Fréttablaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 13
19LAUGARDAGUR 24. maí 2003 Það getur allt gerst ... Myndflöturinn opnaður Þetta verk tilheyrir því tímabiliþegar Þorvaldur hefur brotið upp það sem við köllum hinn stranggeómetríska stíl. Hann opn- ar myndflötinn þannig að til verð- ur myndrými, eða leiksvið, fyrir svið og samspil formanna,“ segir dr. Ólafur Kvaran forstöðumaður Listasafns Ísland – en á sumar- sýningu safnsins getur meðal ann- ars að líta þetta áhrifaríka mál- verk. Málverk vikunnar er eftir Þor- valdur Skúlason. Það heitir Sveifl- ur og er frá árinu 1964, olía á stri- ga – 2m x 1,46 m. Þorvaldur (1906-1984) er einn mikilvægasti listamaður þjóðar- innar og á sjöunda áratugnum var hann í forystu abstraktlistar á Ís- landi. Hann hafnaði ríkjandi lands- lagshefð og túlkaði manneskjuna og nánasta umhverfi hennar með nýjum formrænum efnistökum. ■ SVEIFLUR Eftir Þorvald Skúlason, olía á striga, 2 m x 1,46 m. Eigandi: Listasafn Íslands. ■ MÁLVERKIÐ SVIFFLUG Í dag er samnorrænn svifflugdagur. Af því tilefni býð- ur Svifflugfélagið áhugasömum að koma í heimsókn og fara í flugferð á svifflugu eða mótor- svifflugu gegn vægu gjaldi, ef veður leyfir. Einnig verður boðið upp á kaffi og kökuhlaðborð. Svifflugklúbbar á öllum Norð- urlöndunum hafa einnig opið hús í dag. Allir sem áhuga hafa á flugi eru velkomnir á Sandskeið milli kl. 12 og 18 í dag. ■ SVIFFLUGVÉL Félagar í Svifflugfélaginu hafa sem kunnugt er aðsetur sitt á Sandskeiði. Svifflugfélagið: Svífa um loftin blá

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.