Fréttablaðið - 26.05.2003, Síða 4
4 26. maí 2003 MÁNUDAGUR
Horfðir þú á Eurovision?
Spurning dagsins í dag:
Hvernig fannst þér sigurlagið í
Eurovision?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
22%
78%
Nei
Já
Kjörkassinn
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
MOSKVA, AP Þúsundir rússneskra
áhangenda Paul McCartneys söfn-
uðust saman á Rauða torginu á
laugardagskvöldið til að hlýða á
goðið, en þetta er í fyrsta skipti
sem Paul heldur tónleika í Rúss-
landi. Paul hóf tónleikana á að tala
til mannfjöldans. „Við erum hér í
kvöld til að „rokka“ Rauða torg-
ið,“ sagði bítillinn fyrrverandi og
taldi í hið vinsæla bítlalag All My
Loving. Það ætlaði umsvifalaust
allt vitlaust að verða, fólk grét og
faðmaðist og fjöldi manns hringdi
í fjarstadda vini sína til að leyfa
þeim að heyra líka. Einn áheyr-
andinn, Vladimir Snopov, 52 ára,
sagðist hafa beðið þessarar stund-
ar allt sitt líf, en hann ferðaðist
900 kílómetra leið til að geta verið
viðstaddur atburðinn. Aðgöngu-
miðarnir kostuðu 100 dollara, sem
eru meðalmánaðarlaun í Rúss-
landi.
Fyrir tónleikana hittu McCart-
ney og Heather kona hans
Vladímír Pútín forseta og drukku
með honum te. Pútín var njósnari
hjá KGB þegar Bítlarnir urðu
frægir og viðurkenndi að tónlist
Bítlanna hefði verið álitin ógna
kommúnistastjórninni. Hann
sagði að þó tónlist þeirra hefði
ekki verið beinlínis bönnuð í Sov-
étríkjunum segði það meira en
mörg orð að The Beatles fengu
ekki að spila á Rauða torginu árið
1980.
McCartney sagðist hafa launað
teið með því að syngja Let It Be
fyrir Pútín í einrúmi. ■
Tónleikar McCartneys á Rauða torginu:
Fólk grét og faðmaðist
LÚÐVÍK GEIRSSON
Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir mikið um
að vera á Björtum dögum, menningar- og
listahátíð Hafnfirðinga.
Hafnarfjörður 95 ára:
Margt á
döfinni
AFMÆLI Hafnarfjörður á 95 ára
kaupstaðarafmæli þann 1. júní.
Að sögn Lúðvíks Geirssonar bæj-
arstjóra er margt á döfinni til að
halda upp á þann áfanga. „Á
fimmtudaginn verður opnuð heil-
mikil fyrirtækja- og þjónustusýn-
ing í Kaplakrika þar sem verða
um 100 fyrirtæki og þjónustuaðil-
ar í bænum,“ segir Lúðvík. „Á
sunnudaginn verður síðan lista-
og menningarhátíð okkar, Bjartir
dagar, opnuð.“
Að sögn Lúðvíks verður mikið
um að vera í Hafnarfirði á Björt-
um dögum, sem standa í þrjár vik-
ur. „Það eru yfir fimmtíu uppá-
komur og dagskráratriði sem
rúmlega 500 listamenn taka þátt
í,“ segir hann. ■
FÆREYJAR
Samningaviðræðum milli íslenskra og fær-
eyska stjórnvalda um sameiginlegt versl-
unarsvæði er nú lokið
Ísland og Færeyjar:
Sameiginlegt
verslunar-
svæði
UTANRÍKISMÁL Samningaviðræðum
Íslands og Færeyja um sameigin-
legt verslunarsvæði er nú lokið.
Samningurinn gerir ráð fyrir frel-
si á sviði vöruviðskipta, þjónustu-
viðskipta og fjárfestinga, ásamt
frjálsri för fólks milli landanna.
