Fréttablaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500
Tónlist 20
Leikhús 20
Myndlist 20
Bíó 22
Íþróttir 16
Sjónvarp 24
KVÖLDIÐ Í KVÖLD
LISTIR
Óhræddur
við nútímann
BELGÍA
Frjálslyndir
vinna sigur
ÞRIÐJUDAGUR
20. maí 2003 – 114. tölublað – 3. árgangur
bls. 12bls. 20
GÆLUDÝR
Einangrun
styttist
bls. 10
FÓTBOLTI Það verður nóg um að vera
í Landsbankadeild kvenna í kvöld
þegar þrír leikir fara fram. Þrótt-
ur/Haukar tekur á móti KR á Val-
bjarnarvelli, ÍBV tekur á móti
Stjörnunni á Hásteinsvelli og FH
sækir Val heim á Hlíðarenda. Leik-
irnir hefjast allir klukkan 20.
Þrír leikir
KYNNING Í dag verður opin kynning
á lokaverkefnum nemenda í tölvun-
arfræðideild Háskólans í Reykja-
vík. Kynningin fer fram í skólanum
og stendur frá klukkan 9 fyrir há-
degi til 15. 45. Henni verður fram
haldið á morgun.
Kynning
á lokaverkefnum
MÁLÞING Lagadeild Háskóla Íslands
og Lagastofnun, Lögfræðingafélag
Íslands og Stofnun stjórnsýslu-
fræða og stjórnmála standa fyrir
opnu málþingi í Odda, stofu 101,
um sjálfsritskoðun og réttarvernd
fjölmiðla í tilefni af doktorsritgerð
dr. Herdísar Þorgeirsdóttur. Að lok-
inni framsögu Herdísar taka Eirík-
ur Tómasson, Björg Thorarensen
og Styrmir Gunnarsson þátt í pall-
borðsumræðum. Málþingið hefst
klukkan 12.15.
Sjálfsritskoðun
fjölmiðla
STA Ð R EY N D UM
MEST
LESNA DAGBLAÐIÐ
Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í mars/apríl 2003
22,1%
52,3%
61,7%
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
M
O
R
G
U
N
B
LA
Ð
IÐ
D
V
REYKJAVÍK Hægviðri og skýj-
að með köflum. Hiti 7 til
13 stig.
VEÐRIÐ Í DAG
+
+
VINDUR ÚRKOMA HITI
Ísafjörður 5-8 Hálfskýjað 7
Akureyri 5-8 Skýjað 6
Egilsstaðir 3-5 Skýjað 8
Vestmannaeyjar 3-5 Léttskýjað 10
➜
➜
➜
➜
+
+
FÓTBOLTI
bls. 22
Milljarðar
koma og
fara
TÓNLIST
bls. 16
Ævintýri
Skurken og
Prins Valium
STJÓRNARMYNDUN „Við erum búnir
að ná samkomulagi um málefna-
samning sem við munum leggja
fyrir þingflokka og stofnanir
flokkanna,“ sagði Halldór Ás-
grímsson utanríkisráðherra í
gærkvöldi eftir að hafa fundað
með Davíð Oddssyni forsætis-
ráðherra. Þar gengu þeir frá
samkomulagi um
málefnasáttmála
á f r a m h a l d a n d i
ríkisstjórnarsam-
starfs flokkanna.
Halldór vildi
ekkert tjá sig um
hvað væri fólgið í
málefnasáttmála
stjórnarflokkanna
fyrr en hann hefði verið lagður
fyrir stofnanir flokkanna. „Það
er eins og gengur að öll þessi
mál sem við erum að fjalla um
tengjast efnahags- og fjármál-
um þjóðarinnar, allt verður að
taka mið af því. Það er eðlilegt
að það taki lengri tíma en ann-
að,“ svaraði hann aðspurður um
hvort ákveðin mál hefðu krafist
meiri yfirlegu en önnur áður en
samkomulag næðist.
„Við gerum ráð fyrir því að
við náum saman um aðra hluti,“
sagði Halldór og vísaði þar til að
eftir að málefnasáttmálinn hef-
ur farið fyrir þingflokkanna, þar
sem gera má ráð fyrir að hann
verði samþykktur, yrði rætt um
skiptingu ráðuneyta milli flokk-
anna.
