Fréttablaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 26
28 24. maí 2003 LAUGARDAGUR Ólafur Ragnar Grímsson, forsetiÍslands, og heitkona hans Dor- rit Moussaieff boðuðu til blaða- mannafundar á Bessastöðum fimmtudaginn 25. maí árið 2000 og greindu frá því að þau hefðu ákveð- ið að heitbindast. Þau settu ekki upp hringa af þessu tilefni og for- setinn sagði þau ekki hafa ákveðið giftingardaginn en útilokaði ekki að þau myndu ganga í hnapphelduna síðar á árinu. Ólafur Ragnar hafði áður upp- lýst þjóðina um samband sitt við Dorrit og bað landsmenn um að veita þeim „tilfinningalegt svig- rúm“ til þess að þróa sambandið. Þjóðin leyfði Ólafi og Dorrit að rækta ástina í friði og tók fréttun- um af trúlofuninni almennt vel enda var Dorrit þegar byrjuð að taka þátt í opinberu starfi forsetans og því þótti eðlilegt að staða hennar á Bessastöðum yrði skilgreind bet- ur. Bið Íslendinga eftir forseta- brúðkaupinu varð svo öllu lengri en vonir stóðu til og við og við gerði óþolinmæði vart við sig í opinberri umræðu. Hjónaleysin gerðu sér svo lítið fyrir og voru gefin saman af sýslumanninum í Hafnarfirði í Bessastaðastofu á sextugsafmælis- degi forsetans fyrr í þessum mán- uði. Heillandi heimskona Brúðkaupsfréttin kom þjóðinni, og ekki síst fjölmiðlum, algerlega í opna skjöldu enda hafði forsetinn gert lítið úr meintum brúðkaups- hugleiðingum þeirra í sjónvarps- viðtali nokkrum klukkustundum áður en þau Dorrit gengu frá ráða- hagnum á Bessastöðum. Einhverjir höfðu bundið vonir við það að parið myndi blása til risabrúðkaups að viðstöddum erlendum þjóðhöfð- ingjum og fyrirfólki en ákvörðun þeirra um látlaust brúðkaup virðist þó almennt hafa mælst vel fyrir og Íslendingar hafa tekið forseta- frúnni opnum örmum enda hefur hún heillað fólk með fágaðri fram- komu og einlægum áhuga á landi og þjóð. Frammistaða hennar í sjón- varpsviðtali eftir giftinguna er gott dæmi um þetta. Þá talaði hún til þjóðarinnar á íslensku sem var síð- ur en svo ekki til þess að draga úr hrifningunni. „Hún heillaði alla upp úr skón- um með því að svara á íslensku“, segir einn viðmælenda Fréttablaðs- ins sem hefur fylgst með sambandi Dorritar og forsetans allt frá því hann kynnti hana fyrst til sögunnar. „Hún hefur hrifist af Íslandi þrátt fyrir allt glysið og glauminn úti í heimi og er þroskuð kona sem ber- sýnilega elskar forsetann.“ Elsa Þorkelsdóttir lögfræðingur ber Dorrit einnig afskaplega vel söguna: „Ég hef kynnst Dorrit ágætlega og hún er mjög aðlaðandi. Hún er kona með skoðanir og hún fylgist mjög vel með þannig að í mínum huga er hún fyrst og fremst afskaplega áhugaverð manneskja.“ „Ég þekki hana lítillega“, segir Svava Johansen, kaupmaður í Sautján, um Dorrit. „Það er voða bjart yfir henni og hún er hin skemmtilegasta kona, bæði glaðleg og alþýðleg. Hún er mjög áhuga- söm um landið okkar og það er gaman að sjá hversu fljót hún var að læra málið.“ Svava segir Dorrit fylgjast vel með straumum og stefnum í tísku- heiminum og hún fylgist jafnframt vel með því sem íslenskir fatahönn- uðir eru að gera. „Hún hefur sýnt hönnun hérna mikinn áhuga og við höfum farið einn rúnt niður Lauga- veginn þar sem hún hafði mikinn áhuga á að sjá hvað íslenskir hönn- uðir eru að gera. Ég er nú ekki endi- lega að segja að hún sé að fara að framkvæma neitt en hún hefur næmt auga fyrir því sem við gæt- um flutt út og hún hefur skoðað út- flutningsmöguleika okkar enda er hún kona með bissnissvit. Hún er einfaldlega heillandi kona.“ Ást við aðra sýn Ólafur Ragnar er annar eigin- maður Dorritar. Hún gifti sig fyrst þegar hún var tvítug en því hjóna- bandi lauk tíu árum síðar. Hún hitti Ólaf Ragnar fyrst í há- degisverðarboði hjá vinkonu sinni í London. Þar spjölluðu þau um Ís- land og Ólafur hvatti hana, sem blaðamann, til þess að skrifa um landið og tókst með frásögnum sín- um að kveikja áhuga hennar á landi og þjóð. Dorrit sagði í Morgunblaðsvið- tali við Kristínu Mörju Baldursdótt- ur í byrjun þessa árs að hún teldi að ekki hefði verið um ást við fyrstu sýn að ræða hjá henni og Ólafi og bætti því svo við að líklega mætti í þessu sambandi tala um ást við aðra sýn en þau hittust næst hálfu ári síðar á tónleikum og lögðu þá grunninn að góðum kunningsskap sem þróaðist út í ástarsamband og að lokum hjónaband. Íslendingar eru þekktir fyrir margt annað en að hafa áhyggjur af því að fólk búi í óvígðri sambúð en þrátt fyrir það heyrðust af og til hneykslunarraddir sem töldu óvið- unandi að