Fréttablaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 4
4 20. maí 2003 ÞRIÐJUDAGUR Hverjir verða Íslandsmeistarar karla í fótbolta? Spurning dagsins í dag: Hvernig líst þér á áframhaldandi stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 2,8% 19,4% Grindavík 29,3% KR 48,5%Fylkir Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is FRÁ VETTVANGI Sprengjan lagði inngang verslunarmið- stöðvar í rúst. Fimmta árásin: Fjórir látast í sprengingu ÍSRAEL, AP Fimmta sjálfs- morðsárásin í Ísrael á tveimur dögum átti sér stað í versl- unarmiðstöð í norðurhluta landsins. Fjórir létust og 31 særð- ist í sprengingunni. Átta af hinum særðu eru alvarlega slasaðir. Sprengjuherferðin undanfarna daga sýnir vel hversu erfitt verð- ur að koma vegvísi Sameinuðu Þjóðanna og annarra ríkja á kopp- inn. Palestínsk yfirvöld fordæmdu árásina. „Þessar árásir eru okkur ekki í hag og eyðileggja málstað Palestínu,“ sagði Ghassan Khatib, ráðherra í stjórn Palestínu. Sprengingin er sú 95. í röðinni síðastliðna 32 mánuði. Enginn hafði lýst ábyrgð á hendur sér þegar blaðið fór í prentun. ■ LÍÐAN EGGJATÍNSLUMANNSINS ÁGÆT Maðurinn sem féll niður í Hornbjargi á laugardag liggur nú á gjörgæsludeild Landspítala – háskólasjúkrahús í Fossvogi. Að sögn vakthafandi læknis er líðan mannsins eftir atvikum góð. Mað- urinn var við eggjatínslu í aust- urhluta Hornbjargs þegar grjót- hrun féll á hann. Við það féll hann niður eina sjö til átta faðma. ■ Lögreglufréttir ■ Lögreglufréttir NEYTENDUR Neytendasamtökin hafa farið þess á leit við Fjár- málaeftirlitið að það beiti sér fyrir því að tryggingafélögin lækki iðgjöld sín á lögbundnum ábyrgðartryggingum ökutækja. „Þessar tryggingar hafa hækkað langt umfram almennt verðlag,“ segir Jóhannes Gunnarsson, for- maður Neytendasamtakanna. Hagnaður tryggingafélaganna var 1,3 milljarðar á síðasta ári aðeins af ábyrgðartryggingum ökutækja. „Þetta er óeðlilegur hagnaður af einni tryggingagrein,“ segir Jóhannes og bendir á að um lög- bundna tryggingu sé að ræða. Málið sé enn verra þar sem fá- keppni ríki á tryggingamarkaðn- um. Neytendasamtökin gerðu kröfu til tryggingafélaganna um að þau lækkuðu iðgjöldin en við þeirri beiðni fengust engin við- brögð. Því var leitað til Fjár- málaeftirlitsins og þeim falið að leita úrræða. Að sögn Páls Gunnars Páls- sonar, forstjóra Fjármálaeftir- litsins, hefur ekki verið tekin af- staða til erindis Neytendasam- takanna og því ekkert um það að segja á þessu stigi. ■ UMFERÐ Neytendasamtökin gera kröfu um að tryggingafélögin lækki iðgjöld á ábyrgðartryggingum ökutækja. Ábyrgðartryggingar ökutækja: Hagnaður félaganna 1,3 milljarðar VIÐSKIPTI „Við erum lengi búin að vakta möguleikann á að fá þetta tækifæri. Það er langt síðan við létum í ljós við stærstu hluthafa að ef þeir myndu hugsa sér að selja hefðum við áhuga á að koma að því máli. Hins veg- ar gerðust kaupin mjög hratt og lauk seint í gær- kvöldi (sunnu- d a g s k v ö l d ) , “ segir Einar Benediktsson, forstjóri Olís og einn stjórnenda fyrirtækisins sem hafa keypt rúmlega 70% hlut í fyrirtækinu. Fimm stjórnendur fyrirtækis- ins, þeirra á meðal forstjóri og stjórnarformaður, standa á bak við eignarhaldsfélagið FAD 1830, sem stefnir að því að eignast öll hlutabréf í félaginu fyrir 6,7 millj- arða króna. Að því loknu hyggjast þeir skrá félagið af markaði. „Það hafa lengi verið þær að- stæður í Olís að það hefur verið mjög samþjappað eignarhald og mjög óvirkur markaður með bréf í félaginu,“ segir Einar um ástæð- urnar að baki því að skrá fyrir- tækið af markaði í Kauphöll Ís- lands. „Það lá kannski í loftinu að við yrðum að afskrá okkur þar sem við vorum nærri því að upp- fylla ekki reglur þingsins,“ segir Einar og bætir við:„Kaupin tengj- ast því afskráningunni ekki beint.