Fréttablaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 30
Við reynum að lesa manneskj-urnar sem koma til okkar og
lýsa þörfum þeirra á mannamáli,“
segir Valdimar Þorsteinsson hjá
fasteignasölunni Bakka í Skeif-
unni í Reykjavík, sem hefur tekið
upp á því að auglýsa á nýstárleg-
um nótum. Bakkamenn lýsa við-
skipavinum sínum, væntingum
þeirra og vonum þannig að ekki
fari á milli mála að hverju verið
er að leita. „Svo erum við að sjálf-
sögðu að vekja á okkur athygli,“
segir Valdimar.
Í dagblaðaauglýsingum auglýs-
ir Bakki til dæmis svona:
„Ingveldur er fullorðin kona og
orðin þreytt á stigunum í sinni
blokk. Hún vill helst komast á
jarðhæð en ekki of niðurgrafið.
Ekki væri verra ef strætó stopp-
aði nálægt.“
Og önnur er svona:
„Baldur er bjarthærður ungur
sveinn sem er að hefja störf í einu
af stóru kompaníunum í borginni
og hans leið er bein og liggur
beint upp. Hann vill búa í mið-
bænum, helst nálægt bakaríi enda
fátt betra en bökunarlykt að
vakna við.“
Ekki fer sögum af því hvort
Ingibjörg gamla eða Baldur ungi
hafi fundið eign við hæfi en aug-
lýsingarnar ættu ekki að skemma
fyrir: „Við byrjuðum á þessu
austur á Selfossi og auglýstum
svona í Dagskránni sem er bæj-
arblaðið á staðnum. Á Stokkseyri
var okkur sagt að íbúarnir hefðu
beðið eftir blaðinu til þess eins og
skemmta sér yfir auglýsingun-
um, sem oftar en ekki voru lýs-
ingar á nágrönnum þeirra í fast-
eignahugleiðingum,“ segir Valdi-
mar í Bakka en fasteignasalan
flutti frá Selfossi til Reykjavíkur
fyrir um það bil hálfu ári. Áfram
rekur Bakki þó fasteignasölu á
Selfossi. Auglýsingar Bakka
enda svo á eftirfarandi klausu
sem ætlað er að glæða viðskiptin
eins og annað: „Allir sem selja
eða kaupa hjá Bakka lenda í Sól-
hattinum og eiga þá möguleika á
því að fara til Mallorca í haust en
þar er, eins og allir vita, gott að
djamma og djúsa – á sandölum og
ermalausum bol.“
eir@frettabladid.is
21. maí 2003 MIÐVIKUDAGUR
Auglýsingar
■ Fasteignasalan Bakki fer ótroðnar slóð-
ir þegar fyrirtækið auglýsir eignir á skrá.
Meira er lagt upp úr að lýsa væntanleg-
um kaupendum frekar en híbýlunum
sjálfum.
VALDIMAR ÞORSTEINSSON
Hjá fasteignasölunni Bakka er manneskjan í fyrirrúmi.
Fasteignasali á
mannlegum nótum
„When I’m 64“
64 ÁRA „Þetta er dagur sem líður
og ekkert merkilegri en aðrir,“
segir Sigurjón Jóhannsson leik-
myndahöfundur, sem er 64 ára í
dag. Hefur náð þeim merkilega
aldri sem Bítlarnir gerðu óðdauð-
legan í víðfrægu lagi sínu sem
þeir ortu þegar Sigurjón og þeir
voru miklu yngri: „Ég leita hugg-
unar í textanum. Hann gefur fyr-
irheit um að einhver ætli að líta
til með manni í ellinni. Vonandi
verður það ástkær eiginkona
mín,“ segir afmælisbarnið og á
þar við Ólöfu Karlsdóttur, sem
lumar kannski á einhverju handa
bónda sínum í tilefni dagsins þó
Sigurjón viti ekki af því. „Ég tók
hressilega á því þegar ég varð
fimmtugur. Þá leigðum við veit-
ingahús og höfðum það flott. Ég
hét mér því þá að endurtaka ekki
þann leik fyrr en ég verð sjötug-
ur,“ segir Sigurjón, sem vinnur
nú að leikmynd fyrir nýja upp-
færslu Borgarleikhússins á Línu
langsokki: „Það er barnaklassík
sem stenst tímans tönn,“ segir
leikmyndahöfundurinn um verk-
efni sitt þessa dagana og gæti
eins vel átt við sjálfan sig. ■
SIGURJÓN JÓHANNSSON
Hélt hressilega upp á fimmtugsafmælið og
ætlar ekki að endurtaka það fyrr en hann
verður sjötugur.
Afmæli
SIGURJÓN JÓHANNSSON
■ leikmyndahöfundur er 64 ára í dag.
Segir afmælisdaginn ekkert merkilegri en
gerist og gengur. Hann líði eins og aðrir
dagar.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M