Fréttablaðið - 21.05.2003, Síða 22
21. maí 2003 MIÐVIKUDAGUR
Einu keyptu myndbandsspól-urnar á heimilinu fyrir utan
hillumetrana af barnaefni eru þrí-
leikurinn um Guðföðurinn. Ég
fékk þær í afmæl-
isgjöf fyrir einum
fjórum árum og á
þeim tíma hef ég
afrekað að horfa á
mynd númer eitt.
Þessar myndir eru
í miklu uppáhaldi
hjá mér. Kvik-
myndaklassík sem
gaman er að horfa
á með reglulegu
millibili.
Þar sem spólurnar eru tiltækar
hvenær sem mér hentar var ég
ekki á þeim buxunum að horfa á
þessar prýðismyndir sem sjón-
varpið sýndi yfir helgina. Ætlaði
mér að njóta frelsis eignarhalds-
ins.
Vegurinn til heljar er varðaður
góðum fyrirheitum. Ég gat sleppt
fyrstu myndinni, sem ég var ný-
lega búinn að sjá. En áður en ég
vissi af var ég búinn að horfa á
númer tvö og þrjú og fara seinna
sofa en mér er hollt.
Afþreying mín snerist um
mafíuna síðustu dagana, því á
mánudagskvöldið bættist
næstsíðasti þáttur af Sopranos
við. Á hann var horft af fullum
ásetningi. Ef Tony Soprano er
kaupmaðurinn á horninu þá er
Michael Corleone Wal-Mart. Cor-
leone er eins og rómverskur keis-
ari meðan Soprano er eins og
hreppstjóri. Þeir eiga sameigin-
lega vanlíðan. Vonda samvisku
sem hvorki kaþólska kirkjan, sál-
fræðimeðferð eða allur heimsins
auður getur losað þá við. Það er
alltént svolítil huggun okkur hin-
um í blankheitunum. ■
Við tækið
HAFLIÐI HELGASON
■ varð mafíunni að bráð síðustu daga.
Vansælir keisarar og hreppstjórar
20.00 Kvöldljós
21.00 Bænastund
21.30 Joyce Meyer
22.00 Benny Hinn
22.30 Joyce Meyer
Með áskrift að stafrænu sjón-
varpi Breiðbandsins fæst
aðgangur að rúmlega 40
erlendum sjónvarpsstöðvum,
þar á meðal 6 Norðurlanda-
stöðvum. Nánari upplýsingar
um áskrift í síma 800 7000.
18.00 Olíssport
18.30 Western World Soccer Show
19.00 Traders (21:26) (Kaupahéðnar)
Kanadískur myndaflokkur um fólkið í
fjármálaheiminum. Hér er það hraði og
spenna sem einkennir allt. Lífið snýst um
næsta samning og öllum brögðum er
beitt.
20.00 Liverpool Story - Walk on (Saga
Liverpool 1960-1990) Einstök heimildar-
mynd um Liverpool, sigursælasta félagið
í ensku knattspyrnunni en átján sinnum
hefur Rauði herinn hampað meistaratitl-
inum. Hér er skoðuð saga félagsins árin
1960-1990.
21.00 What Rats Won’t Do (Lagarott-
ur) Rómantísk gamanmynd. Lögfræð-
ingnum Kate Beckenham gengur flest í
haginn. Hún er á leið í hnapphelduna og
hefur sömuleiðis fengið afar spennandi
mál til að glíma við í réttarsalnum. And-
stæðingur hennar þar er Jack Sullivan,
margreyndur lögfræðingur sem aldrei
hefur þurft að láta í minni pokann í
málarekstri. Fram undan er viðureign
sem umturnar lífi Kate. Aðalhlutverk:
Natscha McElhone, James Frain, Charles
Dance, Parker Posey, Harry Enfield. Leik-
stjóri: Alistair Reid. 1998.
22.30 Olíssport
23.00 MAD TV (MAD-rásin)
23.45 Out to Get Her Erótísk kvik-
mynd.
