Fréttablaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 20
? ? FUNDIR boxopen 9.00 Kynning á lokaverkefnum tölv- unarfræðideildar Háskólans í Reykjavík er haldin í skólanum. Þetta er annar dagurinn af þremur sem verkefnin eru kynnt. Kynningin stendur til kl. 16. boxopen 12.00 Tero Mustonen heldur fyrir- lestur á vegum lagadeildar Háskólans í Reykjavík um umhverfismál og löggjöf á norðurslóðum frá sjónarhóli frumbyggja. Fyrirlesturinn verður haldinn í Háskól- anum í Reykjavík, Ofanleiti 2, þriðju hæð. boxopen 12.15 Lagadeild Háskóla Íslands og Lagastofnun, Lögfræðingafélag Íslands og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórn- mála standa fyrir opnu málþingi í Odda, stofu 101, um sjálfsritskoðun og réttar- vernd fjölmiðla í tilefni af doktorsritgerð dr. Herdísar Þorgeirsdóttur. Að lokinni framsögu Herdísar taka Eiríkur Tómas- son, Björg Thorarensen og Styrmir Gunnarsson þátt í pallborðsumræðum. ? ? DANSLIST boxopen 20.00 Síðasta sýning Dansleik- hússins á fjórum nýjum íslenskum verkum verður á Nýja sviði Borgarleik- hússins í kvöld. ? ? SÝNINGAR boxopen Yfirlitssýning á rússneskri ljós- myndun hófst um helgina á Kjar- valsstöðum. Verkin eru frá miðri nítj- ándu öld til dagsins í dag og bera glöggt vitni um þær breytingar sem hafa átt sér stað í rússneskri ljós- myndun. boxopen Sýning á höggmyndum eftir Örn Þorsteinsson var opnuð á Kjarvals- stöðum um helgina. Sýningin teygir sig um ganga Kjarvalsstaða og umhverfis húsið. boxopen Veronica Österman frá Finnlandi er með málverkasýningu í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5. Sýningin er opin virka daga 10-18 og laugardaga 11-16. boxopen Útskriftarsýning myndlistar- og hönnunarnemenda Listaháskóla Íslands stendur nú yfir í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu. boxopen Í Hallgrímskirkju stendur yfir sýn- ing á listvefnaði eftir Þorbjörgu Þórð- ardóttur. Verkin eru unnin í ull, hör, sísal og hrosshár. Hugmyndir að verk- um sínum sækir Þorbjörg til íslenskr- ar náttúru og vinnur úr þeim á óhlut- bundinn hátt. Sýningin er opin dag- lega kl 9-17 og lýkur 26. maí. boxopen Ella Magg sýnir ný og ?öðruvísi? olíumálverk í Listasal Man, Skólavörðu- stíg 14. Sýning hennar stendur til 18 maí og er opin virka daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 11-18 og sunnudaga frá kl. 15-18. boxopen Gunnar Karl Gunnlaugsson sýnir ljósmyndir af um það bil 60 brúm á þjóðvegi 1 í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. 20. maí 2003 ÞRIÐJUDAGUR hvað? hvar? hvenær? 17 18 19 20 21 22 23 MAÍ Þriðjudagur 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Mest seldu bækurnar HRINGSNÚRUR Hringsnúrurnar vinsælu eru komnar aftur. Mikið úrval 20 VINSÆLUSTU LÖGIN Á X977 - VIKA 20 Staind PRICE TO PAY Radiohead THERE THERE Zwan LYRIC Linkin Park FAINT The White Stripes SEVEN NATION ARMY Audioslave LIKE A STONE System of a Down BOOM! Marilyn Manson MOBSCENE Hot Hot Heat BANDAGES Queens of the Stone Age GO WITH THE FLOW Pearl Jam LOVE BOAT CAPTAIN Transplants DJ DJ Mínus HERE COMES THE NIGHT The Dandy Warhols WE USED TO FRIENDS Blur CRAZY BEAT Trapt HEADSTRONG Deftones MINERVA Hed(pe) BLACKOUT Botnleðja ÉG ER FRJÁLS Foo Fighters LOW Á smundur var ekki einn af þessum listamönnum sem hneyksluðust á því á efri árum sem ungir listamenn voru að gera, heldur fannst honum það þvert á móti skemmtilegt ef hann sá unga listamenn gera eitthvað alveg nýtt,? segir Þorbjörg Gunnars- dóttir, deildarstjóri hjá Listasafni Reykjavíkur. Hún segir Ásmund hafa verið nútímamann í jákvæðum skiln- ingi þess orðs, sem alltaf var op- inn fyrir nýjungum, sífellt leit- andi og ferskur í listsköpun sinni. ?Hann hafði alltaf óskaplegan áhuga á því sem var að gerast í núinu og á framtíðinni. Vissulega lærði hann af fortíðinni og notaði hana sem grunn í listsköpun sína, en hann dvaldi ekki í fortíðinni heldur var hann tilbúinn til að endurnýja sig sem listamaður alla ævi. Hann var áhugasamur um nýja tækni og alltaf með á nótun- um.? Í dag eru 110 ár frá fæðingar- degi Ásmundar, sem var 20. maí 1893. Jafnframt eru í dag liðin 20 ár frá því Ásmundarsafnið við Sigtún í Reykjavík var opnað al- menningi. Ásmundur lést árið 1982 og strax árið eftir var safnið opnað í fyrsta sinn. Í dag er jafnframt opnuð ný sýning á verkum Ásmundar í safninu, eins og jafnan er gert á vorin. ?Við setjum alltaf upp nýja sýningu á þessum tíma árs. Sýn- ingin þetta árið ber yfirskriftina Nútímamaðurinn. Það er hægt að nálgast verk hans frá svo mörgum sjónarhornum en nú erum við að vísa til þess hvernig Ásmundur upplifði sjálfan sig og list sína. Hann var alltaf tilbúinn til að kúvenda.? ? ÁSMUNDUR SVEINSSON Ný sýning á verkum Ásmundar verður opnuð í Ásmundarsafni í dag. ? MYNDLIST Óhræddur við nútímann

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.