forsetinn gengi ekki að eiga heitmey sína. Dorrit sló nokk- uð á þessar kröfur í viðtali við breska dagblaðið Daily Mail þann 10. júlí 2001. Þar sagðist hún ekki ætla að giftast Ólafi Ragnari fyrr en hún hefði náð góðum tökum á ís- lensku og lét það fylgja sögunni að tungumálið væri það erfiðasta í heimi. Hún áréttaði þetta svo í fyrr- nefndu Morgunblaðsviðtali og gat þess að það gæti þess vegna tekið Heimskonan sem elskar forsetann Dorrit Moussaieff er fimmta konan sem gerist húsfreyja á Bessastöðum. Hún er veraldarvön heimskona sem hefur heillað Íslendinga með áhuga sínum á landinu og veruleika sem er býsna fjarlægur þeim heimi sem hún hefur lifað og hrærst í. Eiginkona fyrsta forseta Ís-lenska lýðveldisins, Sveins Björnssonar, hét Georgia Hoff - Hansen og var dóttir lyfsala í Hobro á Norður-Jótlandi. Faðir hennar var vel efnaður, svokall- aður betri borgari, gallharður hægrimaður og Þjóðverjahatari frá gamalli tíð. Hinn ungi Sveinn var ekki sérstaklega hrifinn af viðhorf- um og skoðunum margra Dana en felldi þó hug til þessarar dönsku stúlku og þar „varð ástin sem betur fer allri pólitík yfir- sterkari“, eins og þeir Bjarni Guðmarsson og Hrafn Jökulson orðuðu það í bók sinni Forsetar Íslenska lýðveldisins frá árinu 1990. Fyrstu kynni þeirra Sveins og Georgíu gáfu þó ekki fyrir- heit um traust og varanlegt sam- band þar sem fyrstu orð hennar við Svein voru: „Góðan daginn, Óli,“ en þá var hún komin að finna Ólaf, bróður Sveins, sem hún hafði kynnst lítillega í Reykjavík. Þeir félagar benda á í bókinni að ekki sé gott að vita hvernig foreldrum Georgíu leist á von- biðilinn í fyrstu og segja að Sveinn hafi í það minnsta verið uppburðarlítill þegar hann var leiddur fyrir fjölskylduna. Allt hafi þó fallið í ljúfa löð enda hafi Sveinn þegar á yngri árum tamið sér þá háttprýði sem ein- kenndi hann alla tíð síðan. Sveinn átti þó ekki samleið með tengdaföður sínum í pólitík og eftir að það skarst harkalega í odda með þeim gerðu þeir það að samkomulagi að ræða ekki stjórnmál sín á milli framar og stóðu báðir við það. Georgía varð húsmóðir á Bessastöðum og þeir Hrafn og Bjarni segja hana hafa átt ríkan þátt í að móta embætti ríkis- stjóra og forseta. „Hún var kona blátt áfram og laus við tildur og snobb; hafði góða kímnigáfu og átti létt með að umgangast fólk.“ Hún var konan á bak við manninn og ef henni fannst ein- hver koma illa fram við Svein bölvaði hún þeim í sand og ösku. Þau Georgía og Sveinn eign- uðust sex börn; Björn, Önnu, Henrik, Svein, Óla og Elísa- betu. ■ Góðan daginn, Óli GEORGIA HOFF - HANSEN „Mér fannst eitthvað svo bjart og vina- legt og blátt áfram við stúlkuna, er hún fyrst ávarpaði mig í þeirri trú að ég væri Ólafur bróðir minn“, sagði Sveinn Björnsson, forseti, um fyrstu kynni sín af tilvonandi eiginkonu sinni. Ásgeir Ásgeirsson varð for-seti Íslands á eftir Sveini Björnssyni. Hann gekk að eiga Dóru Þórhallsdóttur árið 1917 þegar hann var 23 ára að aldri. Þau hjónin settust að í Laufási við Laufásveg í Reykjavík. Dóru er, eins og Georgíu Hoff - Hansen, lýst sem konunni á bak við manninn í bókinni Forsetar Íslenska lýðveldisins og þáttur hennar er gjarnan sagður „stór- lega vanmetinn þegar seinni tíma menn gera upp reikninga sögunnar.“ Dóra lést í september 1964 þegar fjórða kjörtímabil Ás- geirs var nýhafið. Ásgeir mun hafa verið staðráðinn í því að láta af störfum þegar kjörtíma- bilinu lyki. „En sú ákvörðun festist í huga mínum að láta nú af þessu verða, bæði fyrir ald- urs sakir og þar sem ég var orð- inn einstæðingur á Bessastöð- um. Ég þarf ekki að lýsa því, hvað konan var mér í langri sambúð og þjóðinni sem hús- freyja á Bessastöðum.“ Þeir Hrafn Jökulsson og Bjarni Guðmarsson segja í bók sinni um forseta lýðveldisins að með Dóru hafi þjóðin séð á bak „glæsilegri konu sem gengt hafði vandasömu starfi óðafinn- anlega, en Ásgeir Ásgeirsson missti förunaut sinn undan- gengna fimm áratugi.“ Þau hjón eignuðust þrjú börn, Þórhall, Völu og Björgu. ■ Þjóðin sá á eftir glæsilegri konu DÓRA ÞÓRHALLSDÓTTIR „Mín var engin eignin, utan konan sjálf“, sagði Ásgeir Ásgeirsson þegar hann minntist eiginkonu sinnar sem lést á fjórða kjörtímabili hans sem for- seta Íslands. FORSETAHJÓNIN Þriggja ára bið eftir brúðkaupi á Bessastöðum lauk á 60 ára afmæli forsetans. DORRIT MOUSSAIEFF Heimskonan glæsilega hefur heillað almenning með fágaðri framkomu og ósviknum áhuga á landi og þjóð. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.