1.05 Dagskrárlok og skjáleikur
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 Disneystundin
18.54 Víkingalottó
19.00 Fréttir, íþróttir og veður
19.35 Kastljósið
19.55 Lögin í söngvakeppninni
20.00 Ed (11:22)
20.45 Sumar með Nigellu (2:8) (For-
ever Summer With Nigella) Breskir mat-
reiðsluþættir þar sem listakokkurinn Nig-
ella Lawson töfrar fram seiðandi sumar-
rétti.
21.15 Fosshjartað slær Heimildar-
mynd um fallvötn og virkjanir eftir Baldur
Hermannsson. e.
22.00 Tíufréttir
22.20 Undir sama þaki (5:7) (Spaced)
Bresk gamanþáttaröð um ævintýri Tims
og Daisy sem leigja saman herbergi und-
ir því yfirskini að þau séu hjón. Aðalhlut-
verk: Jessica Stevenson, Simon Pegg,
Julia Deakin og Mark Heap.
22.45 Largo (11:25)(Largo Winch)
Bandarískur ævintýramyndaflokkur um
óskilgetinn auðkýfingsson sem fer mik-
inn eftir að honum tæmist arfur.Aðal-
hlutverk: Paolo Seganti, Diego Wallraff,
Sydney Penny, Geordie Johnson og
Serge Houde.
23.30 Út og suður (2:12)
23.55 Kastljósið
0.15 Dagskrárlok
6.58 Ísland í bítið
9.00 Bold and the Beautiful
9.20 Í fínu formi
9.35 Oprah Winfrey
10.20 Ísland í bítið
12.00 Neighbours
12.25 Í fínu formi
12.40 Reba (22:22)
13.00 Life of the Party: The Pamela
(Fylgdarkonan) Aðalhlutverk: Ann-
Margret, Diane Agostini, Scott Thompson
Baker. 1998.
14.30 Tónlist
15.00 Spænsku mörkin
16.00 Barnatími Stöðvar 2
17.40 Neighbours
18.05 Off Centre (11:21)
18.30 Fréttir Stöðvar 2
19.00 Ísland í dag, íþróttir, veður
19.30 Friends 4 (7:24)
20.00 Að hætti Sigga Hall (12:12)
(Svíþjóð - Stokkhólmur) Meistarakokkur-
inn er mættur aftur. Siggi Hall gerir víð-
reist og heimsækir marga spennandi
staði. Ómissandi þáttur fyrir matgæðinga
á öllum aldri.
20.35 Coupling (7:7) (Pörun) Nokkrum
dögum eftir að Sally oprnar sig fyrir Pat-
rick hefur hún grun um að hún sé ólétt.
Henni finnst niðurstöður þungunarprófs
ófullnægjandi og fær stelpurnar til að
taka próf líka sem ljóstrar upp fleiri
leyndarmálum.
21.10 Cold Feet (3:6)
22.05 Crossing Jordan (9:25)
22.50 Life of the Party: The Pamela
Sjá nánar að ofan.
0.20 Cold Feet (3:6)
1.10 Friends 4 (7:24)
1.30 Ísland í dag, íþróttir, veður
1.55 Tónlistarmyndbönd frá Popp
TíVí
6.20 The First Movie
8.00 Bridget Jones’s Diary
10.00 A Slight Case Of Murder
12.00 Town & Country
14.00 Bridget Jones’s Diary
16.00 A Slight Case Of Murder
18.00 The First Movie
20.00 Town & Country
22.00 Kiss of the Dragon
0.00 Pulp Fiction
2.30 Planet of the Apes
4.30 Kiss of the Dragon
7.00 70 mínútur
16.00 Pikk TV
19.00 XY TV
20.00 Trailer
21.00 South Park 6
21.30 Crank Yankers
22.03 70 mínútur
23.10 Lúkkið
23.30 Meiri músík
18.30 Innlit útlit (e)
19.30 According to Jim (e)
20.00 Guinness World Records Fólk er
fífl og það sannast hvergi betur en í
þessum fjölskrúðugu þáttum þar sem
menn reyna að ganga fram af sjálfum
sér og öðrum með skemmtilegum fífla-
látum og stundum stórhættulegum. Sjáið
fullorðið fólk dansa á línu, sjúga spagettí
upp í nefið, jórtra, borða úr, henda sér
fram af byggingum og margt fleira sem
sýnir hvað iðjuleysi hefur í för með sér.