“ Einar segir að afskráningar fyrirtækja úr Kauphöll ráðist af aðstæðum þeirra, eins og sam- þjöppun í eignarhaldi, en snúi ekki að Kauphöllinni sjálfri. „Kauphöllin er afskaplega mikil- væg fyrir íslenskt efnahagslíf og hentar stórum fyrirtækjum með dreifða eignaraðild. Hins vegar held ég að það sé að sýna sig, og sé ástæða þeirra breytinga sem eru að verða hér á síðustu miss- erum, að það er þó nokkur fjöldi fyrirtækja sem eru ekki með nægjanlega dreift eignarhald til að markaðurinn sé virkur. Það hræðir fólk frá því að fjárfesta ef það hefur það ekki á tilfinning- unni að það verði auðvelt að koma sér út aftur. Það eru mjög mismunandi aðstæður hjá fyrir- tækjum. Þessar aðstæður voru hjá okkur og ýmsum öðrum.“ Eigendaskiptin munu ekki hafa í för með sér stórvægilegar breyt- ingar, að sögn Einars. „Við höld- um áfram að reka fyrirtækið á þeirri stefnu sem hefur verið ríkj- andi á undanförnum árum. Við sem að þessu stöndum höfum ver- ið hjá félaginu í tíu til tólf ár og höfum hugsað okkur að halda kyndlinum gangandi.“ brynjolfur@frettabladid.is EINAR BENEDIKTSSON Forstjórinn er einn fimm stjórnenda Olís sem hafa keypt 71% hlut í félaginu. Í kringum helgina hefur orðið ljóst að þrjú félög verða skráð úr Kauphöllinni. Lengi hefur legið í loftinu að afskrá fyrirtækið vegna lítilla viðskipta með hlutabréf þess, segir forstjórinn. Höfðu beðið færis lengi að eignast Olís Langt er síðan stjórnendur Olís lýstu áhuga við helstu hluthafa að kaupa félagið. Afskráning úr Kauphöll tengist eigendaskiptum ekki beint, segir forstjórinn, og snýr frekar að litlum viðskiptum með bréf félagsins. „Það lá kannski í loft- inu að við yrðum að af- skrá okkur þar sem við vorum nærri því að upp- fylla ekki regl- ur þingsins. HLJÓP UM NAKINN Lögregla rakst á nakinn mann á hlaupum í Öskjuhlíð um hálfþrjú aðfaranótt laugardags. Hann var hlaupinn uppi og gaf þá skýringu á ferð- um sínum að hann væri að koma af stefnumóti. Honum var sleppt að loknu tiltali. SLAGSMÁL Í REYKJAVÍK Nokkuð var um slagsmál og pústra um helgina í Reykjavík. Maður missti meðvitund eftir að hafa verið barinn á skemmtistað í miðborginni. Talið var að hann gæti verið nefbrotinn og var hann fluttur á slysadeild. Maður hlaut skurð neðan við auga eftir ryskingar og maður braut flösku á andliti annars manns í miðborginni. LÖGREGLUMÁL Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir áberandi að keppt sé í hraðakstri á götunum. Um helg- ina öttu tveir ungir ökumenn kappi á Fiskislóð aðfaranótt laugardags. Lögreglan fékk tilkynningu um spyrnukeppnina og mætti á ómerktum bíl. Mældust bílarnir á 130 km hraða en leyfilegur há- markshraði er 50 km. Margt bendir til að bílslysið í Vestmannaeyjum fyrir rúmri viku megi rekja til spyrnu- keppni. Bíllinn hafnaði á stein- vegg með þeim afleiðingum að ein stúlka lést og önnur liggur á gjörgæsludeild Landspítalans. Þá mældust tveir 17 ára piltar á ofsahraða fyrir rúmum þremur vikum þegar þeir óku kraft- miklum sportbílum á 190 km hraða niður Ártúnsbrekku. Talið er að ekkert hefði forðað banaslysi hefði eitthvað farið úrskeiðis. Geir Jón segir að hérna sé um grafalvarlegt mál að ræða. Dæmi séu um að banaslys hafi orðið af völdum götukapp- aksturs. „Oftar en ekki er um unga ökumenn að ræða sem hafa litla reynslu í akstri. Það má lít- ið út af bregða svo ekki verði stórslys.“ ■ FRÁ FISKISLÓÐ Geir Jón Þórisson segir spyrnukeppnir koma í bylgjum. Tíðarfar ræður miklu og keppnum fjölgar líka eftir sýningar bíó- mynda með kappakstursatriðum. Spyrnukeppnum ungs fólks fjölgar: Dæmi um banaslys Annað lið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.