Fréttablaðið - 21.05.2003, Qupperneq 20
20. maí 2003 ÞRIÐJUDAGUR20
JUST MARRIED 3.45, 5.50, 8 og 10.10 JOHNNY ENGLISH kl. 4 og 6DREAMCATCHER kl. 10
BULLETPROOF MONK kl. 8Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20
kl. 6NÓI ALBINÓI
THE QUIET AMERICAN
Sýnd kl. 4, 5, 6, 8 og 10 b.i. 16 ára
Sýnd í lúxus kl. 6 og 10
TÖFRABÚÐINGURINN m/ísl tali 4, 6
kl. 10SAMSARA
kl. 8 kl. 6JOHNNY ENGLISH
Sýnd kl. 6, 8, 9 og 10.15 b.i. 12 ára
Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.20
TÓNLIST Síðustu ár hefur Atlantshafið
verið hár þröskuldur í leið tónlistar-
manna að koma tónlist sinni á fram-
færi erlendis. Hróður íslenskrar
tónlistar hefur borist víða og hafa
tónlistarmenn þjóðarinnar orðið hel-
stu sendiherrar Íslands síðustu ár.
Af þessu tilefni hafa Flugleiðir,
STEF/FÍH og Reykjavíkurborg
stofnað saman sjóð þar sem árlega
verða veittar 11 milljónir króna til
styrktar útrás framsækinna tónlist-
armanna á erlenda markaði. Sjóður-
inn styrkir sveitirnar um flugfarið,
fram og til baka, og hefur því hlotið
nafnið „Reykjavík Loftbrú“. Vonast
er til að á þriðja hundrað íslenskra
tónlistarmanna geti árlega nýtt sér
stuðning sjóðsins til tónleikahalds
og kynningarstarfs erlendis.
Styrkirnir verða veittir í gegnum
Höfuðborgarstofu, sem er eins kon-
ar tæki Reykjavíkurborgar til þess
að þróa borgina áfram sem aðlað-
andi ferðamannastað.
„Það er niðurstaða okkar að
styrkleikar Reykjavíkur felast í
tvennu,“ segir Dagur B. Eggerts-
son borgarfulltrúi. „Annars vegar
í náttúrunni og nálægðinni við
hana og hins vegar í framsæknu
menningarlífi. Þar hefur auðvitað
tónlistin verið að skila langmest-
um árangri á síðastliðnum árum.
Þegar við fórum að skyggnast
yfir sviðið áttuðum við okkur á
því að þrátt fyrir að það hafi ver-
ið talað um að styðja við bakið á
tónlist á undanförnum árum
virðist það ekki hafa gerst. Það
sem við heyrðum jafnframt var
að vaxtarbroddarnir, nýju hljóm-
sveitirnar, og þeir sem helst geta
haldið áfram þeirri þróun sem
byrjaði með Björk og Sykur-
molunum eru ekki að synda í
neinum seðlum. Þessar sveitir
virðast það miklir listamenn að
þær geta fengið tækifæri til þess
að spreyta sig erlendis.“
Reglur voru samdar sem ættu
að tryggja þeim styrki sem hafa
raunhæfan möguleika um árangur
úti. Þar má m.a. nefna sveitir sem
þegar hafa verið bókaðar til tón-
leikahalds úti sem tryggir blaða-
skriftir og eykur áhuga á þeim.
„Við lítum á þetta sem mark-
aðssamstarf,“ útskýrir Dagur.
„Þetta er kannski óvenjuleg leið
til þess að viðhalda þessari já-
kvæðu, öðruvísi og kröftugu
ímynd borgarinnar. Við teljum að
þessi ímynd laði hingað ferða-
menn og búi til um leið skemmti-
lega og kröftuga borg sem fólk
vill búa í. Það að ungt fólk hafi
núna tækifæri til þess að koma
sér á framfæri erlendis eflir svo
grasrót tónlistarmenningarinn-
ar.“
Engar reglur eru um það að
hljómsveitirnar verði að vera frá
Reykjavík.
biggi@frettabladid.is
Sýnd kl. 5, 8 og 10.40 b.i. 12 ára
Sýnd í lúxus kl. 6
DARKNESS FALLS b.i. 16 kl 8 og 10
Loftbrú tónlistar
yfir Atlantshafið
REYKJAVÍK LOFTBRÚ
Ellefu milljónir króna
verða lagðar í sjóðinn,
sem á að aðstoða
framsækna tónlistar-
menn við þreifingar
þeirra inn á erlenda
markaði. Flugleiðir
leggja sjóðnum til
fimm og hálfa milljón
króna, STEF og FÍH
þrjár milljónir og
Reykjavíkurborg tvær
og hálfa milljón króna.