Á síðasta ári var unnin vinna
í stjórnarráðinu sem sneri að
hugsanlegri fækkun ráðuneyta,
meðal annars með því að færa
verkefni þriggja ráðuneyta und-
ir nokkurs konar matvælaráðu-
neyti.
Halldór segir að ekkert hafi
verið rætt um fækkun ráðu-
neyta í viðræðum hans og Dav-
íðs.
Heimildir blaðsins herma að
meiri mynd sé komin á skipt-
ingu ráðuneyta en formenn
flokkanna hafa viljað láta uppi.
Samkvæmt þeim munu flokk-
arnir halda þeim ráðuneytum
sem þeir hafa nú og Davíð víkja
fyrir Halldóri áður en kjörtíma-
bilið er hálfnað. Fjórir þykja
koma til greina sem eftirmaður
Páls Péturssonar félagsmálaráð-
herra, það eru þau Hjálmar
Árnason, Jónína Bjartmarz,
Magnús Stefánsson og Árni
Magnússon, sem er nýliði á
þingi en er formaður bæjarráðs
Hveragerðis. Málefni sveitarfé-
laga falla undir félagsmálaráðu-
neyti.
Það sem eftir stendur er að fá
málefnasáttmálann samþykktan
í þingflokkum og viðeigandi
stofnunum flokkanna. Það geng-
ur eftir í vikunni nema eitthvað
mikið komi til. Alþingi verður þá
kallað saman í kjölfarið. Verk-
efni þess verður að kjósa í
nefndir þingsins. Þar má búast
við miklum breytingum í ljósi
þess að rúmlega fjórði hver
þingmaður er að setjast á þing í
fyrsta skipti.
Ekki náðist í Davíð Oddsson
forsætisráðherra í gærkvöldi.
brynjolfur@frettabladid.is
Málefnasáttmáli
flokkanna í höfn
Formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa náð samkomulagi um málefnasáttmála
nýrrar ríkisstjórnar flokkanna. Heimildir herma að flokkarnir haldi sínum ráðuneytum.
SVEITARSTJÓRNARMÁL Hiti er í heima-
mönnum í Dalabyggð vegna áforma
sveitarstjórnar og iðnaðarráðherra
um að selja Orkubúi Vestfjarða
Hitaveitu Dalamanna. Þegar liggja
fyrir drög að kaupsamningi þar
sem áformað er að Orkubúið kaupi
hitaveituna á 135 milljónir króna.
Á annað hundrað manns mættu
á borgarafund í Dalabyggð á mið-
vikudaginn í seinustu viku. Fund-
urinn var hlaðinn tilfinningum og
þar kom fram mikil reiði vegna
áforma um söluna. Kristján Har-
aldsson, framkvæmdastjóri Orku-
bús Vestfjarða, sat fundinn en
hafði sig ekki í frammi. Samþykkt
var ályktun þar sem skorað er á
sveitarstjórn að leita allra leiða til
að halda hitaveitunni áfram í eigu
heimamanna. Sveitarstjórn, sem
áður hafði samþykkt að leita leiða
til að selja, fundar um málið í
kvöld.
Hitaveitan hefur verið þung-
ur baggi á sveitarsjóði. Bygg-
ingarkostnaður fór langt fram
úr áætlun og tap hefur verið á
rekstri hennar. Með sölunni
voru vonir bundnar við að létta
mætti mestu skuldunum af
sveitarsjóði og létta þannig róð-
urinn. ■
Sala á Hitaveitu Dalabyggðar:
Dalamenn heitir vegna hitaveitu
HALLDÓR ÁSGRÍMSSON
Utanríkisráðherra var brosmildur þegar hann gekk til fundar við forsætisráðherra í Ráðherrabústaðnum í gær. Þegar fundi þeirra lauk var
stjórnarsáttmálinn kominn í höfn. Heimildir blaðsins herma að Halldór taki við forsætisráðuneytinu áður en kjörtímabilið er hálfnað.
■
Heimildir blaðs-
ins herma að
meiri mynd sé
komin á skipt-
ingu ráðuneyta
en formenn
flokkanna hafa
viljað láta uppi.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T