,“ segir Ásgeir. ■ TVEIR LÖGREGLUMENN ERU Í ÞÝSKALANDI Ásgeir Karlsson segir samvinnu við þýsku lögregluna vera mjög góða. Fíkniefnalögreglan: Yfirheyrslur byrja í dag Sparisjóður Kópavogs: Kall á hjálp BANKARÁN „Á þessu stigi málsins er ég bundinn fullum trúnaði og þagn- arskyldu,“ segir Hilmar Ingimund- arson, lögmaður mannsins sem rændi Sparisjóð Kópavogs á föstu- dagsmorgun. Hilmar segir mann- inn hafa gefið ítarlega skýrslu í upphafi. Ránsfengurinn hefur ekki fundist og er unnið að rannsókn á því hvað varð um ránsfenginn. Annar viðmælandi blaðsins segir ránið framið til að borga fíkniefnaskuldir. Því hafi fylgt hót- anir og með því að fremja rán með óhulið andlit hafi ræninginn lík- lega verið að kalla á hjálp. Betra geti verið að lenda í dómskerfinu en í höndum þeirra sem hann skuldaði. ■ FLÓÐ Í SRI LANKA 140 hafa farist og 150.000 til viðbótar neyðst til að yfirgefa heimili sín. Aurskriður og flóð valda stórtjóni: Neyðar- ástand á Sri Lanka SRI LANKA, AP Flóð og aurskriður á Sri Lanka hafa valdið dauða 140 manns og búist er við að tala lát- inna eigi eftir að hækka. Allt að 150 þúsund manns hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín af ótta við fleiri skriður. Mikil rigning sem hefur gengið yfir landið undanfarið á sök á ástandinu og segja veðurfræðing- ar að þó hið mesta sé gengið yfir sé von á rigningu áfram næstu daga. Flóðin eiga eftir að hafa mikil efnahagsleg áhrif á landið. Hrís- grjónauppskera landsins sem búið var að ganga frá í geymslum skemmdist í flóðunum og óttast er að mjólkurafurðir verði af skorn- um skammti þar sem mjólkur- bændur urðu sérstaklega illa úti. Náttúruhamfarir af þessum toga eru sjaldgæfar á þessari hitabeltiseyju þar sem tæplega 19 milljón manns búa. ■ GÜNTHER VERHEUGEN „Rúmenar hafa bæði möguleikana og vilj- ann til að uppfylla inngönguskilyrðin,“ sagði Verheugen sem fer með stækkunar- mál í Evrópusambandinu. Rúmenía og ESB: Sigla hraðbyr mót aðild BRUSSEL, AP Rúmenía mun að líkind- um ná því markmiði að ganga í Evr- ópusambandið árið 2007, að sögn Günther Verheugen, sem fer með stækkunarmál í framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins. Verheugen benti engu að síður á að rúmensk yfirvöld yrðu að gera tals- verðar endurbætur á dómskerfinu, opinberri þjónustu og efnahags- kerfinu til að uppfylla inngöngu- skilyrðin. Rúmenía og Búlgaría binda von- ir við að geta fylgt hinum Austur- Evrópulöndunum átta sem að lík- indum munu ganga í sambandið á næsta ári ásamt Möltu og Kýpur. „Þetta er algjört forgangsverkefni hjá okkur. Allt verður gert til þess að draumurinn geti ræst,“ sagði Mircea Geoana, utanríkisráðherra Rúmeníu. ■ Dýraverndunarfólk ósátt: Sýknaður af dýraofbeldi KAUPMANNAHÖFN, AP Peter Meyer, forstöðumaður Trapholt lista- safnsins í Kolding í Danmörku var sýknaður af ákæru um ofbeldi gagnvart dýrum. Meyer náði frægð fyrir þremur árum þegar safn hans setti tíu gullfiska í tvo rafmagnsblandara sem sýningar- gestir gátu kveikt á. Einhver gerði það og olli dauða tveggja gullfiska. Úrskurðurinn í málinu var á þá leið að vegna þess hve skjótan dauðdaga fiskarnir hlutu væri ómögulegt að sakfella Meyer fyr- ir ofbeldi gagnvart dýrum. ■ Átök glæpagengja: Unglingar skotnir LOS ANGELES, AP Þrír unglingspilt- ar voru skotnir til bana í átökum glæpagengja í suðurhluta Los Angeles, að sögn talsmanns lög- reglunnar. Tveir aðrir særðust í skotbardögunum. Skömmu áður höfðu starfs- menn útfararþjónusta ekið líkvögnum um götur borgarinn- ar til þess að vekja athygli á hárri tíðni manndrápa á svæð- inu. Á síðasta ári voru framin 653 morð í Los Angeles en það er ellefu prósent aukning frá árinu 2001. ■ Breski Íhaldsflokkurinn: Flokkur hinna fátæku LUNDÚNIR, AP Leiðtogi breska Íhaldsflokksins segist vilja að flokkurinn einbeiti sér að málefn- um hinna fátæku. Íhaldsflokkur- inn hefur hingað til verið þekktur fyrir að standa vörð um hug- myndafræði kapítalismans. Eftir að hafa heimsótt verka- mannahverfi í stórborgum Bret- lands lýsti Duncan Smith þungum áhyggjum af því sem fyrir augu hans hafði borið. „Ég vil að Íhalfdsflokkurinn verð flokkurinn fyrir fátæka fólkið,“ sagði Smith og bætti því við að besta leiðin til þess að vinna gegn fátækt væri að auka hagsæld þjóðarinnar fremur en að stuðla að aukinni