Fréttablaðið - 21.05.2003, Page 11

Fréttablaðið - 21.05.2003, Page 11
11MIÐVIKUDAGUR 21. maí 2003 Ekkill argur: Nóg komið LONDON, AP Maður einn í Bretlandi sem varð ekkill fyrir nokkru var ekki ýkja sáttur við að konan sín fengi ítrekað senda reikninga vegna ógreiddra stöðumælasekta. Hann skrifaði til baka að kona sín væri látin en tveim árum síðar héldu ítrekanir áfram að berast inn um lúguna. Þær hættu ekki að birt- ast fyrr en einn daginn er hann rölti með ösku konu sinnar og dánarvott- orð og sýndi borgarfulltrúa svart á hvítu að konan væri látin. ■ Nemendur í fjarnámi: Sjálfsagi og þroski nauðsynlegur FJARNÁM Nemendafjöldi í fjarnámi við Verkmenntaskólann á Akur- eyri hefur aukist síðustu annir. Að sögn Ingimars Árnasonar, kennslustjóra fjarkennslu, eru nemendur nú um 800. Mjög breið- ur hópur nýtir sér möguleikann á fjarnámi. „Það er allt frá nemend- um í 10. bekk grunnskóla og upp í sextugt fólk,“ segir Ingimar. Ingimar segir 80% þeirra nem- enda sem skrá sig í fjarnám í upp- hafi annar skila sér í lokapróf. Nokkur sjálfsagi og þroski er nauðsynlegur til þess að fjarnám- ið geti gengið vel og hefur eldri nemendum því að sumu leyti vegnað betur. „Eftir því sem menn eru yngri þurfa þeir frekar aðhaldið sem er í skólanum,“ seg- ir Ingimar, sem tekur fram að það sé þó alls ekki algilt. ■ FJARNÁM Verkmenntaskólinn á Akureyri var fyrsti skólinn sem bauð upp á fjarnám á fram- haldsskólastigi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI BELGÍA, AP Nató er að stíga sín fyrstu skref inn í Írak með því að aðstoða Pólverja við að koma frið- arsveitum inn í hið stríðshrjáða land. Pólverjar vilja aðstoð Nató við að setja sveitirnar saman, öfl- un gagna og stuðning við alla flutninga. Forsvarsmenn Nató sögðu að enginn meðlimur hefði enn mót- mælt þessum stuðningi við Pól- verja. Talsvert hefur verið talað um frekari umsvif Nató sem frið- arsveita í Írak en engin ákvörðun verið tekin. Er þetta í fyrsta sinn sem Nató tekur þátt í aðgerðum utan Evr- ópu. „Nató þarf að endurnýja sig,“ sagði Nicholas Burns, sendiherra Bandaríkjanna hjá Nató. „Nató þarf að vera þar sem vandamálin eru og þetta eru fyrstu skrefin í átt að því.“ Pólsku sveitunum er ætlað að halda friðinn á svæðunum á milli Breta og Bandaríkjamanna í suð- urhluta Írak. ■ FRÁ FUNDI NATÓ Nató vill styðja Pólverja við friðarstörf. Hyrjarhöfði 7, sími 567 8730/6937154 www.teflon.is LAKKVÖRN BRYNGLJÁI Á BÍLINN! Blettun-djúphreinsun-alþrif. Hlutverk Nató að breytast: Pólskar sveitir til Íraks

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.