Fréttablaðið - 21.05.2003, Qupperneq 12
HÚSNÆÐISMÁL „Það eru allar líkur á
að fasteinaverð hækki eitthvað ef
ríkisstjórnin stendur við kosn-
ingaloforðin um 90% lán fyrir
alla,“ segir Franz Jezorski fast-
eignasali á fasteignasölunni Hóli
um áhrif lánshækkunar vegna
íbúðarkaupa.
Hann segir að fram að þessu
hafi íbúðir á verðbilinu 10-12
milljónir verið liðlegastar í sölu
enda séu þær á því verði sem
hentar þeim sem fái 90% lán. „Ég
held að það skipti miklu máli að
þessi lán verði fyrir alla eins og
lofað var en ekki eyrnamerkt ein-
hverju ákveðnum hópum. Áhrifin
verða mjög jákvæð fyrir fast-
eignamarkaðinn og eiga eftir að
hafa gríðarlegar breytingar í för
með sér,“ segir
Franz.
Hann segir að
með þessari
breytingu ef af
henni verði
muni fólk eiga
mun auðveldara
með að kaupa
sér íbúð, einkum
eigi það við þá
búa enn í for-
eldrahúsum og
þá sem séu á
leigumarkaði .
„Áhrifa munu þá
gæta allt frá
minnstu eigun-
um til þeirra dýrustu. Ég hef trú á
því að margir sem standa höllum
fæti með sína eignir geti losað um
fé með því að selja og kaupa aftur
með 90% láni. Þannig ætti þetta
að verða öllum fjölskyldum til
hagsbóta. Aðspurður um hvort
áhugi á húsnæðiskaupum sé meiri
nú í kjölfar kosningaloforða, en
oft áður segir Franz að fólk vilji
trúa að staðið verði við þau og það
skipti miklu máli að það sama
gangi yfir alla.
Gylfi Arnbjörnsson fram-
kvæmdastjóri ASÍ telur 90% lán
ekki vera það sem fólk þurfi.
Hann segir hættu á að hærri hús-
næðislán kunni að valda vaxta-
hækkun. „Við höfum ekki talið
þessar aðgerðir vera brýnar í hús-
næðismálum. Það er ljóst að
stækkandi hópur fólks hefur ekki
ráð á að taka þessi lán og greiða af
21. maí 2003 MIÐVIKUDAGUR
„Ég held að
það skipti
miklu máli að
þessi lán
verði fyrir alla
eins og lofað
var en ekki
eyrnamerkt
einhverjum
ákveðnum
hópum.“
GRILLPINNAR
LÚÐA – LAX – KEILA
Frábær grillstemning
Bollur 199 kr. kg
(hám. 3 kg per mann)
ÞÝSKALAND, AP Þýska verkalýðsfé-
lagið IG Metall hefur hótað
verkföllum í byrjun júní eftir að
viðræður um styttri vinnuviku
300 þúsund félagsmanna brotn-
uðu niður.
Starfsmenn í fyrrverandi
Austur-Þýskalandi sömdu um að
vinna lengur en kollegar þeirra
vestanmegin til að vega upp á
móti hærri framleiðni en síðan
eru liðin mörg ár og þrátt fyrir
að framleiðni vestur Þjóðverja
sé ennþá talsvert meiri eru þeir
ekki tilbúnir að vinna rúmlega
þrem stundum lengur per viku.
Samningaviðræður við stór-
fyrirtæki eins og Daimler-
Chrysler og Volkswagen gengu
ekki og því kallar verkalýðsfé-
lagið á að verkföll hefjist. ■
TÍÐ VERKFÖLL
Nú hóta Þjóðverjar verkföllum
Þjóðverjar austan megin ósáttir:
Vinna lengur en aðrir
LÁN TIL HÚSNÆÐISKAUPA HEDUR
AÐEINS VERIÐ FYRIR LÍTIN HÓP
FASTEIGNAKAUPENDA.
Áhrif breytinga verða mjög jákvæð fyrir
fasteignamarkaðinn og eiga eftir að hafa
gríðarlegar breytingar í för með sér, að
sögn fasteignasala.
Auðveldara að
kaupa húsnæði
Franz Jezorski fasteignasali telur í alla staði jákvætt að Framsóknar-
flokkurinn standi við kosningaloforðin um 90% húsnæðislán fyrir alla.
Ari Edwald og Gylfi Arnbjörnsson eru á því að vextir hækki.
VIÐSKIPTI Tekin var í notkun ný
gerð þjónustuskjástanda eða raf-
rænna bankaútibúa í bænum
Grindsted á Jótlandi í gær. Raf-
rænu bankaútibúin byggja á ís-
lensku hugviti og tæknilausnum
frá íslensk-bandarísku fyrirtæki,
Allbank International á Íslandi.
Albanki fyrirtækisins er gagn-
virkur þjónustuskjástandur sem
hægt er að nota bæði til upplýs-
ingaleitar og rafrænna viðskipta
við banka, tryggingafélög, ferða-
skrifstofur og önnur gagnvirk
þjónustufyrirtæki.
„Hægt er að tala saman augliti
til auglitis þrátt fyrir að menn séu
staddir fjarri,“ segir Einar S. Ein-
arsson, starfandi stjórnarformað-
ur Allbank Ísland. Albankinn er
meðal annars búinn gagnvirkum
myndsímum sem gera þjónustu-
fyrirtækjum kleift að auka raf-
ræn viðskipti og bæta þjónustu,
án þess að kostum fjarþjónustu sé
á nokkurn hátt fórnað.
„Þetta er fyrsta skrefið í stórri
markaðssókn þar sem heimurinn
er allur eitt markaðssvæði,“ segir
Einar að lokum. ■
ALBANKI
Fyrstu rafrænu bankaútibú-
in var opnuð við hátíðlega
athöfn í bænum Grindsted
á Jótlandi í gær.
Íslenskt hugvit notað í dönskum bönkum:
Albanki tekinn í notkun