dreifingu auðsins. ■VEIÐAR „Í dag hef ég ekki áhyggj- ur að neinu marki,“ segir Þor- steinn Sigurðsson, karfasér- fræðingur á Hafrannsóknastofn- un, um slaka veiði á úthafskarfa. Að hans sögn eru sveiflur í út- hafskarfaveiði algengar og telur hann líklegra að léleg veiði stafi af staðsetningu karfans frekar en að raunverulegar sveiflur séu í stofninum. Þorsteinn segir að gerður verði út rannsóknaleiðangur í sumar til að athuga ástand stofnsins. Þangað til hafi hann ekki verulegar áhyggjur af stöðu mála. „Auðvitað er alltaf slæmt ef veiðist illa,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri ÚA. Hann bendir þó á að ekki sé óþekkt að veiðin á úthafskarfa detti niður en glæðist síðan á ný. „Það er nú ekki öll nótt úti enn með úthafskarfatímabilið,“ seg- ir Guðbrandur. „Við skulum spyrja að leikslokum.“ ■ GUÐBRANDUR SIGURÐSSON Framkvæmdastjóri ÚA segir að ekki sé öll nótt úti enn með úthafskarfatímabilið. Slök veiði á úthafskarfa undanfarið: Sveiflur í veiði eru algengar HÁSKÓLINN „Við Hannes notum sömu kaffistofuna og tölum því mikið saman. Hótanir hans hafa komið fram í slíkum samræðum, sérstaklega þegar ég hef verið að benda á einhver atriði sem eru ekki í lagi í þjóðfélaginu, eins og í velferðarmálum. Þá hefur Hann- es stokkið upp á nef sér,“ segir Stefán Ólafsson, prófessor í fé- lagsfræði og forstöðumaður Borgarfræðaset- urs, um samskipti sín við kollega sinn, Hannes Hólmstein Gissur- arson, prófessor í stjórnmálafræði, undanfarna sex mánuði. Þeir hafa báðir skrifstofu í Odda og deila kaffiaðstöðu þar. Stefán segir Hann- es ítrekað hafa haft í hótunum við sig vegna skoðana sem hann hefur látið í ljósi undan- farið um stöðu velferðarkerfisins, sem hann hefur gert ítarlegar rannsóknir á. Í kjölfar þess að Hannes skrifaði blaðagrein á dög- unum, þar sem hann gefur í skyn að Stefán gangi erinda pólitískra aðila í rannsóknum sínum, ákvað Stefán að stinga niður penna. Hann svaraði svohljóðandi í DV í gær: „Á síðustu sex mánuðum hefur Hannes Hólmsteinn ítrekað gert mér ljóst að ef óþægilegt efni kæmi frá mér eða Borgarfræða- setri inn í þjóðmálaumræðuna þá yrði ég lagður í einelti og mér refsað. Borgarfræðasetur yrði sett undir sérstaka smásjá. Í nokkrum tilvikum voru vitni að þessum skilaboðum.“ Í samtali við Fréttablaðið vildi Stefán lítið segja um það í hverju þessar hótanir hafi falist. „Þetta var í fleiri en eitt skipti og þetta var sagt með ýmsum hætti,“ sagði Stefán. „Ég ætla ekkert að út- skýra það nánar. Sumt finnst hon- um augljóslega ekki rétt í lýsing- um mínum á lífskjaramálum hér. Þá hefur hann brugðist reiður við og haft frammi hótanir um einelti og refsingar.“ Stefán segir að vitni hafi nokkrum sinnum verið viðstödd hótanirnar. Hann segir jafnframt að fleiri fræðimenn í Háskólan- um hafi fengið svipaða meðferð. „Ég hef orðið vitni að því og heyrt það frá öðrum,“ segir Stef- án. Í grein sinni segir hann hátt- erni Hannesar eiga „betur heima í einræðis- og alræðisríkjum,“ og í samtali við Fréttablaðið sagði hann hátternið vera „óþolandi“. Aðspurður segist hann þó reyna að láta sér þetta í léttu rúmi liggja. „Það er ekki hægt annað,“ segir Stefán. „Hannes er óvenju- legur maður. En mér finnst samt rétt að segja frá þessu.“ Hannes Hólmsteinn sagðist ekki hafa lesið grein Stefáns þeg- ar Fréttablaðið náði tali af honum síðdegis í gær. Hann vildi því ekki tjá sig um málið að svo stöddu. gs@frettabladid.is Segir Hannes hafa haft í hótunum STEFÁN ÓLAFSSON Segir hátterni Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar eiga betur heima í alræðis- og einræðisríkjum. Stefán Ólafsson félagsfræðiprófessor segist ítrekað hafa orðið fyrir hótunum frá hendi Hannesar Hólmsteinar Gissurarsonar vegna skrifa sinna um fátækt og velferðarkerfið. ■ „Sumt finnst honum augljós- lega ekki rétt í lýsingum mín- um á lífskjara- málum hér. Þá hefur hann brugðist reiður við og haft frammi hótanir um einelti og refsingar.“ FYRSTU Í NÍU ÁR Rússnesk her- skip taka nú þátt í sameiginleg- um heræfingum með sjóher Indverja í fyrsta sinn í níu ár. Æfingarnar eiga að standa yfir í þrjá daga. Talsmaður ind- verskra stjórnvalda segir æf- ingarnar mikilvægar. „Tengsl ríkjanna eru mikilvæg og við höfum samvinnu á mörgum sviðum.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.