Fréttablaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 7
10 24. maí 2003 LAUGARDAGUR DUNCAN OG NOWITZKI Tim Duncan (San Antonio Spurs) og Dirk Nowitzki (Dallas Mavericks) berjast um frákast í leik liðanna á miðvikudag. Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð TilboðTilboðTilboðTilboðTilboð Garðverkfærin frá Black&Decker eru einstaklega hljóðlát og umhverfisvæn. Þau eru létt og meðfærileg í notkun og jafnframt þægileg að þrífa. Losaðu þig við áhyggjur af bensíni og gangtruflunum - fáðu þér Black&Decker í garðinn! Sumardagar B&D sumardagar í Verkfæralagernum 22.-24. maí Kan t- sker i fylg ir! 20 me tra snú ra fylg ir m eð 20 metrasnúrafylgir með Rafmagnssnúra að verðmæti 2.500 kr. fylgir með! B&D GT260s verð: 11.500 kr. Tilboð aðeins: 8.900 kr. Rafmagnssnúra að verðmæti 2.500 kr. fylgir með! B&D GT350s verð: 12.900 kr. Tilboð aðeins: 9.800 kr. Kantskeri að verðmæti 4.900 kr. fylgir með í kaupunum! B&D GR385 verð: 33.600 kr. Tilboð aðeins: 24.900 kr. VERKFÆRALAGERINN Skeifunni 8, Reykjavík, s. 588 6090. opið mán.-fim. frá kl. 9-18, fös. 9-19, lau. 10-16. Skoska knattspyrnan: Eitt mark skilur fjendurna að FÓTBOLTI Skosku deildakeppninni lýkur á morgun og eins og oftast áður eru það erkifjendurnir Celtic og Rangers sem berjast um titil- inn. Keppnin í vetur hefur verið einstaklega jöfn. Eftir tæplega tíu mánaða baráttu og 37 leiki skilur aðeins eitt mark félögin að. Bæði hafa 94 stig og markatala beggja er hagstæð um 68 mörk. Rangers hefur hins vegar skorað 95 mörk en Celtic 94. Þar skilur á milli. Verði liðin jöfn eftir leiki sunnu- dagsins leika þau úrslitaleik um titilinn. Skotar gera ekki upp á milli liða með árangri í innbyrðis viðureignum. Celtic hefði haft hag af því. Celtic heimsækir Kilmarnock á morgun en Rangers á heimaleik gegn Dunfermline. Rangers er í sterkari stöðu því félagið sigraði í öllum þremur deildarleikjunum gegn Dunfermline í vetur og skor- að 12 mörk gegn einu. Rangers sló einnig Dunfermline út úr báðum bikarkeppnunum. Celtic gerði hins vegar 1:1 jafntefli í Kilmarnock um miðjan desember. ■ CELTIC Henrik Larsson fagnar seinna marki sínu gegn Porto á miðvikudag. Celtic á í harðri bar- áttu við Rangers um skoska meistartitilinn en keppninni lýkur á morgun. Landsbankadeildin: Þrír leikir verða á dagskránni í dag KNATTSPYRNA Önnur umferð Lands- bankadeildarinnar í knattspyrnu hefst í dag með þremur leikjum. ÍA fær Þróttara uppá Skaga, KA býður FH velkomna norður og Valsmenn freista þess að sigra ÍBV í fyrsta sinn í árafjöld. ÍBV - Ragnar Sigurjónsson „Við verðum illviðráðanlegir eft- ir þetta tap um daginn gegn KA. Þetta er bara spurningin um dags- formið og leikgleðina. Ég held að mínir menn komi miklu ákveðnari til leiks núna. Þá var ég alls ekki sáttur, rosalegt að missa mann útaf, en þegar þetta fer að spilast saman þá eigum við ágæta möguleika. Ég á von á að sjá liðið um miðja deild að móti loknu, það eru enn nokkrir veikleikar sem þarf að laga og þeg0- ar það kemur þá er allt hægt.“ Valur - Jón Grétar Jónsson „Við vinnum leikinn! Alveg kominn tími á það. Það er upp- gangstímabil framundan hjá fé- laginu og við ætlum okkur að komast þangað sem við eigum að vera, á toppinn. Það hefur aðeins vantað á að framherjarnir setju inn mörkin en nú kemur að því. Það er langt síðan við unnum eyjamenn síðast og við tökum þennan, ekki stórt, en við höfum þetta af. ■RAGNAR SIGURJÓNSSON JÓN GRÉTAR JÓNSSON Golfvell- irnir aldrei verið betri Starfsemi golfklúbba er nú komin í fulla sveiflu og yfir eitt þúsund mót framundan í sumar. Golfarar eru hamingjusamir með ástand valla. GOLF Allt frá áramótum hafa golfarar getað stundað íþrótt sína þar sem veðurblíða og gott ástand valla hefur verið með eindæmum gott. Yfir eitt þúsund mót eru áætluð þetta sumarið á völlum landsins og þau stærstu eru í Toyota-mótaröð- inni sem hefst um helgina hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Þar leiða saman kylfur sínar stærstu nöfnin í íslenska golfheiminum, 90 kylfingar í hverju móti. Golfáhugamenn eru almennt ákaflega bjartsýnir á gott sumar og virðist vera sama sagan hvar- vetna í landinu. „Það liggur vel á mönnum hér í Keili,“ sagði Ágúst Húbertsson, formaður golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði. „Þetta fer allt vel af stað hér fyrir utan stöku kulda- köst og klárt að aðsóknin hefur sjaldan verið meiri. Núna eru skráðir meðlimir komnir í ellefu hundruð og reyndar orðið ansi þröngt um okkur en það er ekki hægt annað en vera bjartsýnn.“ Í sama streng tók vallarstjóri austasta golfvallar á landinu, Grænanesvelli í Norðfirði, Jón Grétar Guðgeirsson. „Völlurinn hefur aldrei verið betri enda varla komið snjókorn hér í allan vetur. Það hafa verið spilarar á vellinum nánast allan veturinn og þeim fer fjölgandi sem stunda íþróttina hér hjá okkur.“ Jaðarsvöllur á Akureyri hefur komið misjafnlega undan vetri síðastliðin ár en svo er ekki nú. „Við reiknum svo sannarlega með góðu sumri,“ sagði Halldór Svanbergsson, framkvæmdastjóri Jaðarsvallar. „Hér var varla snjór né frost í allan vetur og völlurinn er sérdeilis góður. Í sumar verður tvennt sem stendur upp úr, annars vegar Arctic Open sem allir þekk- ja og einnig nýtt Mastercard mót sem verður haldið helgina á undan Arctic. Aðsóknin fer vaxandi að klúbbnum og markaðsstarf okkar erlendis er smátt og smátt að vekja athygli.“ albert@frettabladid.is FRÁ KORPÚLFSSTAÐAVELLI Golfarar geta glaðst því grasið hefur aldrei verið grænna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.