Einnig er stefnt að því að styrkja
samvinnu þjóðanna á öðrum svið-
um.
Samningurinn er efnislega séð
víðtækasti fríverslunarsamning-
ur sem Ísland hefur gert. Stefnt
er að því að hann verði undirritað-
ur í Færeyjum í sumar. ■
PEN HADOW
41 árs gamli Breti, Pen Hadow, varð 19.
maí síðastliðinn fyrsti maðurinn til að ljúka
göngu einn síns liðs frá Norður-Kanada til
Norðurpólsins. Hann er nú sambandslaus
á pólnum og bíður björgunar.
Pen Hadow á
Norðurpólnum:
Bíður enn
björgunar
LONDON, BBC Landkönnuðurinn Pen
Hadow, sem fyrstur manna gekk
einn frá Norður-Kanada til Norð-
urpólsins, samtals 478 mílur, hef-
ur beðið björgunar á pólnum í sex
daga, gjörsamlega sambandslaus
við umheiminn. Veður á pólnum er
mjög vont og björgunarmenn ná
ekki til hans, né geta sagt honum
hvað um er að vera því batteríin í
síma Hadows eru ónýt. Hadow
hefur vistir fram á miðvikudag.
Eginkona Hadows sagði í sam-
tali við BBC að hann væri gjör-
samlega útkeyrður og svo þreytt-
ur að hann gæti varla staðið í fæt-
urna.
Pen hefur ekki verið í nálægð
við menn síðan 17. mars, þegar
hann hóf gönguna, en hann var í
símasambandi við eiginkonu sína
síðastliðinn mánudag. Björgunar-
sveitir eru í viðbragðsstöðu á veð-
urathugunarstöðinni Eureka á
Ellesmere-ey og munu sækja
Hadow um leið og veður leyfir. ■
KOSNINGAR Formaður kjördæmis-
félags Frjálslynda flokksins í
Reykjavíkurkjördæmum norður
og suður hefur kært framkvæmd
nýliðinna alþingiskosninga til
dómsmálaráðuneytisins.
Kærandinn, Björgvin E.
Vídalín, telur mjög mikinn vafa
leika á því hvort niðurstöður
kosninganna séu réttar, þar sem
miklar brotalamir hafi verið á
framkvæmd þeirra og talningu at-
kvæða. Hann telur mjög tvísýnt
hvort Árni Magnússon félags-
málaráðherra eigi yfir höfuð rétt
á því að sitja á Alþingi vegna
þessa, því sennilega skorti hann
umboð kjósenda til þess.
Kæran var send ráðuneytinu á
föstudaginn, en samkvæmt lögum
um kosningar til Alþingis er
kærufrestur fjórar vikur frá því
kosningaúrslit voru auglýst. Kær-
an verður þó að berast áður en Al-
þingi kemur fyrst saman, en það
er í dag.
Í kærunni er farið fram á að öll
greidd atkvæði í kosningunum
verði, að viðstöddum umboðs-
mönnum flokkanna, endurtalin og
að endurúrskurðað verði um þau
atkvæði sem úrskurðuð voru
ógild af yfirkjörstjórnum við taln-
ingu. Í greinargerð með kærunni
segir að aðeins 13 atkvæðum af
samtals 185.398 hafi munað á
Árna og oddvita Frjálslyndra í
Reykjavík norður. Þetta sé aðeins
0,007% munur og af öryggis-
ástæðum verði að endurtelja.
Björgvin telur það umhugsun-
arefni að ríkisstjórn sem kapp-
kosti að senda fulltrúa til annarra
ríkja til að fylgjast með því að lýð-
ræðislegar kosningar fari rétt
fram, skuli framkvæma kosning-
ar í eigin landi með þvílíkri hand-
vömm og nú hafi komið í ljós.
Mikilvægt sé að eyða allri óvissu
um að rétt hafi verið staðið að
framkvæmd kosninganna. Það
verði hins vegar aðeins gert með
endurtalningu atkvæða.