21.00 Fólk - með Sirrý Fólk er þáttur
um allt sem við kemur daglegu lífi Ís-
lendinga og Fólki er ekkert mannlegt
óviðkomandi; þar verður meðal annars
rætt um tísku, heilsu, kjaftasögur, for-
dóma, mannleg samskipti auk þess sem
málefni vikunnar verður að venju krufið
til mergjar af sérfræðingum, leikmönn-
um og áhorfendum. Skollaleikurinn með
Árna Pétri verður á sínum stað og tekur
á sig ýmsar myndir.
22.00 Law & Order
22.50 Jay Leno Jay Leno sýnir fram á
keisarans nekt á hverju kvöldi er hann
togar þjóðarleiðtoga, frægt fólk og bara
hversdagslega vitleysinga sundur og
saman í háði.
23.40 Boston Public (e)
0.30 Dagskrárlok
James Nesbitt og Helen Bax-
endale eru stjörnurnar í Cold
Feet en þau leika Adam og
Rachel. Nesbitt er bæði vinsæl-
asti og launahæsti leikarinn í
bresku sjónvarpi í dag. Hann er
Norður-Íri með ódrepandi áhuga
á knattspyrnu og er mikill aðdá-
andi Manchester United. Ís-
lenskir sjónvarpsáhorfendur
þekkja Helen Baxendale þó ör-
ugglega betur. Hún fór eftir-
minnilega með hlutverk Emily
Waltham sem giftist Ross Geller
í myndaflokkum Vinum. Emily
var önnur eiginkona Ross en því
miður varð hjónabandið ekki
mjög langlíft!
Stöð 2
21.10 Sjónvarpið 20.45
Í kvöld verður sýndur annar
þátturinn úr nýrri átta þátta
syrpu þar sem listakokkurinn
Nigella Lawson töfrar fram seið-
andi sumarrétti. Nigella sló í
gegn með fyrri þáttum sínum og
bókum og hún slær ekkert af í
þessari syrpu þar sem sumarið
er allsráðandi. Uppskriftirnar eru
miðaðar við að maturinn henti
vel í lautarferðir, grillveislur og
strandferðir og hugmyndirnar að
réttunum sækir hún hingað og
þangað um heiminn. Í kvöld ætl-
ar Nigella að matreiða pasta
með kræklingum og fleiri rétti af
ítölskum ættum.
Stjörnurnar
í Cold Feet
Sumar með
Nigellu
22
■
Ef Tony
Soprano er
kaupmaðurinn
á horninu þá er
Michael Corle-
one Wal-Mart.
Corleone er
eins og róm-
verskur keisari
meðan Soprano
er eins og
hreppstjóri.
SJÓNVARP Sjónvarpsþættirnir The
Practice, sem sýndir eru á Skjá
einum, verða fyrir verulegri blóð-
töku á næsta tímabili þegar sex
leikarar, þar á meðal aðalstjörn-
urnar Dylan McDermott og Lara
Flynn Boyle, hætta.
Áhorf á lagadramað hefur
snarminnkað og slíkt hefur að
sjálfsögðu áhrif á kaup og kjör að-
alleikaranna, sem geta ekki sætt
sig við launalækkun og hafa því
afráðið að yfirgefa framleiðand-
ann David E. Kelley og Fox-sjón-
varpsstöðina.
Gert er ráð fyrir að
McDermott verði gestaleikari í
fjórum þáttum á næsta tímabili en
ekkert bendir til þess að Lara
Flynn Boyle, Kelli Williams, Lisa
Gay Hamilton, Marla Sokoloff og
Chyler Liegh láti sjá sig aftur
þannig að það verður býsna tóm-
legt á lögmannastofunni Donnell,
Young, Dole & Frutt á næstunni.
Skjólstæðingum stofunnar hlýtur
þó að vera það nokkur huggun
harmi gegn að hin tannhvassi sak-
sóknari sem Boyle leikur skuli
einnig hverfa á braut. ■
The Practice:
Niðurskurður hjá
lögmönnunum
DYLAN MCDERMOTT
Hefur leikið Bobby Donnell
í The Practice í nokkur ár.
Áhorfendur virðast vera að
missa áhugann á þáttunum
og McDermott hefur því
ákveðið að snúa sér að ein-
hverju öðru.