Fréttablaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 29
29ÞRIÐJUDAGUR 20. maí 2003
Bílaþvottastöð
Bílaþvottastöðin í Kaplahrauni 22,
Hafnarfirði er til sölu.
Stöðin er búin fullkomnustu tækjum
sem völ er á.
Upplýsingar í síma 553 9701
Félagslundur til leigu
REYÐARFJÖRÐUR Eitt vandaðasta fé-
lagsheimili á Austfjörðum er nú til
leigu. Er óskað tilboða í rekstur á
Félagslundi á Reyðarfirði en búast
menn við nýjum og áður óþekktum
rekstrarmöguleikum í félagsheimil-
inu þegar stefnir í tvöföldun íbúa-
fjölda á staðnum:
„Þetta er hús sem tekur 300
manns með góðu móti og gæti nýst
sem kvikmyndahús og hvaðeina.
Þetta er aðeins spurning um hvaða
afþreyingu menn vilja hafa á staðn-
um,“ segir Gunnar Jónsson, bæjar-
ritari í Fjarðabyggð. „Húsið er í
ágætu standi. Byggt 1954 og ágæt-
lega viðhaldið. Til dæmis skiptum
við um þak í fyrra.“
Áætlanir gera ráð fyrir að íbúum
í Fjarðabyggð fjölgi um 41 prósent í
tengslum við virkjunarfram-
kvæmdir og byggingu álvers í
Reyðarfirði. Í sömu áætlunum ætla
menn að fjölgunin verði hlutfalls-
lega mest á Reyðarfirði. Rekstur
Félagslundar ætti því að vera góður
kostur fyrir þá sem hreppa hnossið:
„Það var hópur manna sem kom að
máli við okkur og vildi leigja félags-
heimilið og í framhaldi af því ákváð-
um við að auglýsa Félagslund til
leigu svo allir sætu við sama borð,“
segir bæjarritarinn í Fjarðabyggð.
Lítil starfsemi hefur verið í
Félagslundi síðustu árin. Þar var
um tíma rekin krá en upp á síðkast-
ið hefur þar einungis verið stöku
dansleikur og tilfallandi fundir. ■
ÁLVER Á REYÐARFIRÐI
Tilkoma álvers á Reyðarfirði mun hafa
mikil áhrif á mannlíf og íbúafjölda.
SJÓN
Útgáfurétturinn á Augu þín sáu mig hefur
verið seldur til Finnlands en bókin hefur
fallið norrænum gagnrýnendum
vel í geð.
Finnar
fá Sjón
BÆKUR Edda – útgáfa hefur geng-
ið frá sölu á skáldsögunni Augu
þín sáu mig eftir Sjón til Like-
forlagsins í Finnlandi. Útgáfu-
rétturinn á bókinni hefur þar
með verið seldur til fjögurra
landa en hún hefur komið út í
Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Þá
er framhald skáldsögunnar, Með
titrandi tár, væntanlegt í Svíþjóð
á vordögum 2004.
Gagnrýnendur á Norðurlönd-
unum hafa tekið bókinni vel.
Politiken segir hana „í hárbeitt-
um stíl sem vísast gæti sett herra
og frú Danmörku út af laginu“.
Þá var bókin sögð „fyndin og
hreinir galdrar“.
Gagnrýnandi Weekendavisen
segir Sjón vera „víðs fjarri og
handan við bæði tilfinninga-
þrunginn og tilgerðarlegan póst-
módernisma.“
Gagnrýnandi Dagbladets í
Noregi sagði að með útgáfu á
Augu þín sáu mig hefði mikil-
vægur norrænn höfundur verið
gerður aðgengilegur á norskri
tungu. ■
JPV Útgáfa hefur sent frá sérkiljuútgáfu af Ég lifi – örlaga-
sögu Martins Gray sem Max
Gallo skráði. Pólski gyðingurinn,
Martin Gray, var 14 ára gamall
þegar heimsstyrjöldin síðari skall
á. Allir gyðingar borgarinnar
voru lokaðir inni í gettóunum,
þar sem þeir sultu heilu hungri,
og það kom í hlut Martin Gray að
halda lífi í fjölskyldu sinni með
því að smygla til hennar mat.
Bókin kom fyrst út á íslensku
árið 1973 og hefur selst í stórum
upplögum. Kristín R. Thorlacius
og Rögnvaldur Finnbogason
þýddu. Prentsmiðjan Oddi hf.
prentaði. Hún er 405 bls. og
prýdd ljósmyndum. Leiðbeinandi
útsöluverð er 1.590 kr.
■ Bækur