Dómstólar úrskurða ekki held-
ur um endurtalningu, heldur er
valdið í höndum nýkjörinna al-
þingismanna. Alþingi hefur að-
eins heimild til að ákvarða um
endurtalningu.
trausti@frettabladid.is
AKUREYRI Tveggja hæða strætis-
vagn í eigu KFUM og K skemmd-
ist mikið á Akureyri er hann
keyrði á þakskýli við bensínstöð.
Haraldur Guðjónsson, umsjón-
armaður vagnsins, var nýkominn
frá Hvammstanga og hugðist taka
bensín við komuna til Akureyrar.
„Ég er vanur því að keyra und-
ir öll skýli í Reykjavík og gáði því
ekki að mér,“ segir Haraldur. Einn
og hálfur metri rifnaði af þaki
vagnsins og stórt sjónvarp sem
þar var flaug niður stigann.
„Ég gerði mér ekki grein fyrir
því sem gerðist en stoppaði við
lætin, þá heyrði ég enn meiri
skruðninga og sá þá sjónvarpið
koma fljúgandi niður stigann. Það
er mikið lán að ég sat kyrr því
annars hefði ég fengið það í haus-
inn.“
Strætisvagninn sér um barna-
og unglingastarf í Reykjavík á
veturna og var ætlunin að vera
með dagskrá á Akureyri næstu
daga. Búið er að aflýsa öllum at-
burðum fyrir norðan. ■
SKORTIR FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA UMBOÐ KJÓSENDA?
Frjálslyndir telja líklegt að Árna Magnússon skorti umboð kjósenda til að sitja á þingi.
Aðeins 13 atkvæðum af samtals 185.398 hafi munað á honum og oddvita Frjálslyndra
í Reykjavík norður. Þetta sé aðeins 0,007% munur og af öryggisástæðum verði að
endurtelja.
PAUL MCCARTNEY
Bítillinn kom í fyrsta skipti fram í Moskvu á
laugardagskvöldið. Nokkrir mótmælendur
vildu láta flytja tónleikana og fannst Rauða
torgið of heilagur staður fyrir slíka uppá-
komu.
Tveggja hæða strætisvagn skemmdist á Akureyri:
Ók á þakskýli
bensínstöðvar
Frjálslyndir kæra
kosningarnar
Frjálslyndir fara fram á endurtalningu atkvæða. Þeir telja tvísýnt hvort
Árni Magnússon félagsmálaráðherra eigi rétt á að sitja á Alþingi. Hann
hafi aðeins fengið 13 atkvæðum meira en næsti maður.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
■ Lögreglufréttir
ÖLVAÐUR MEÐ FÍKNIEFNI Lög-
reglan í Borgarnesi fann fíkni-
efni í bifreið sem stöðvuð var við
hefðbundið eftirlit. Fólkið var á
leið í sumarbústað í nágrenninu.
Ökumaðurinn var færður á lög-
reglustöð vegna gruns um ölvun
við akstur.
ERILL Á SUÐURNESJUM Mikið var
um útköll á Suðurnesjum um
helgina. Mikið var kvartað vegna
hávaða í heimahúsum og voru
þrír teknir grunaðir um ölvun við
akstur. Mikið var um ölvun í
bænum.
ÓLÆTI Í SUMARBÚSTÖÐUM Mikið
var um útköll í sumarbústaði í
umdæmi Selfosslögreglunnar. Að
sögn lögreglunnar er sumarbú-
staðavertíðin snemma á ferð
þetta árið. Útköllin voru flest
vegna minniháttar ryskinga,
óláta og ölvunar.
ÖLVUN Á AKRANESI Ölvun var í
meira lagi á Akranesi um helg-
ina. Þó nokkuð var kvartað vegna
hávaða í heimahúsum og mann-
söfnuður var í bænum. Einn var
tekinn grunaður um ölvun við
akstur og þurfti einn að gista
fangageymslur.