Styrkirnir verða veittir í
gegnum Höfuðborgar-
stofu.
Fréttiraf fólki
Nicole Kidman segist ætla aðdraga úr kvikmyndaleik, finni
hún ástina aftur. Hún sagði á
blaðamannafundi í Cannes að hana
langaði til þess
að festa ráð sitt
að nýju og njóta
lífsins með fjöl-
skyldu sinni.
Hún sagði
einnig að eng-
inn gæti verið
endalaust í
sviðsljósinu og
að á endanum
brynnu allir út.
Kidman er
stödd í Cannes
til þess að
kynna nýjustu
mynd sína „Dog-
ville“ sem gerð
er af danska leikstjór-
anum Lars Von Trier, þeim sama
og gerði Bjarkarmyndina „Dancer
in the Dark“.
Söngkonan Mariah Carey hefurákveðið að koma ekki fram á
íþróttaleikvöng-
um í væntanlegri
tónleikaferð
sinni um Banda-
ríkin. Stúlkan
segist frekar
vilja koma fram
á minni tónleika-
stöðum svo sem
leikhúsum og tónleikahöllum. Það
var víst aðdáandi Carey sem stakk
upp á þessu við hana í gegnum
heimasíðu hennar. Svona vonast
Carey til þess að komast í meira
návígi við aðdáendur sína.
Slúðurblöðin í Bretlandi birtu ádögunum viðtal við mann sem
heldur því fram að Larry
Wachowski, annar bræðranna sem
skrifa og leikstýra Matrix-mynd-
unum, sé klæðskiptingur. Sam-
kvæmt viðtalinu stal Larry eigin-
konu mannsins eftir sameiginlegt
S&M kynlífssvall þeirra. Eigin-
maðurinn er sjálfur klæðskipting-
ur og heldur því nú fram að Larry
sé það líka. Konan á hins vegar að
vera drottnari.
Þeir sem bíða spenntir eftir fram-haldsmynd „Charlie’s Angels“ fá
óvæntan glaðning á Netinu. Um er
að ræða teiknimyndaseríu sem seg-
ir forsögu nýju myndarinnar og
kemur því aðdáendum í rétta gírinn.
Þættirnir eru sex talsins og er hver
þeirra um tvær mínútur að lengd.
Þættirnir verða fáanlegir á slóðinni
www.charliesangels.com.
Á blaðamannafundi í gær tilkynntu Reykjavíkurborg, Stef/FÍH og Flugleiðir um
stofnun sjóðsins „Reykjavík Loftbrú“ sem hjálpar framsæknum tónlistarmönnum
að koma sér á framfæri erlendis.
Alhliða útgáfuþjónusta
Sími 565 9320
pjaxi@pjaxi.is
www.pjaxi.is
Hagkvæmari
prentun
Lögfræðingar leikkonunnar DemiMoore hafa svarað ákærunni um
kynferðislega áre-
itni sem stúlkan
fékk á sig í síðustu
viku. Þeir segja
ásakanirnar vera
tóman uppspuna.
Máli sínu til stuðn-
ings bentu þeir á
sakaskrá mannsins
sem sýnir að
nokkrir einstaklingar hafa fengið á
hann nálgunarbann á síðustu árum.
Renée Zellweger kom móður sinnií uppnám
þegar hún til-
kynnti í spjall-
þætti David Lett-
erman að hún
væri að fara að
heimsækja her-
menn í Persafló-
anum. Stúlkan var ekki búin að til-
kynna móður sinni að hún væri að
fara þangað og áttaði sig ekki fyrr
en hún hafði sleppt orðinu að hún
hefði betur þagað.
Leikkonan Carrie Anne Mosssem leikur Trinity í Matrix-
myndunum hefur komið sér und-
an því að mæta á frumsýningu
myndarinnar í Bretlandi. Moss
er ekki kona einsömul og vill
frekar vera heima hjá sér í ró-
legheitum en að vera umvafin
æstum aðdáendum og ljósmynd-
urum. Hún er komin átta mánuði
á leið og átti erfitt með sig á
frumsýningu „The Matrix Reloa-
ded“ á kvikmyndahátíðinni í
Cannes.
Gifssteinar fyrir
milliveggi og aðra
breytingarvinnu.
www.gifsverk.is
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T